Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Ármannsheimilinu að Laugarbóli. Keppendur frá Fjölni voru þau Katrín S. Vilhjálmsdóttir, Leóna Sara Pálsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson. Þau kepptu öll í 1.þrepi íslenska fimleikastigans. Leóna Sara og Sigurður Ari gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í fjölþraut og urðu þar með Íslandsmeistarar í 1.þrepi í kvk og kk flokki.

Við óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur og erum við afar stolt af þeim.

#FélagiðOkkar