Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Íshokkí æfingabúðir fyrir 11 ára+

Íshokkídeild verður með æfingabúðir fyrir 11 ára og eldri í sumar. Boðið verður upp á fimm námskeið.

11. - 15. júní.

18. - 22. júní.

24. - 29. júní.

6. - 10. ágúst.

12. - 17. ágúst.

Opnar fyrir skráningar 3.júní, skráningar í Nóra skráningarkerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/


Frábær þátttaka í Fjölnishlaupinu

Fjölnishlaupið var haldið á uppstigningardag fimmtudaginn 30. maí í frábæru sumarveðri. Er þetta 31. hlaupið sem Fjölnir heldur. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Frábær þátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 135 keppendur í 10km, 84 keppendur í 5km og 66 keppendur í skemmtiskokkinu. Flögutímataka var í öllum vegalengdum og 5km og 10km brautirnar voru löglega mældar. 10km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10km götuhlaupi. Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum og var þar góð stemning þegar fjölmörg útdráttarverðlaun voru dregin út.

Í 10km hlaupinu sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:56, annar varð Vignir Már Lýðsson ÍR á tímanum 34:38 og þriðji varð Vilhjálmur Þór Svansson á tímanum 35:30. Í kvennaflokki sigraði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir UFA á tímanum 39:29, önnur varð Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á tímanum 39:46 og þriðja varð Fjölniskonan Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 40:33.

Í 5km hlaupinu sigraði Alfredo Caballero Benitez karlaflokkinn og Rakel Jensdóttir sigraði kvennaflokkinn. Í skemmtiskokkinu sigraði Rafael Máni Þrastarson karlaflokkinn og Aldís Tinna Traustadóttir sigraði kvennaflokkinn.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis stóðu að hlaupinu og tókst hlaupahaldið mjög vel.

Öll úrslit úr hlaupinu má sjá inná hlaup.is.

Myndir frá hlaupinu má sjá á facebooksíðu Frjálsíþróttadeildar Fjölnis. Myndirnar tók Baldvin Örn Berndsen hjá grafarvogsbuar.is

Á myndunum eru sigurvegararnir í 10km hlaupinu, Þórólfur og Sigþóra, sem jafnframt eru Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi 2019 og hlauparar í 10km hlaupinu.


Wim Hof námskeið

Sunddeild Fjölnis stendur fyrir Wim Hof námskeiði í júní.

Allar upplýsingar hér til hægri.


Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni "Hreinn árangur". Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

- Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

- Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur


Fjölnishlaupið 2019

Hið árlega Fjölnishlaup verður ræst í 31. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag 30. maí kl. 11.

Upplýsingar um hlaupið má finna HÉR

Kort af hlaupaleiðum má finna HÉR

Mynd: Baldvin Berndsen


Sara á Grunnskólamót Norðurlandanna

Sara Gunnlaugsdóttir úr Fjölni var valin í Reykjavíkurliðið sem fór og keppti á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Hún stóð sig mjög vel á mótinu. Hennar besti árangur var í 800m hlaupi sem hún hljóp á tímanum 2:29,83 sem er mikil bæting hjá henni í þeirri vegalengd. Varð hún í 7. sæti í hlaupinu en 40 stúlkur kepptu á mótinu frá öllum Norðurlöndunum. Að þessu sinni fór keppnin fram í Svíþjóð og stóð reykvíska liðið sig mjög vel. Stelpurnar lentu í 3. sæti og strákarnir í 4. sæti.

Á myndinni eru íslenslu stelpurnar og er Sara önnur frá hægri.


Afmæli aðalþjálfarans

Í dag á aðalþjálfari hokkídeildarinnar, Alexander Medvedev, stórafmæli. Fertugsafmæli hans var fagnað með því að iðkendur fylktu liði inn á svell í lok æfingar hjá 4. og 5. flokki með afmælissönginn í undispili og afhentu þjálfara sínum orðið „Coach“ sem að allir iðkendur voru búnir að kvitta á með nafninu sínu.

Við óskum Alexander innilega til hamingju með daginn!


Vorsýning fimleikadeildar

Boðið verður upp á 4 sýningar fimmtudaginn 30.maí

Sýning 1 – kl. 10:00
Sýning 2 – kl. 12:00
Sýning 3 – kl. 14:00
Sýning 4 – kl. 16:00

Miðaverð
17 ára og eldri – 1.500 kr
6 til 16 ára – 1.000 kr
5 ára og yngri – Frítt

Athugið! Miðasala fer fram hér: https://fjolnisverslun.felog.is/verslun. Kaupandi fær kvittun í tölvupósti með QR-kóða sem er svo skannaður við innganginn.

#FélagiðOkkar

Settu vorsýninguna í dagatalið þitt með því að boða komu þína á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/2325831370794007/


Sumargleði á sumarskákmóti Fjölnis

Vignir Vatnar Stefánsson stigahæsti skákmaður Íslands 20 ára og yngri sigraði alla sína andstæðinga á Sumarskákmóti Fjölnis sem fram fór í hátíðarsal Rimaskóla. Batel Haile Goitom varð efst stúlkna og Markús Orri Jóhannsson efstur í yngri flokki. Vignir Vatnar sem kemur frá Hörðuvallaskóla í Kópavogi hefur allan sinn grunnskólaferil verið tíður gestur á skákmótum Fjölnis og ekki síður sigursæll. Það mættu alls 56 grunnskólakrakkar á þetta glæsilega mót, um helmingur úr grunnskólum Grafarvogs. Meðal verðlaunahafa úr Grafarvogi voru þeir Arnar Gauti Bjarkason Vættaskóla, Eiríkur Emil Hákonarson Húsaskóla, Jón Bjarni Margrétarson Hamraskóla og Rimaskóladrengirnir Joshua Davíðsson, Arnór Gunlaugsson og Arnar Gauti Helgason.

Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf alla verðlaunabikara mótsins líkt og áður.

Sumarskákmótið var vel sótt að venju og hart barist um 20 efstu sætin sem gáfu áhugaverða vinninga frá Dominos, SAMbíóunum og 66° N. Skákmótið gekk afar vel fyrir sig enda flestir þátttakendurnir með reynslu af grunnskólamótum vetrarins. Teflt var í rúmgóðum hátíðarsal Rimaskóla en á milli umferða nýttu krakkarnir sér að leika í fjölbreyttum leiktækjum félagsmiðstöðvarinnar og skemmtu sér vel. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurðsson.

Auk 20 vinninga var boðið upp á happdrætti þar sem 10 vinningar bættust við. Vinningslíkurnar því 50% sem gerist vart betra.

 

Mynd 1:  Í hópi verðlaunahafa á Sumarskákmóti Fjölnis; Batel 1. sæti stúlkna og Arnar Gauti 2. sæti í yngri flokk

Mynd 2:  Þau unnu Rótarýbikarana: Batel, Markús Orri og Vignir Vatnar ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildar Fjölnis

Mynd 3:  Um 20 stúlkur tóku þátt í mótinu og gáfu strákunum ekkert eftir