Skákkrakkar Fjölnis heimsóttu Korpúlfa
Höfðinglegar móttökur Korpúlfa í Grafarvogi
Að frumkvæði Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi, bauð skákdeild félagsins skákkrökkum Fjölnis til móttöku í Borgir í Grafarvogi. Að sjálfsögðu var slegið upp skákmóti, „Æskan og ellin“ í Grafarvogi. Áhugasamir skákkrakkar Fjölnis tóku vel við sér og fjölmenntu í Borgir og fengu þar höfðinglegar móttökur. Alls tóku 43 skákmeistarar þátt í skákmótinu, 30 frá Skákdeild Fjölnis og 13 frá Korpúlfum. Úr hópi heldri borgara voru mættir grjótharðir skákkarlar á við Einar S., Magga Pé. dómara sem verður 87 ára í lok ársins og Fjölnismennina Sveinbjörn Jónsson og Finn Kr. Finnsson. Tefldar voru 5 umferðir og ríkti afar jákvæður keppnisandi yfir salnum og gagnkvæm virðing. Í lok mótsins var sigurvegara úr hvorum aldursflokki veittur glæsileur eignarbikar og voru það Fjölnisfélagarnir Sveinbjörn Jónsson og Joshua Davíðsson sem hlutu þennan heiður í jafnri keppni. Allir yngri þátttakendur fengu verðlaunapening fyrir góða frammistöðu. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Maggi Pé., eigandi Jóa útherja, skákunnandi og fv. knattspyrnudómar,i dreifði fótboltamyndum til krakkanna sem tóku vel við sér og tóku strax við að bítta eða gefa góðum félögum. Þeir Jóhann Helgason formaður Korpúlfa og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis fluttu ávörp í byrjun og lok þessarar skákhátíðar og lýstu ánægju sinni með glæsilegt framtak og byrjun samstarfs, Stefnt er að þremur heimsóknum í Borgir á hverju ári og verður sú næsta í febrúar 2020.
Myndatextar:
5211: Þéttskipaður salur á skákmótinu „Æskan og ellin í Grafarvogi“
5215: 80 ára aldursmunur. Heiðursmaðurinn Maggi Pé teflir við Emilíu Sigurðardóttur sem er að byrja skákferilinn. Heiðursmannajafntefli
5230: Korpúlfar heiðra skákæsku Grafarvogs með verðlaunapening og fótboltamyndum
Hrund Hauksdóttir sigraði á U2000 skákmóti TR
Hrund Hauksdóttir (1759), ung og efnileg landsliðskona úr Skákdeild Fjölnis sigraði á fjölmennu U2000 skákmóti Taflfélags Reykjavíkur en mótinu lauk 26. nóvember sl. Hrund fylgdi þar með eftir frábærri frammistöðu sinni á alþjóðlega helgarskákmótinu í Hasselbacken um sl. mánaðarmót en þar náði hún 3. sæti kvenna og vann til "ratings" verðlauna. Með frammistöðu sinni hefur Hrund hækkað um 100 skákstig á tæpum mánuði. Hrund er fyrrverandi nemandi í Rimaskóla og varð Norðurlandameistari með skáksveit skólans árið 2012. Hrund hefur teflt með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíumóti landsliða og virðist til alls líkleg í framtíðinni.
Skákæfingar fram að jólaleyfi
Síðustu skákæfingar ársins
Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 - 18.00 hafa verið vel sóttar í vetur og í hópnum leynast skákmeistarar framtíðarinnar, drengir og stúlkur.
Fram að jólum verða eftirtaldar æfingar í boði:
Fimmtudagur 28. nóv. kl. 14:00 - 16:00 Borgir Spönginni
Fimmtudagur 5. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - gengið inn um íþróttahús
Fimmtudagur 12. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - Jólaskákæfing
Gleðilegt skákár 2020.
Haustmót í hópfimleikum
Haustmóti í hópfimleikum lauk um helgina en liðum er svo raðað upp í deildir eftir árangri á þessu fyrsta móti vetrarins . Mótinu var skipt í tvo hluta og keppt á tveimur helgum, 16.-17.nóvember og 23.nóvember.
Haustmót 1 var haldið í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og þar var keppt í 4.flokk og 3.flokk og höfnuðu lið Fjölnis í 4.sæti í báðum flokkum.
Haustmót 2 fór fram á Selfossi laugardaginn var og þar kepptu lið frá Fjölni í 2.flokk, KK-eldri og Meistaraflokk B. Langur en skemmtilegur dagur að baki og margir iðkendur að keppa með ný stökk frá síðasta tímabili. Meistaraflokkurinn okkar frumsýndi nýjan dans sem stelpurnar í hópnum sömdu sjálfar.
Glæsilegur árangur hjá okkar iðkendum, innilega til hamingju öll.
