Aðalfundur í kvöld
Minnum á aðalfund Fjölnis klukkan 18:30 í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.
Dagskrá
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
Eins og undanfarin á verður skýrslan einungis aðgengileg hér á heimasíðunni.
U18 ára landsliðið í 2.sæti
U18 landsliðið lenti í 2. sæti eftir frábæran leik gegn Mexíkó þar sem Ísland vann með fimm mörkum gegn engu og átti Viggó Hlynsson stoðsendingu í tveimur af mörkunum.
Á myndinni má sjá fulltrúa Fjölnis með silfrið um hálsinn og verðlaunagripinn.
Séð frá vinstri til hægri:
Viggó Hlynsson
Hermann Haukur Aspar
Stígur Hermannson Aspar
Alexander Medvedev
Mikael Skúli Atlason
Orri Grétar Valgeirsson
Flottir fulltrúar sem við eigum og eru hluti af landsliði sem við getum öll verið stolt af.
Áfram Ísland ...
... og auðvitað, áfram Fjölnir!
Fjölnir fagnar lengri helgaropnun
Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.
Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.
Sjáumst í Grafarvogslaug!
Íslandsmót innanhús í tennis
Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,
Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)
Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni
Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.
Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.
#FélagiðOkkar
Nýtt námskeið - Ungbarnasund
Ný námskeið í ungbarnasundi hefjast í Grafarvogslaug. Námskeiðin hefjast 6. apríl og eru til 8. júní.
Ungabarnasund er skemmtileg stund fyrir foreldra og börn þar sem lítið annað þarf til en sundfatnað og góða skapið.
Kennari er Fabio La Marca, íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari.
Kennt er á laugardögum og hefjast næstu námskeið þann 6.apríl og þeim lýkur 8. Júní(ekki verður kennt 13 og 20 Apríl)
3 - 7 mánaða klukkan 10:00 - 10:40 á laugardögum.
5 - 12 mánaða klukkan 10:50 - 11:30 á laugardögum.
Verð 17:500 kr. (8 skipti)
Nokkrir ávinningar ungbarnasunds:
• Eykur öryggi og sjálfstraust barnsins í vatni og viðheldur köfunarviðbragði þess
• Eykur líkamlegan og andlegan þroska barnsins
• Gefur foreldrum og börnum einstaka samverustund án truflunar
• Eykur styrk, samhæfingu og hreyfifærni barnsins
• Stuðlar að vellíðan barnsins
• Það er heldur betur gaman!
“Áhugi á ungbarnasundi byrjaði þegar ég fylgdist með nokkrum tímum í Háskólanum. Það var eftir að hafa farið í ungbarnasund með dóttur mína sem ég áttaði mig á hversu einstakt það er og að þetta vildi ég gera! Barnið fær tilfinningu fyrir vatninu en þar að auki er þetta dýrmæt og náin stund á milli foreldra og barns þar sem engin truflun á sér stað. Kennarinn fær að mynda sérstakt samband við börn og foreldra og sér þau þroskast á ferli námskeiðsins.”
Skráningar hér,
Þjálfarinn er Fabio og gefur hann frekari upplýsingar, ungbarnasundhjafabio@gmail.com og á skrifstofu félagsins skrifstofa@fjolnir.is sími 578-2700
Ókeypis páskanámskeið
Handboltadeildin ætlar að standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni í dymbilvikunni. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 15. - 17.apríl.
SKRÁNING: https://forms.gle/dMofDDFgQDyn2NP78
#FélagiðOkkar
Tvíhöfði í Dalhúsum
Fimmtudagurinn 28.mars!
Stuðningur áhorfenda hefur sjaldan skipt okkur jafn miklu máli og nú. Með sigrum ná bæði karla- og kvennalið að spila hreina úrslitaleiki um sæti í Dominos deildinni að ári.
Koma nú Fjölnisfólk úr öllum íþróttadeildum og hvetjum okkar lið.
kl. 18:00 Fjölnir - Vestri í karla
kl. 20:15 Fjölnir - Njarðvík í kvenna
#FélagiðOkkar
Páskamót Fjölnis
Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 24. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Alls tóku um 20 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Góð stemning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Landsbankanum.
Á myndinni er hópurinn ásamt þjálfurum.
Frestun á framhaldsaðalfundi
Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis frestast um hálfan mánuð og verður sem hér segir.
Miðvikudagurinn 9. apríl kl. 20:00
Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.
Dagskrá framhaldsaðalfundar :
c) Kjör formanns
Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
#FélagiðOkkar
Skrifstofa Fjölnis
Sigurður Ari á NM 2019
Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.
Meira um landslið Íslands hér:
#FélagiðOkkar