Tennisæfingar fyrir byrjendur

Nú eru æfingar vetrarins að hefjast og á sunnudögum verða í boði æfingar fyrir byrjendur í tennis: kl. 16:30 fyrir börn og kl. 18:30 fyrir fullorðna. Æfingarnar verða haldnar í Tennishöllinni í Kópavogi og verður fyrsta æfingin 1. september. Verð fyrir önnina er 29.400 kr.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt. Skráning og frekari upplýsingar  hjá Carolu: brazilian_2001@hotmail.com.

 

 


Þríþraut hjá Fjölni

Þríþraut; hlaup, sund og hjól.

Kynningarfundur fimmtudaginn 29.ágúst kl. 18:00 í Egilshöll.

Hjólafólk, hlauparar og sundmenn, komið í nýjan hóp hjá Fjölni og æfið undir leiðsögn þjálfara.


Októberfest í Grafarvogi

Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!

Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛

Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽

-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

#FélagiðOkkar


Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2019

Æfingar í frjálsum hefjast 3. sept. hjá 6-9 ára og 10-14 ára hópunum. Upplýsingar um æfingar hjá öðrum hópum eru birtar á facebooksíðum hópanna.

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 

6-9 ára (árg. 2010-2013) 1.-4. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Fjölnishöll salur 1 kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

 

Þjálfarar: Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri og fim)

Daði Arnarson (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

29.000 3 æfingar á viku.

22.000 1-2 æfingar á viku.

 

10-14 ára (árg. 2006-2009) 5. – 8. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 14:40-15:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11:30

 

Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri, fim og lau)

Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri)

Elísa Sverrisdóttir (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (lau)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

35.000 3 æfingar á viku.

25.000 1-2 æfingar á viku.

 

15 ára og eldri (árg. 2005 og eldri):

 

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11-13

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

Tækniþjálfari: Theodór Karlsson (fim.)

Aðstoðarþjálfari: Matthías Már Heiðarson (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

41.000 6 æfingar á viku.

27.000 1-2 æfingar á viku.

 

Fullorðnir:

 

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Laugardagar í Laugardalshöll 10-12

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.) 15.000kr

 

Hlaupahópur:

 

Mánudagar og miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll á veturnar en úti á sumrin – breytilegur tími

Laugardagar – langt hlaup – breytilegur tími og staðsetning

 

Þjálfarar: Ingvar Hjartarson og Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

 

Æfingagjöld:

Ársgjald er 25.000kr

Líka hægt að greiða eina önn í einu þá er gjaldið 10.000 kr (3 annir á ári)

 

Allar upplýsingar um æfingar eru settar inná Facebooksíður æfingahópa:

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 


Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.

Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.


Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open

Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.

Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.

Vel gert Eydís!


Íþróttaskóli Fjölnis

Þá höfum við stofnað námskeið fyrir haustönn.
 
„Íþróttaskóli Fjölnis > bæði kyn > 3 – 5“ og ber heitið „Haust“.
 
Tímabil: 7.september til 21.desember.
 
Verð: 16.900 kr.
 
Æfingar fara fram í Fjölnishöll alla laugardaga frá kl. 11:00-11:50.
 
Skráning fer fram í gegnum Nóra á https://fjolnir.felog.is/.
 
Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu veitir skrifstofa Fjölnis.
 
#FélagiðOkkar

Íþróttaskóli Fjölnis


FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.

Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !

 


Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.

Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.

Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar


Skráning er hafin

Haustönn deildanna hefst í næstu viku. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn eða á https://fjolnir.felog.is/.

Boðið verður upp á fjölbreytt starf í 11 deildum þar sem iðkendur geta valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofa@fjolnir.is

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

#FélagiðOkkar