Endurreiknuð úrslit Reykjavíkurmótsins

Þau leiðu mistök áttu sér stað á Reykjavíkurmótinu að ekki var notuð rétt útgáfa við útreikning á stigum keppenda og hafði þetta áhrif á úrslit keppenda í keppnisflokkum Skautasambandsins. Tilkynningu varðandi málið í heild sinni má lesa hér. Búið er að endurreikna stig keppenda og hér fyrir neðan má sjá endanleg úrslit mótsins ásamt nýjum protocolum.

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 29,99
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 23,40
  3. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 20,85
  4. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 20,52
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 19,40
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 18,93
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 18,47
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 16,72

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,51
  2. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 24,98
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR 23,56

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,91
  2. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 30,67
  3. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 29,90
  4. Þórunn Lovísa Löve SR 26,88

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 46,67
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 39,80
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 37,76
  4. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 37,26
  5. Eydís Gunnarsdóttir SR 36,81

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 55,20

Junior protocol


ÍSLANDSMEISTARAR Í 1. ÞREPI

Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Ármannsheimilinu að Laugarbóli. Keppendur frá Fjölni voru þau Katrín S. Vilhjálmsdóttir, Leóna Sara Pálsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson. Þau kepptu öll í 1.þrepi íslenska fimleikastigans. Leóna Sara og Sigurður Ari gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í fjölþraut og urðu þar með Íslandsmeistarar í 1.þrepi í kvk og kk flokki.

Við óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur og erum við afar stolt af þeim.

#FélagiðOkkar


Yfirlýsing HDF

Í ljósi úrskurðar aganefndar HSÍ þess efnis að rautt spjald sem dæmt var á leikmann Fjölnis undir lok leiks Fjölnis og Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ hefur verið dregið tilbaka hefur stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis kært framkvæmd leiksins til dómstóla HSÍ.


Fjölnismenn í 3.sæti

Skákdeild Fjölnis virðist föst í viðjum vanans og sogast að bronsinu þegar dregur að lokum 1. deildar undanfarin ár. Fjórða árið í röð náði skáksveitin 3. sæti sem gefur rétt á þátttöku á EM skákfélaga í Svartfjallalandi í haust.

A sveitin var í baráttu um Íslandsméistaratitilinn allt Íslandsmótið. Vermdi 1. sætið eftir fyrri hlutann og endaði í því þriðja með 50 vinninga af 72 mögulegum, 3 vinningum minna en sigurliðið.

Sem fyrr býr liðstjórinn við þau forréttindi að geta stólað á sömu átta skákmennina á að tefla allar skákirnar. Þetta gagnast okkar ágætu mótherjum líka. Þeir geta þá stúderað andstæðinginn þegar komið er að því að mæta Fjölni. Ekkert pukur eða óþolandi óvissa þar að hálfu Fjölnis. Eins og áður sagði hefur A sveitin aldrei náð eins góðum árangri og einmitt núna. Eftirspurnin er meiri en framboðið á að tefla í A sveitinni. Þetta á ekki síst við okkar ágætu erlendu félaga sem óðir og uppvægir vilja eyða helgi í hópi Fjölnismanna. Þeir sýna það og sanna með góðri og árangursríkri taflmennsku þegar tækifærið býðst þeim. Vinningshlutfall 70 % er hærra en hægt var að búast við í upphafi móts. Samstaða og liðsandi er hins vegar 100 % frá fyrsta borði til þess áttunda.

Það var ánægjulegur bónus fyrir okkar sveit að Davíð Kjartansson, einn af okkar lykilmönnum, skyldi ná lokaáfanga að IM titli.

Dagur Ragnarsson (21) heldur áfram að sýna gífurlegar framfarir líkt og á öllum mótum vetrarins, framtíðarmaður í hugum okkar íslenskra skákáhugamanna. Svíinn Pontus Carlsson tefldi með Fjölni í öllum umferðum og skilaði 7 vinningum í hús sem er frábær árangur á 2. borði. Davíð, Dagur og Sigurbjörn náðu allir 6,5 vinningum og sá síðastnefndi með 87,5 % árangur í síðari lotunni gegn erfiðari andstæðingum en í þeirri fyrri.