Úrslit
4.flokkur – 4.sæti
3.flokkur – 4.sæti
2.flokkur – 4.sæti
KK-eldri – 2.sæti
Meistaraflokkur B – 1.sæti
Öll úrslit frá mótinu má skoða HÉR
Sjáðu Andreu og kvennalandslið Íslands gegn Færeyjum
Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Færeyjum í tveimur vináttuleikjum um helgina á Ásvöllum (Schenker-höllin).
Frítt verður á leikina í boði KFC! Mætum í bláu, fyllum Ásvelli og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.
Áfram Íslands!

Fjölnir og Hagkaup
Fjölnir og Hagkaup gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna og unglingastarf knattspyrnudeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. Hagkaup vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna. Það er Fjölni mikið gleðiefni að halda áfram að vinna með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.
#FélagiðOkkar
Meiri þægindi – Meira ferskt – Meira úrval
Vetrarmót ÍSS
Helgina 1. - 3. nóvember var Vetrarmótið haldið á skautasvellinu í Egilshöllinni. Alls tóku 43 keppendur í 7 keppnisflokkum á mótinu, þar af átti Fjölnir 15 keppendur í 5 keppnisflokkum.
Keppendur stóðu sig vel en hæst bar að Aldís Kara Bergsdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í flokki Junior. Eftir Vetrarmótið er Fjölnir í öðru sæti í Bikarmótaröð ÍSS með 50 stig en SA er með 58 stig og SR með 48 stig.
Veittar voru þátttökuviðurkenningar fyrir keppnisflokka Chicks og Cubs. Úrslit í öðrum flokkum voru:
Basic Novice:
- Berglind Inga Benediktsdóttir - SA 25.27 stig
- Sædís Heba Guðmundsdóttir - SA 24.11 stig
- Sunna María Yngvadóttir - SR 23.74 stig
Intermediate Novice:
- Lena Rut Ásgeirsdóttir - Fjölnir 26.64 stig
- Tanja Rut Guðmundsdóttir - Fjölnir 24.91 stig
- Rakel Sara Kristinsdóttir - Fjölnir 21.28 stig
Intermediate Ladies:
- Þórunn Lovísa Löve - SR 33.88 stig
- Edda Steinþórsdóttir - SR 25.70 stig
- Anna Björk Benjamínsdóttir - SR 23.97 stig
Advanced Novice:
- Júlía Rós Viðarsdó2tir - SA 79.18 stig
- Rebekka Rós Ómarsdóttir - SR 74.10 stig
- Júlía Sylvía Gunnarsdóttir - Fjölnir 70.13 stig
Junior:
- Aldís Kara Bergsdóttir - SA 127.69 stig
- Marta María Jóhannsdóttir - SA 109.56 stig
- Viktoría Lind Björnsdóttir - SR 96.52 stig
Haustmót í stökkfimi
Haustmóti í stökkfimi fór fram í Keflavík fyrstu helgina í nóvember.
Tveir hópar úr Fjölni skráðu sig til leiks og mynduðu þau 4 lið sem voru öll skráð í B deild eldri. Verðlaun voru veitt fyrir hvert áhald og var glæsilegur árangur hjá okkar liðum og reynsla í bankann hjá iðkendum. Viljum við óska iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið.
Verðlaunasæti Fjölnisliða í B deild eldri
Fjölnir 3
2.sæti Gólf
1.sæti Dýna
1.sæti Trampolín
Fjölnir 4
5.sæti Dýna
2.-3. sæti Trampolín
Öll úrslit má skoða hér
Frábær mæting á dómaranámskeiðið
Dómaranámskeiðið var haldið miðvikudagskvöldið 23. október sl. í Dalhúsum og frítt inn fyrir allt Fjölnisfólk. Námskeiðið gekk vel en alls voru 18 sem mættu, og var fólk af öllum aldri komið til að bæta körfuboltaþekkingu sína.
Kennari námskeiðsins var Jón Bender, formaður Dómaranefndar, og honum til aðstoðar var Halldór Geir Jensson dómari. Þeir félagar fóru yfir helstu reglur og í gegnum löglega varnarstöðu, staðsetningar á velli, hvernig á að flauta í flautuna og merkjagjöf.
Þátttakendur hafa nú lokið grunnstiginu í dómgæslu og eru því með réttindi til að dæma hjá grunnskólaaldri. Þeir sem vilja halda áfram og taka annað stigið fá réttindi til að dæma alla leiki nema tvær efstu deildir karla og kvenna.
Virkilega vel gert hjá Fjölni að ná svona góðri mætingu, og voru þátttakendur mjög sáttir eftir námskeiðið sem og leiðbeinendur. Það er jákvætt fyrir okkar vaxandi starf að fólk sýni þennan áhuga á fræðslu í íþróttinni, en það er henni sem og starfinu okkar, til uppdráttar.
Áfram Fjölnir!