Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars
Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni.
Frábær dagskrá allt kvöldið:
-Ari Eldjárn verður með uppistand.
-Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins.
-Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki.
-Happdrætti og margt fleira.
-Maggi Hödd stýrir veislunni.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00
Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar).
Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is
#FélagiðOkkar
Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 23. mars
Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 23. mars í veislusalnum Veislusmára
(Sporhömrum 3, 112 Reykjavík)
Frábær dagskrá:
- Veislustjóri Maggi Hödd
- Ræðumaður kvöldsins
- Karen Björg uppistandari úr hópnum Bara Góðar
- Bragðgóðar veitingar
- Vörukynning frá Blush
- Happdrætti og margt fleira!
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00
Hægt er að kaupa bæði staka miða og heil borð (8 manna borð).
ATH miðasala fer mjög vel af stað og því mikilvægt að klára miðkaup sem fyrst.
Svona kaupið þið miða:
1) Fara inn á: https://fjolnir.felog.is/
2) Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í farsíma
3) Smella á texta hægra megin á síðu við nafnið sitt: Skráning í boði
4) Finna viðburðinn og ganga frá greiðslu
5) Kaupandi fær kvittun/staðfestingu senda á netfangi
#FélagiðOkkar
Karatemaður ársins
Undir lok árs útnefndum við karatefólk ársins 2018.
Karatemaður ársins: Baldur Sverrisson
Baldur hefur í gegnum langan feril í deildinni unnið ötullega og verið öðrum góð fyrirmynd. Það hefur svo sýnt sig í að hann er í dag vinsæll þjálfari yngri iðkenda og stuðningsmaður þeirra á mótum þar sem hann tekur jafnan að sér liðsstjórahlutverkið. En Baldur lauk fyrr á árinu 1. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari um árabil.
Baldur er einn Afreksiðkenda deildarinnar og hefur sýnt góðan árangur sem keppnismaður í greininni. Enda kemur hann að jafnaði heim með verðlaun þegar hann tekur þátt. Þannig náði hann 2. sæti í Kata á Reykjavík International Games, 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata. Og á Grand Prix mótaröðinni (3 mót) náði hann samanlagt 2. sæti í Kata og samanlagt 3. Sæti í Kumite.
Metnaður og Virðing eru þau gildi sem Baldur hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.
Á myndinni er Baldur ásamt Jóni Karli Ólafssyni formanni
Fjölnis.
Við eigum tvo flokka í úrslitum
Eins og körfuboltaáhugafólk veit þá er Geysis-bikarveisla í gangi þessa daganna og er að ná hámarki með úrslitaleikjum. Við eigum tvo öfluga flokka í úrslitum.
Í dag föstudaginn 15. febrúar kl. 20:15 höfum við titil að verja. A lið 10. flokks Fjölnis leikur þá til úrslita gegn Stjörnunni í Laugardalshöll.
Á sunnudaginn kemur 17.febrúar eigum við annað lið í úrslitum í Laugardalshöllinni, þegar drengjaflokkur mætir Stjörnumönnum kl. 16:50.
Fjölnismenn stöndum saman og sýnum hversu máttug við erum, mætum og hvetjum okkar menn til sigurs.
Áfram Fjölnir.
Þorrablót happdrætti
Búið er að draga í Þorrablóts happdrættinu.
Hér má sjá vinningaskránna.
Vinninga ber að vitja fyrir 30. apríl 2019.
Vinningar eru afhentir á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll á opnunartíma skrifstofu.
Upplýsingar um opnunartíma má finna hér.
Þökkum fyrir stuðninginn, kær kveðja Þorrablótsnefndin
Sara með mótsmet
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 9.-10. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára náði að komast fjórum sinnum á verðlaunapallinn sem er aldeilis vel af sér vikið. Hún sigraði í 600m hlaupi á tímanum 1:45,08 sem er persónulegt met hjá henni og setti mótsmet í greininni. Hún varð í öðru sæti í langstökki með stökk uppá 4,57m og varð einnig í öðru sæti í 60m grind á tímanum 10,10sek sem er persónulegt met hjá henni. Hún varð svo í þriðja sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,62sek. Þetta er frábær árangur hjá Söru en hún keppti í 6 greinum á mótinu.
Kjartan Óli Bjarnason 12 ára stóð sig líka vel á mótinu. Hann varð í þriðja sæti í langstökki með stökk uppá 4,19m sem er persónulegt met hjá honum. Hann bætti sig líka í 60m hlaupi þar sem hann varð þriðji í undanúrslitum en endaði svo í fjórða sæti á tímanum 9,22sek í úrslitahlaupinu. Var hann að bæta tímann sinn í 60m hlaupinu. Hann varð líka í fjórða sæti í 600m hlaupi á tímanum 1:56,85 og var einnig að setja persónulegt met þar.
