Ungbarnasund

Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug

Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri í nokkur ár.  Fabio La Marca er íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari sem gengið hefur í hóp þjálfara Fjölnis og mun bjóða upp á námskeið á laugardagsmorgnum frá kl 10 til 12.  Námskeiðin verða 3 og eru þau skipt upp eftir aldri.  Fyrstu tvö námskeiðin eru fyrir börn 3 til 6 mánaða en síðan er eitt námskeið fyrir börn 6 til 12 mánaða.  Um tilraunaverkefni er að ræða og vonumst við til að nýorðnir foreldrar taki vel í þetta og stundi sund í sínu hverfi en mikil aðsókn hefur verið í þessi námskeið þar sem þau eru í boði.


Framhaldsaðalfundur 27.september

Boðað er til framhaldsaðalfundar þann 27.september.

Áður hefur verið boðað til þessa sama fundar nema viku fyrr. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur honum verið frestað um viku.


Fullorðinsfimleikar

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ?
Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF.
Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark.
Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.
Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst.

Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.
Allar upplýsingar eru að finna HÉR 


Haustmót 2018

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. Tuttugu keppendur frá Listskautadeild Bjarnarins tóku þátt á mótinu. Keppt var í 8 keppnisflokkum og átti Björninn keppendur í öllum flokkum. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði á mótinu. Úrslit flokkanna voru:

Intermediate Ladies

1. Eva Björg Halldórsdóttir SA

2. Hildur Hilmarsdóttir SB

3. Hugrún Anna Unnarsdóttir SA

Basic Novice

1. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA

2. Kristín Jökulsdóttir SR

3.  Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR

Intermediate Novice

1. Harpa Karin Hermannsdóttir SB

2. Valdís María Sigurðardóttir SB

3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR

Advanced Novice

1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR

2. Rebekka Rós Ómarsdóttir SR

3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir SB

Junior:

1. Viktoría Lind Björnsdóttir SR

2. Aldís Kara Bergsdóttir SA

3. Herdís Birna Hjaltalín SB

Senior:

1. Eva Dögg Sæmundsdóttir SB


Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.

Skráning fer fram á 1x2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1x2@fjolnir.is - einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar


Garpa- og skriðsundsnámskeið í Grafarvogslaug

Egló Ósk Gústafsdóttir verður þjálfari á skriðsundsnámskeiðunum og einnig mun hún þjálfa Garpasundið. Eygló Ósk er tvöfaldur Olympíufari, margfaldur Íslandsmeistari, Íslands- og norðurlandamethafi, hún var kjörin íþróttamaður ársins 2015.

Sjá tengil, Skriðsundsnámskeið fullorðna í Grafarvogslaug.


Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil.

Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista.

Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga

  • 7 ára og yngri byrjendur 17:00 til 17:45
  • 8 til 12 ára frá kl 17:45 til 18:30
  • 16 ára og eldri kl 20:30 til 21:30

Einnig verður boðið upp á námskeið í styrktarþjálfun og tímar í boði

  • kl 16:00 til 17:00 eða 20:30 til 21:30 á mánudögum og miðvikudögum, og
  • kl 16:00 til 17:00 eða kl 19:00 til 20:00 á föstudögum.

Mánudaga og miðvikudaga verður sameiginlegur tími kl 20:30 til 21.30 fyrir byrjendur 16 ára og eldri og styrktarþjálfun.

Skráníng í námskeið fer fram á https://fjolnir.felog.is.


Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018

Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.

Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.

Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.

Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)

Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.

Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í  Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.

 

Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót.  Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í  2 sæti í einliðaleik í  U16.

Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að  við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.

#FélagiðOkkar


30 ára afmælistreyja til sölu

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins.

Treyjan er fáanleg í öllum stærðum - einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla.

Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju.

Verð: 6.990 kr. (ekkert númer eða 88 á bakinu).
Verð: 7.490 kr. (með sérstöku númeri, t.d #4).

Tekið er við pöntunum á netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Sumarbúðum Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar lokið

Æfingabúðirnar í júní 2018 voru á vegum Skautafélags Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tvö félög hafa farið í samstarf með æfingabúðir og má með sanni segja að vel hafi tekist til. Góð þátttaka var frá skauturum beggja félaga á öllum stigum og skemmtileg stemming myndaðist milli iðkenda félaganna. Óhætt er að segja að mörg vináttusambönd hafi skapast og verður skemmtilegt fyrir iðkendurna að rækta vináttuna í framtíðinni.
Fyrstu vikuna sáu George Kenchadze, yfirþjálfari á Akureyri og Christina Phipps skautastjóri Bjarnarins um kennsluna ásamt gestaþjálfaranum Kevin Curtis sem kemur frá Bandaríkjunum. Gaman var fyrir iðkendurna að fá til sín utanaðkomandi þjálfara því slíkt eykur aðlögunarhæfni þeirra og gefur þeim aðra sýn inn í æfingarnar.
Í annarri og þriðju viku fór Kevin heim en í stað hans kom Gennady Kaskov, yfirþjálfari Bjarnarins auk Christinu og Georgs. Ásamt þeim kom að auki Adelina Sotnikova, en hún er Ólympíumeistari í listskautum frá Ólympíuleikunum í Sochi 2014. Það þarf ekki að tíunda hve mikill heiður það er að fá skautara á þessu kalíberi til að vinna með öllum skaututunum okkar enda urðu gífulegar framfarir í túlkun og öllum hreyfingun iðkendanna á ísnum svo ekki sé minnst á grunnskautum og framfarir í stökkum. Adelina hannaði prógröm fyrir skautarana og verður gaman að sjá hvernig þau taka sig út á ísnum í fyrstu keppni tímabilsins í september.
Mikill metnaður var lagður í afísþjálfun í þessum búðum enda er afísþjálfun jafn mikilvæg skauturum eins og ísþjálfun ef maður ætlar að ná árangri. Afísþjálfarar voru Íris og Arnór en að auki sá Sara Dís um danskennslu.
Það var einnig ákveðið að vera með fræðslufyrirlestra og í fyrstu vikunni sagði Indíana okkur allt um sjálfsímynd á samfélagsmiðlum. Í viku tvö kom Sif Garðars með fyrirlestur og verkefni tengt mataræði og í viku þrjú vorum við með fyrirlestur um íþróttasálfræði fyrir eldri stelpurnar.
Allar vikurnar var æft fyrir lokasýninguna sem var haldin á föstudagskvöldið 29. júní. Þemað var myndin The Greatest Showman. Upptöku af sýningunni má finna á Youtube.
Styrktaraðilar á þessum sumarbúðum voru: Krumma, Macron og Subway.