Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis verður sem hér segir.

Þriðjudaginn 7.maí kl. 19:00 

 

Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Dagskrá framhaldsaðalfundar :

c)      Kjör formanns

 

Lög Fjölnis

Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

 

#FélagiðOkkar

 


Vormót 2019

Síðasta mót ÍSS á þessu keppnistímabili stendur nú yfir í Laugardalnum. Allir keppendur Fjölnis á mótinu hafa nú lokið keppni. Sunneva Daníelsdóttir kom fyrst keppenda í flokki Chicks inn á ísinn og í fyrsta upphitunarflokki Cubs voru þær Brynja Árnadóttir, Elva Ísey Hlynsdóttir, Emelíana Ósk Smáradóttir og Weronika Komendera. Ekki voru veitt verðlaun í flokkum Chicks og Cubs en allar fengu þær viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu. Þess ber að geta að þessar stelpur hafa tekið miklum framförum í vetur. Því næst var keppt í flokki Basic Novice en þar voru þær Tanja Rut Guðmundsdóttir í 5. sæti með 24,00 stig og Sara Kristín Pedersen í 6. sæti með 23,25 stig sem eru persónuleg stigamet hjá þeim báðum. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.


Falur Harðarson áfram með Fjölni

Í dag skrifuðu körfuknattleiksdeild Fjölnis og Falur J Harðarson undir nýjan samning sem nær til tveggja ára. Falur mun því stýra liðinu í Dominos deildinni næsta vetur en strákarnir tryggðu sér sæti í deildinni með sigri á Hamri í úrslitakeppninni.

Markmiðið er að festa liðið í sessi sem gott úrvalsdeildarlið sem mun í framtíðinni verða öflugt lið með uppöldum leikmönnum í blandi við bestu leikmenn landsins.

Spennandi tímar framundan í Voginum.

Á myndinni eru: Guðlaug Karlsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar, Falur J Harðarson, þjálfari meistaraflokks karla og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis

#FélagiðOkkar


Sumarnámskeið 2019

Við opnum fyrir skráningu á sumarnámskeið á morgun, fimmtudaginn 25.apríl

Allar nánari upplýsingar hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2019/

 


Nýir þjálfarar meistaraflokks kvenna

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (Sonni) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Fjölni. Sonni var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna á nýliðnu tímabili ásamt því að þjálfa 3. flokk kvenna. Sonni hefur mikla reynslu í handboltaþjálfun en hann er núverandi þjálfari U-17 landsliðs kvenna. Sonni þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR á árunum 2015 – 2017. Einnig hefur verið gengið frá ráðningu Gísla Steinars Jónssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og 3. flokks kvenna, en Gísli Steinar mun einnig sjá um þjálfun 4. flokks kvenna. Gísli starfaði á nýliðnum vetri sem þjálfari 4. flokks kvenna og aðstoðarþjálfari 4. flokks karla. Gísli starfaði við þjálfun í Noregi áður en hann hóf störf hjá Fjölni.

Á sama tíma og stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis býður þá Sonna og Gísla velkomna til starfa vill stjórnin þakka fráfarandi þjálfara Arnóri Ásgeirssyni fyrir vel unnin störf við þjálfun meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö tímabil sem og önnur störf fyrir handknattleiksdeildina undanfarin ár. Stjórn handknattleiksdeildarinnar hlakkar til komandi tímabils og væntir mikils af nýráðnum þjálfurum. Á meðfylgjandi mynd frá vinstri: Gísli Steinar Jónsson, Davíð Arnar Einarsson, stjórnarmaður og Sigurjón Friðbjörn Björnsson.


Útdrætti frestað um viku

Útdrætti happdrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 22.apríl hefur verið frestað um eina viku eða til mánudagsins 29.apríl. Vinningsnúmer verða birt hér á heimasíðunni.


Melabúðamót 5.-7.flokks

Helgina 12. – 14. apríl var haldið Melabúðarmótið í Skautahöllinni í Laugardalnum þar sem að iðkendur í 5., 6. og 7. flokki ásamt krílahópnum okkar mættu til leiks. Mótið var að vissu leyti sögulegt þar sem að SR og Fjölnir-Björninn sameinuðust um stúlknalið undir heitinu Reykjavík (5.-6. flokkur) og Reykjavíkurdætur (7. flokkur og kríli) og byrjaði mótið á því að Reykjavík mætti 5. flokks liðinu Fálkum frá SR á föstudagskvöldinu. Á opnunarhátíðinni var síðan „skills“ keppni milli þjálfara íshokkídeildarinnar Fjölnir-Björninn og SR og til að toppa kvöldið mættist 5. Björninn og 5. Ernir þar sem 5. Ernir stóðu uppi sem sigurvegarar með þrjú mörk gegn tveimur.
Mótið gekk mjög vel og voru nokkrir iðkendur að taka þátt í sínu fyrsta íshokkímóti. Það er virkilega gaman að fylgjast með mótum sem þessu og sjá alla þá litlu og stóru sigra sem áttu sér stað. Börnin eru okkar framtíð. Það verður spennandi að fylgjast með þessum ungu leikmönnum vaxa og dafna innan íshokkísins á komandi árum.
Bestu þakkir til SR fyrir að standa vel að mótinu og klára þannig mótatímabil flokkana með glæsibrag.


Sæti í efstu deild tryggt

Meistaraflokkur karla sigraði Hamar 90-109 í fjórða leik liðanna í Hveragerði í gærkvöldi og þar með er sæti í efstu deild, Dominos deildinni, tryggt. Strákarnir unnu einvígið 3-1 eftir að hafa farið í gegnum undanúrslit auðveldlega gegn Vestra frá Ísafirði, 3-0.

Frekari umfjöllun um leikinn má lesa HÉR

Falur Harðarson, þjálfari liðsins segir að Fjölnir eigi að vera meðal þeirra bestu

#FélagiðOkkar


Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Eftirtaldir leikmenn frá Fjölni hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fara fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum dagana 15. og 17.apríl næstkomandi undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara.

Þengill Orrason
Vigfús Þór Helgason
Mikael Breki Jörgensson
Óskar Dagur Jónasson
Jökull Hjaltason
Aron Bjarki Hallsson
Kristinn Gunnar Gunnarsson
Anton Breki Óskarsson
Auður Árnadóttir
Ana Natalia Zikic
Embla Karen Bergmann Jónsd.
Embla María Möller Atladóttir

Sjá nánar hér HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ

Til hamingju og gangi ykkur vel!


Coaching in Iceland

COACHING IN ICELAND ?

Fjölnir Gymnastics, located in Reykjavík Iceland, is seeking TeamGym coaches for our athletes, both children and teenagers.
Our goal is to bring Fjölnir Gymnastics to the top level in Icelandic gymnastics and we are therefore eager to hire ambitious coaches that are conducive to that goal.

Do you meet our requirements?

• Education relevant to gymnastics coaching
• At least two year experience in coaching children/teenagers
• Ability to develop appropriate instructional programs
• Good communication and human relations skills
• A great interest in working with children/teenagers and inspiring them to achieve their goals

We offer a great opportunity for individuals who wants to get inspired by Iceland and it’s unpredictable nature as well as working as a part of ambitious team of gymnastic coaches. We offer competitive salaries and perquisite, great facilities and excellent team spirit! We need you from August 2019 and we can offer either full time or part time employment.

Please send applications and enquiries to the e-mail address hallakari@fjolnir.is. Also feel free to contact our director, Halla Kari Hjaltested, Tel: +354 661 6520.

Coaching in Iceland 2019