Frítt að æfa handbolta í janúar
HSÍ í samstarfi við aðildafélögin á landinu, þar með talið Fjölni, býður öllum nýjum krökkum að æfa frítt í janúar. Við hvetjum alla krakkar til að koma og prófa æfingar í handboltanum í Fjölni. Þjálfarar deildarinnar munu taka vel á móti þeim !
Frábært Skólamót Fjölnis í handbolta
19/01/2020Handbolti,Félagið okkar
Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram í gær og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball-formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af.
Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum.
Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var síðan Vættaskóli.
Öllum krökkum er boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu næstu daga og vonum við að sem flestir nýti sér það !
Áfram Fjölnir og áfram handbolti !
Æfingar fyrir alla í frjálsum
Æfingar á vorönn í frjálsum íþróttum eru byrjaðar. Gaman er að segja frá því að flott, ný aðstaða hefur verið tekin í notkun í Egilshöll þar sem frjálsar íþróttir eru í forgangi. Frjálsíþróttadeildin er með æfingar fyrir allan aldur. Æfingatímar á vorönn eru þessir:
6-10 ára – 1.-4. bekkur:
Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11
11-14 ára – 5.-8. bekkur:
Mánudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30
Föstudagar í Egilshöll kl 15:30-16:30
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30
15 ára og eldri:
Mánudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00
Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudagar í Laugardalshöll kl 17:00-19:00
Laugardagar í Laugardalshöll kl 11:00-13:00
Fullorðnir:
Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20:00
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-12:00
Hlaupahópur:
Mánudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00
Miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19:00
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:15-19:00
Laugardagar – breytilegur tími og staðsetning
Allar upplýsingar um æfingatíma er að finna hér.
Allar upplýsingar um þjálfara er að finna hér.
Allar upplýsingar um æfingagjöld er að finna hér.
Fríir prufutímar í karate
10/01/2020Karate
Vertu velkomin til okkar í næstu viku til að prófa nýja og spennandi íþrótt.
Sveinn Jóhannsson á EM
Fjölnismaðurinn Sveinn Jóhannsson er á leiðinni á EM í Malmö með íslenska landsliðinu í handbolta. Þetta er frábær viðurkenning fyrir hann og félagið. Sveinn er uppalinn Fjölnismaður en skipti yfir í ÍR eftir tímabilið 2017-2018. Hann leikur í dag með danska liðinu Sönderjyske í efstu deild.
HÉR má sjá leiki liðsins í riðlinum.

Getraunakaffið fer aftur af stað
08/01/2020Knattspyrna,Félagið okkar
Nýr hópaleikur í hinu margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 11. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 7. mars á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.
Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.
Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.
Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.
Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!
#FélagiðOkkar
Nýr yfirþjálfari Skautaskólans
Listhlaupadeildin hefur ráðið Sólbrúnu Ernu Víkingsdóttur sem yfirþjálfara Skautaskólans. Sólbrún hefur æft skauta hjá deildinni í 15 ár, tekið þátt á mótum og æfingabúðum hér heima og erlendis. Hún var íþróttakona deildarinnar árið 2018. Sólbrún hefur þjálfararéttindi 1 og 1A í sérgreinahluta. Hún hefur þjálfað í Skautaskólanum og yngri iðkendum í framhaldshópum deildarinnar í nokkur ár samhliða háskólanámi og æfingum.
Lengri opnunartími
Dagana 6. og 7.janúar mun skrifstofan lengja opnunartímann til kl. 18:00.
Arnór og Fríða munu aðstoða foreldra og forráðamenn við skráningar í félagið.
Við hvetjum einnig þá sem eiga eftir að ná í miða á þorrablótið að klára það á þessum tíma.
#FélagiðOkkar
Skráning á vorönn er hafin
Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/
Hvenær á ég að mæta á æfingu?
Tímasetning æfinga má finna á heimasíðu deildarinnar undir valmyndinni Hópar. En eru þær sömu og fyrir áramót.
- Þeir sem byrjuðu iðkun haustið 2019 eða eru að byrja núna velja sér Byrjendahóp 5-8 ára, 9-16 ára eða 16+ ára.
- Þeir sem hófu æfingar fyrir haustið 2019 velja sér sömuleiðis Framhaldshóp miðað við aldur.
- Fjörkálfar sem fá strætófylgd frá frístundaheimili æfa samkvæmt áætlun og byrja 8. janúar.

Fyrstu æfingar byrja 7. janúar og lýkur 28. maí.
Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.
Hvernig skrái ég mig?
- Byrjendur er einungis fyrir þá sem hófu iðkun haustið 2019 eða byrja nú eftir áramót.
- Framhald er fyrir þá sem hófu iðkun fyrir síðasta haust.
- Fjörkálfar er fyrir 6-8 ára börn sem fá strætófylgd frá og til frístundaheimilis, hafa þarf samráð við frístundaheimili.
Muna að skrá frístundastyrk hjá þeim sem geta nýtt hann. https://fjolnir.felog.is/
Drífum skráninguna af núna!
Athugið, þar sem vorönnin er tvöfalt lengri en haustönnin eru gjöldin því sem nemur hærri á vorönn.
Eins og á síðustu önn bjóðum við upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.
Við sækjum jólatré
Gleðilegt nýtt ár! 🎄
Sækjum jólatré heim að dyrum dagana 5. – 6. janúar.
Verð: 2.000 kr. millifært á 0114-26-9292 kt. 670900-3120.
Tölvupóstur: karfa@fjolnir.is (millifærslukvittun, heimilisfang, nafn, símanr. og staðsetning á jólatré).
