Sæti í efstu deild tryggt
Meistaraflokkur karla sigraði Hamar 90-109 í fjórða leik liðanna í Hveragerði í gærkvöldi og þar með er sæti í efstu deild, Dominos deildinni, tryggt. Strákarnir unnu einvígið 3-1 eftir að hafa farið í gegnum undanúrslit auðveldlega gegn Vestra frá Ísafirði, 3-0.
Frekari umfjöllun um leikinn má lesa HÉR
Falur Harðarson, þjálfari liðsins segir að Fjölnir eigi að vera meðal þeirra bestu
#FélagiðOkkar
Hæfileikamótun N1 og KSÍ
Eftirtaldir leikmenn frá Fjölni hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fara fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum dagana 15. og 17.apríl næstkomandi undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara.
Þengill Orrason
Vigfús Þór Helgason
Mikael Breki Jörgensson
Óskar Dagur Jónasson
Jökull Hjaltason
Aron Bjarki Hallsson
Kristinn Gunnar Gunnarsson
Anton Breki Óskarsson
Auður Árnadóttir
Ana Natalia Zikic
Embla Karen Bergmann Jónsd.
Embla María Möller Atladóttir
Sjá nánar hér HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ
Til hamingju og gangi ykkur vel!
Coaching in Iceland
COACHING IN ICELAND ?
Fjölnir Gymnastics, located in Reykjavík Iceland, is seeking TeamGym coaches for our athletes, both children and teenagers.
Our goal is to bring Fjölnir Gymnastics to the top level in Icelandic gymnastics and we are therefore eager to hire ambitious coaches that are conducive to that goal.
Do you meet our requirements?
• Education relevant to gymnastics coaching
• At least two year experience in coaching children/teenagers
• Ability to develop appropriate instructional programs
• Good communication and human relations skills
• A great interest in working with children/teenagers and inspiring them to achieve their goals
We offer a great opportunity for individuals who wants to get inspired by Iceland and it’s unpredictable nature as well as working as a part of ambitious team of gymnastic coaches. We offer competitive salaries and perquisite, great facilities and excellent team spirit! We need you from August 2019 and we can offer either full time or part time employment.
Please send applications and enquiries to the e-mail address hallakari@fjolnir.is. Also feel free to contact our director, Halla Kari Hjaltested, Tel: +354 661 6520.
Nýr opnunartími skrifstofu félagsins
Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.
Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.
Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.
Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is
Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.
Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla
Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.
Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.
Gefandi gripsins er forseti Íslands.
Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.
Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791. Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.
Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.
Kristinn með lágmark á HM 50
Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50. Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.
Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.
Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.
Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.
Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti
Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni
Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.
Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.
Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.
Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.
Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram
ÁFRAM FJÖLNIR!
Úrslitakeppnin
Meistaraflokkarnir okkar taka nú þátt úrslitakeppni 1.deildar. Strákarnir mæta spræku liði Hamars frá Hveragerði og stelpurnar heyja einvígi gegn Grindavík.
Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fjölmenna og styðja liðin okkar í baráttuni um sæti í Dominos deildinni.
Fjölnir - Hamar
- leikur, lau. 6.apríl kl. 18:00 - Dalhús - 108-82
- leikur, þri. 9.apríl kl. 19:15 - Hveragerði
- leikur, fös. 12.apríl kl. 19:15 - Dalhús
- leikur, mán. 15.apríl kl. 19:15 - Hveragerði*
- leikur, mið. 17.apríl kl. 19:15 - Dalhús*
*ef þörf verður á
Fjölnir - Grindavík
- leikur, mið. 3.apríl kl. 19:15 - Dalhús - 72-79
- leikur, sun. 7.apríl kl. 17:00 - Grindavík - 81-79
- leikur, mið. 10.apríl kl. 19:15 - Dalhús
- leikur, lau. 13.apríl kl. 17:00 - Grindavík*
- leikur, þri. 16.apríl kl. 19:15 - Dalhús*
*ef þörf verður á
Aðalfundur Fjölnis 2019
Aðalfundur Fjölnis fór fram í Egilshöllinni í gærkvöldi. Fundurinn var vel sóttur, en rúmlega 40 manns mættu. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti auk frumsýningar á nýrri heimasíðu félagsins. Mikil ánægja ríkir með hana og hlökkum við til að vinna með betri tæki og tól.
Jón Karl Ólafsson var kjörinn formaður félagsins.
Ein breyting varð á aðalstjórn félagsins frá síðasta kjöri en Sveinn Ingvarsson fer út og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir kemur inn í hans stað. Sveini eru þökkuð góð og vel unnin störf síðustu ár.
Aðalstjórn Fjölnis:
Elísa Kristmannsdóttir
Styrmir Freyr Böðvarsson
Ásta Björk Matthíasdóttir
Hreinn Ólafsson
Jósep Grímsson
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir
Jónas Gestur Jónasson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.
Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ kynnti hvað væri á döfinni á næstu árum og hvatti viðstadda til að mæta á Landsmótin.
Heiðrun félagsmanna, silfur- og gullmerki auk í fyrsta sinn heiðursfélagi Fjölnis.
Silfurmerki:
166. Þorgrímur H Guðmundsson – Frjálsar
167. Svavar Valur Svavarsson – Frjálsar
168. Snæbjörn Willemsson Verheul – Karate
169. Magnús Valur Willemsson Verheul – Karate
170. Arnar Páll Garðarsson – Knattspyrna
171. Viðar Karlsson – Knattspyrna
172. Guðfinnur Helgi Þorkelsson – Knattspyrna
173. Ester Alda Sæmundsóttir – Karfa
174. Halldór Steingrímsson – Karfa
175. Birgir Guðfinnsson – Karfa
176. Einar Hansberg Árnason – Karfa
177. Gunnar Jónatansson – Karfa
178. Sveinn Ingvarsson – Handbolti
179. Brynjar Loftsson – Handbolti
180. Ingvar Kristinn Guðmundsson – Handbolti
181. Guðlaug Björk Karlsdóttir – Karfa
182. Þórarinn Halldór Kristinsson – Sund
Gullmerki:
30. Jón Karl Ólafsson
Heiðursfélagi:
1. Guðmundur G. Kristinsson
2. Kári Jónsson
3. Birgir Gunnlaugsson
#FélagiðOkkar