Árangur A sveitar Fjölnis í 1. deildinni og draumsýn okkar um Íslandsbikarinn í Grafarvoginn í nánustu framtíð gæti orðið að veruleika.

B sveit Fjölnis skráði árangur sinn einnig á spjöld Fjölnis "sögunnar". B sveitin hélt sæti sínu í 2. deild í fyrsta sinn og teflir á næstu leiktíð í þriðja skipti á fjórum árum í deildinni. Með þá Tómas Björnsson, Jón Árna Halldórsson (3/3) og Erling Þorsteinsson á efstu borðum fá uppalin Fjölnisungmenni tækifæri á að tefla við sterka andstæðinga í hverri umferð og kunna eflaust gott að meta. Jóhann Arnar Finnsson yngsti liðsmaður sveitarinnar kom taplaus frá mótinu og fékk 5 vinninga af 7 sem er mjög góður árangur.

C- og ungmennasveit Fjölnis tefldu í 4. deild. Þær eru að mestu skipaðar áhugasömum grunnskólakrökkum úr Grafarvogi. Arnór Gunnlaugsson í 8. bekk Rimaskóla stóð sig adeilis vel. Hann tefldi 6 skákir með C sveit og vann þær allar.

Síðast en ekki síst ber að nefna árangur hinnar 6 ára gömlu Emilíu Emblu B. Berglindardóttur sem tefldi sínar tvær fyrstu skákir á Íslandsmóti skákfélaga og stimplaði sig rækilega inn með öruggum sigri í báðum skákunum. Þessi kornunga Rimaskólastúlka hefur vakið athygli á grunnskólamótum vetrarins fyrir þroskaða taflmennsku og kemur sér upp stöðu "sem hver stórmeistari gæti verið stoltur af" eins og einn af framámönnum í skáklífinu orðaði það eftir að hafa fylgst með stúlkunni ungu.


11 hlauparar frá Fjölni í Tokyo

Fimm Fjölnismenn luku 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo sunnudaginn 3. mars.
Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson.
Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum.

Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

Myndir: Erla Björg Jóhannsdóttir


Flottur árangur Fjölnishlaupara í Seville og Tókýó maraþoni

Skokkhópur Fjölnis hefur æft vel í vetur og má með sanni segja að þær æfingar séu að skila sér. Þann 17. febrúar síðastliðinn hlupu Angel Martin Bernál og Gunnar Stefánsson Seville maraþonið á Spáni og náðu þar flottum árangri. Tími Gunnars var 3:09,25 en Angel lauk hlaupinu á 3:42,11.
Þá luku fimm meðlimir úr hópnum 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo maraþoninu sunnudaginn 3. mars. Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson. Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum. Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

 

Tímar okkar fólks í Tókýó maraþoninu:

 

Ingólfur Geir Gissurarson 3:43,32
Karl Jón Hirst 3:44,19
Ingibjörg Kjartansdóttir 3:44,18
Magnús Þór Jónsson 3:49,22
Guðrún Axelsdóttir 3:53,16
Guðrún Kolbrún Otterstedt 3:55,02
Eyjólfur Ingi Hilmarsson 3:55,14
Lilja Björk Ólafsdóttir 4:29,47
Margrét Svavarsdóttir 4:51,34
Guðmundur Magni Þorsteinsson 4:49,27
Aðalsteinn Snorrason 5:57,10

Óskum við hlaupurunum öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Myndirnar þrjár frá Tókýó eru teknar af Erlu Björg Jóhannsdóttur en myndin af Gunnari og Angel í Seville er af fésbókarsíðu Angel.


Bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 3. mars í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu og var eitt strákalið og tvö stelpulið. Í heildina varð Fjölnir A í 7. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Af strákaliðunum varð Fjölnir A í 7. sæti og af stelpuliðunum varð Fjölnir A í 5. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Var lið Fjölnis skipað ungu og efnilegu íþróttafólki sem lagði sig virkilega fram, en sumir voru að keppa í fyrsta skipti. Voru margir að setja persónuleg met í sínum greinum.

