Nýr opnunartími skrifstofu félagsins

Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.

Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.

Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is

Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.


Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.


Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!


Úrslitakeppnin

Meistaraflokkarnir okkar taka nú þátt úrslitakeppni 1.deildar. Strákarnir mæta spræku liði Hamars frá Hveragerði og stelpurnar heyja einvígi gegn Grindavík.

Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fjölmenna og styðja liðin okkar í baráttuni um sæti í Dominos deildinni.

 

Fjölnir - Hamar

  1. leikur, lau. 6.apríl kl. 18:00 - Dalhús - 108-82
  2. leikur, þri. 9.apríl kl. 19:15 - Hveragerði
  3. leikur, fös. 12.apríl kl. 19:15 - Dalhús
  4. leikur, mán. 15.apríl kl. 19:15 - Hveragerði*
  5. leikur, mið. 17.apríl kl. 19:15 - Dalhús*

*ef þörf verður á

 

Fjölnir - Grindavík

  1. leikur, mið. 3.apríl kl. 19:15 - Dalhús - 72-79
  2. leikur, sun. 7.apríl kl. 17:00 - Grindavík - 81-79
  3. leikur, mið. 10.apríl kl. 19:15 - Dalhús
  4. leikur, lau. 13.apríl kl. 17:00 - Grindavík*
  5. leikur, þri. 16.apríl kl. 19:15 - Dalhús*

*ef þörf verður á


Markvert í mars

Fréttabréf deildarinnar má lesa með því að smella HÉR


Aðalfundur Fjölnis 2019

Aðalfundur Fjölnis fór fram í Egilshöllinni í gærkvöldi. Fundurinn var vel sóttur, en rúmlega 40 manns mættu. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti auk frumsýningar á nýrri heimasíðu félagsins. Mikil ánægja ríkir með hana og hlökkum við til að vinna með betri tæki og tól.

 

Ársskýrsla Fjölnis 2018

 

Jón Karl Ólafsson var kjörinn formaður félagsins.

 

Ein breyting varð á aðalstjórn félagsins frá síðasta kjöri en Sveinn Ingvarsson fer út og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir kemur inn í hans stað. Sveini eru þökkuð góð og vel unnin störf síðustu ár.

Aðalstjórn Fjölnis:

Elísa Kristmannsdóttir

Styrmir Freyr Böðvarsson

Ásta Björk Matthíasdóttir

Hreinn Ólafsson

Jósep Grímsson

Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir

 

Jónas Gestur Jónasson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

 

Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ kynnti hvað væri á döfinni á næstu árum og hvatti viðstadda til að mæta á Landsmótin.

 

Heiðrun félagsmanna, silfur- og gullmerki auk í fyrsta sinn heiðursfélagi Fjölnis.

Silfurmerki:

166. Þorgrímur H Guðmundsson – Frjálsar

167. Svavar Valur Svavarsson – Frjálsar

168. Snæbjörn Willemsson Verheul – Karate

169. Magnús Valur Willemsson Verheul – Karate

170. Arnar Páll Garðarsson – Knattspyrna

171. Viðar Karlsson – Knattspyrna

172. Guðfinnur Helgi Þorkelsson – Knattspyrna

173. Ester Alda Sæmundsóttir – Karfa

174. Halldór Steingrímsson – Karfa

175. Birgir Guðfinnsson – Karfa

176. Einar Hansberg Árnason – Karfa

177. Gunnar Jónatansson – Karfa

178. Sveinn Ingvarsson – Handbolti

179. Brynjar Loftsson – Handbolti

180. Ingvar Kristinn Guðmundsson – Handbolti

181. Guðlaug Björk Karlsdóttir – Karfa

182. Þórarinn Halldór Kristinsson – Sund

 

Gullmerki:

30. Jón Karl Ólafsson

 

Heiðursfélagi:

1. Guðmundur G. Kristinsson

2. Kári Jónsson

3. Birgir Gunnlaugsson

 

#FélagiðOkkar


Aðalfundur í kvöld

Minnum á aðalfund Fjölnis klukkan 18:30 í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Dagskrá
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Eins og undanfarin á verður skýrslan einungis aðgengileg hér á heimasíðunni.

Fjölnir ársskýrsla 2018


U18 ára landsliðið í 2.sæti

U18 landsliðið lenti í 2. sæti eftir frábæran leik gegn Mexíkó þar sem Ísland vann með fimm mörkum gegn engu og átti Viggó Hlynsson stoðsendingu í tveimur af mörkunum.
Á myndinni má sjá fulltrúa Fjölnis með silfrið um hálsinn og verðlaunagripinn.

Séð frá vinstri til hægri:
Viggó Hlynsson
Hermann Haukur Aspar
Stígur Hermannson Aspar
Alexander Medvedev
Mikael Skúli Atlason
Orri Grétar Valgeirsson

Flottir fulltrúar sem við eigum og eru hluti af landsliði sem við getum öll verið stolt af.

Áfram Ísland ...
... og auðvitað, áfram Fjölnir!


Fjölnir fagnar lengri helgaropnun

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.

 

Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.

 

Sjáumst í Grafarvogslaug!