Íslandsmót innanhús í tennis

Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,

Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)

Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.

Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.

#FélagiðOkkar 


Nýtt námskeið - Ungbarnasund

Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní. 

Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)

 

3 - 7 mánaða  klukkan 10:00 - 10:40 á laugardögum.

5 - 12 mánaða klukkan 10:50 - 11:30 á laugardögum.

Verð 17:500 kr. (8 skipti)

Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!

“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”

Skráningar hér,

Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700


Ókeypis páskanámskeið

Handboltadeildin ætlar að standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni í dymbilvikunni. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 15. - 17.apríl.

SKRÁNING: https://forms.gle/dMofDDFgQDyn2NP78

#FélagiðOkkar


Tvíhöfði í Dalhúsum

Fimmtudagurinn 28.mars!

Stuðningur áhorfenda hefur sjaldan skipt okkur jafn miklu máli og nú. Með sigrum ná bæði karla- og kvennalið að spila hreina úrslitaleiki um sæti í Dominos deildinni að ári.
Koma nú Fjölnisfólk úr öllum íþróttadeildum og hvetjum okkar lið.

kl. 18:00 Fjölnir - Vestri í karla

kl. 20:15 Fjölnir - Njarðvík í kvenna

#FélagiðOkkar


Páskamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 24. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Alls tóku um 20 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Góð stemning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Landsbankanum.

Á myndinni er hópurinn ásamt þjálfurum.


Frestun á framhaldsaðalfundi

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis frestast um hálfan mánuð  og verður sem hér segir.

Miðvikudagurinn 9. apríl kl. 20:00 

 

Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Dagskrá framhaldsaðalfundar :

c)      Kjör formanns

 

Lög Fjölnis

Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

 

#FélagiðOkkar

Skrifstofa Fjölnis


Sigurður Ari á NM 2019

Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.

Meira um landslið Íslands hér: 

#FélagiðOkkar


Endurreiknuð úrslit Reykjavíkurmótsins

Þau leiðu mistök áttu sér stað á Reykjavíkurmótinu að ekki var notuð rétt útgáfa við útreikning á stigum keppenda og hafði þetta áhrif á úrslit keppenda í keppnisflokkum Skautasambandsins. Tilkynningu varðandi málið í heild sinni má lesa hér. Búið er að endurreikna stig keppenda og hér fyrir neðan má sjá endanleg úrslit mótsins ásamt nýjum protocolum.

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 29,99
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 23,40
  3. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 20,85
  4. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 20,52
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 19,40
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 18,93
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 18,47
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 16,72

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,51
  2. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 24,98
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR 23,56

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,91
  2. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 30,67
  3. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 29,90
  4. Þórunn Lovísa Löve SR 26,88

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 46,67
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 39,80
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 37,76
  4. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 37,26
  5. Eydís Gunnarsdóttir SR 36,81

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 55,20

Junior protocol


ÍSLANDSMEISTARAR Í 1. ÞREPI

Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Ármannsheimilinu að Laugarbóli. Keppendur frá Fjölni voru þau Katrín S. Vilhjálmsdóttir, Leóna Sara Pálsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson. Þau kepptu öll í 1.þrepi íslenska fimleikastigans. Leóna Sara og Sigurður Ari gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í fjölþraut og urðu þar með Íslandsmeistarar í 1.þrepi í kvk og kk flokki.

Við óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur og erum við afar stolt af þeim.

#FélagiðOkkar


Yfirlýsing HDF

Í ljósi úrskurðar aganefndar HSÍ þess efnis að rautt spjald sem dæmt var á leikmann Fjölnis undir lok leiks Fjölnis og Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ hefur verið dregið tilbaka hefur stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis kært framkvæmd leiksins til dómstóla HSÍ.