Öll úrslit mótsins er hér.

Úrslit í stigastöðunni er hér.


Fjölnir í 4. sæti

Bikarkeppni FRÍ fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 2. mars. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu á mótið. Í heildina varð liðið í 4. sæti en 9 lið tóku þátt í keppninni. Í karla og kveppakeppninni varð liðið einnig í 4. sæti. Er það sannarlega góður árangur.

Daði Arnarson náði 2. sæti í 1500m hlaupi og Bjarni Anton Theódórsson náði 3. sæti í 400m hlaupi.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir náði 3. sæti í 400m hlaupi og Helga Þóra Sigurjónsdóttir náði 3. sæti í hástökki.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Hér má sjá stigastöðuna.


Úrslit Reykjavíkurmótsins 2019

Reykjavíkurmótið var haldið í Egilshöll nú um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig og það var ánægjuleg viðbót að iðkendur Asparinnar tóku þátt á þessu móti. Á laugardeginum kepptu keppnishópar félaganna en á sunnudeginum kepptu keppnisflokkar Skautasambandsins ásamt SO Level I og II.

Úrslit mótsins voru:

Keppnishópar félaganna:

12 ára og yngri

  1. Thelma Rós Gísladóttir SR
  2. Rakel Kara Hauksdóttir SR
  3. Þórunn Gabríela Rodriguez SR

15 ára og yngri

  1. Amanda Sigurðardóttir SR
  2. Sandra Hlín Björnsdóttir Fjölnir
  3. Bryndís Bjarkadóttir SR

17 ára og yngri

  1. Kolbrún Klara Lárusdóttir Fjölnir
  2. Birta María Þórðardóttir Fjölnir
  3. Vigdís Björg Einarsdóttir Fjölnir

Keppnisflokkar Skautasambandsins:

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 25,07
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 18,40
  3. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 16,28
  4. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 15,63
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 15,54
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 14,11
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 14,07
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 12,44

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 25,95
  2. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,44
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir Fjölnir 22,70

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,81
  2. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 30,06
  3. Þórunn Lovísa Löve SR 29,27
  4. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 29,07

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 47,91
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 40,27
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 39,17
  4. Eydís Gunnarsdóttir SR 37,90
  5. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 36,51

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 57,83

Junior protocol

SO

Level I 8 ára og yngri

  1. Hulda Björk Geirdal Helgadóttir Öspin

Level I 16-21 ára dömur

  1. Gunnhildur Brynja Bergsdóttir Öspin
  2. Anika Rós Árnadóttir Öspin

Level II 9-11 ára stúlkur

  1. Sóldís Sara Haraldsdóttir Öspin

Level II 16-21 ára dömur

  1. Nína Margrét Ingimarsdóttir Öspin
  2. Gabríella Kami Árnadóttir Öspin

Level II 22 ára og eldri konur

  1. Þórdís Erlingsdóttir Öspin

Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðinu í frjálsum

Þær Helga Guðný Elíasdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hafa verið valdar í landslið Íslands í frjálsum íþróttum. Helga Guðný er 25 ára gömul og hefur náð langt í langhlaupum. Hennar bestu tímar eru 4:49,78 í 1500m hlaupi, 10:28,50 í 3000m hlaupi, 18:43,50 í 5000m hlaupi og 38:44 í 10 km götuhlaupi. Helga Þóra er 19 ára gömul og hefur náð mjög góðum árangri í hástökki. Hefur hún hæst stokkið 1,74m. Vilhelmína er 21 árs gömul og hefur náð mjög góðum árangri í styttri hlaupum. Hennar bestu tímar eru 25,84sek í 200m hlaupi og 57,17sek í 400m hlaupi. Þetta er flottur árangur hjá þessum duglegu Fjölnisstúlkum og óskar frjálsíþróttadeildin þeim til hamingju.