Aðrir keppendur stóðu sig vel og margir settu persónuleg met.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Þrepamót og RIG
Nú er nýtt fimleikaár farið af stað af fullum krafti og nú þegar búin að vera haldin tvö þrepamót.
Í lok janúar var keppt í 5.þrepi stúlkna á þrepamóti 1, mótið var haldið Björk.
17 stúlkur frá Fjölni kepptu á mótinu og stóðu stóðu sig vel og voru flottir fullrúar félagsins.
Þrepamót 2 var svo haldið núna síðustu helgi samhliða RIG (Reykjavík International Games) mótið fór fram í Laugardalshöllinni og öll umgjörð í kringum mótið með besta móti.
Á þrepamótinu voru flottir strákar sem kepptu fyrir hönd Fjölnis í 5. og 4.þrepi og stúlkur í 4.þrepi.
Síðast en ekki síst átti Fjölnir svo þrjá fulltrúa á RIG og voru þau öll að keppa á sínu fyrsta stórmóti og erum við ótrúlega stolt af þeim og þeirra árangri.
Fimleikadeild Fjölnis mun svo halda Þrepamót 3 helgina 8.-10.febrúar. Á mótinu verður keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Fullt hús á TORG skákmóti Fjölnis
Það mættu 80 efnilegir skákkrakkar á öllum grunnskólaaldri á TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla á Skákdegi Íslands 2019. Tefldar voru sex umferðir og keppnin jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Verðlaunað var í þremur flokkum; eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki. Sigurvegarinn reyndist vera Kristján Dagur Jónsson TR sem hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Sara Sólveig Lis skákdeild Fjölnis sigraði í stúlknaflokki. Meðal efstu manna á mótinu voru Fjölnis strákarnir Joshua Davíðsson, Arnór Gunnlaugsson og Anton Breki Óskarsson, bekkjarbræður í Rimaskóla, allir með 5 vinninga.
Í upphafi mótsins ávarpaði borgarfulltrúinn og Grafravogsbúinn Valgerður Sigurðardóttir keppendur og lýsti ánægju sinni með hið öfluga skákstarf Fjölnis og sagðist stolt af því að fá að leika fyrsta leikinn á þessu glæsilega skákmóti. Valgerður lék síðan fyrsta leikinn fyrir hina bráðefnilegu Emilíu Emblu Baldvins-og Berglindardóttur sem er aðeins 6 ára gömul, nemandi í Rimaskóla, og var í afrekshópi Omar Salama á Laufásborg sl. vetur.
Í skákhléi var boðið upp á góðar veitingar frá Hagkaup og Emmess ís. Gífurlegt verðlaunaflóð skall á að loknu móti, alls 43 talsins. Hagkaup, Pizzan, Emmess, Disney-klúbburinn og fyrirtækin Bókabúðin, Blómabúðin,CoCo´s og Smíðabær við Hverafold gáfu vinningana sem voru flottir og fjölbreyttir. Fjölmargir foreldrar fylgdust með af áhuga, fengu sér kaffi og kökur og gátu haft það huggulegt í félagsmiðstöðinni.
Byrjendanámskeið í Tennis
Byrjendanámskeið í Tennis fyrir börn 10-13 ára. Skráning er hafin á heimasíðu félagsins https://fjolnir.felog.is
Laugardagar, klukkan 16:30 – 17:30 – frá 26. jan til 25.
Pepsi-deildar könnun
Kæri félagsmaður Fjölnis,
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að ráðast í rannsókn á upplifun áhorfenda Pepsi-deildar karla og kvenna. Kannað verður hvað gengur vel og hvað megi betur fara til að komast að því hvernig megi bæta upplifun áhorfenda.
Könnunin er nafnlaus og svör verða ekki rakin til einstaklinga. Þátttaka tekur um 5-7 mínútur.
Í könnuninni er farið með öll svör sem trúnaðarmál. Zenter rannsóknir sér um alla gagnavinnslu og tryggir að aldrei sé hægt að rekja svör niður á einstaklinga.
Til að taka þátt, vinsamlega afritaðu og límdu eftirfarandi hlekk í þinn netvafra: https://www.snapsurveys.com/wh/s.asp?k=154686693260
Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við Atla hjá Zenter með því að senda tölvupóst á atli@zenter.is eða í síma 511-3900.