Þrepamót 4. - 5. þrep

Helgina 2. og 3. nóvember fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi kk og kvk. Mótið fór fram í Ármanni og var Fjölnishópurinn stór og glæsilegur sem tók þátt í mótinu. Keppt var eftir nýju fyrirkomulagi Fimleikasambandsins þar sem eingöngu er keppt  til þess að ná þrepi. Þeir keppendur sem náðu þrepi fengu viðurkenningu og færast því upp þrep. Keppendur frá Fjölni stóðu sig mjög vel á mótinu og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram á næstu mótum.

Keppendur sem náðu þrepi:

5.þrep
Helga Sólrún Bjarkadóttir
Sigrún Erla Baldursdóttir

4.þrep
Alexandra Sól Bolladóttir

Hægt er að skoða úrslit frá mótinu hér


Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.

Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins

 

Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri

3.þrep KVK 12 ára og eldri

3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir

1.þrep KK

1.sæti-  Sigurður Ari Stefánsson

Unglingaflokkur KK

2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson

3.sæti - Elio Mar Rebora

 

 

HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu


Fundabókanir á einum stað

Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem voru bókaðir í gegnum arnor@fjolnir.is eru komnir í dagatalið.

Undir „fundabókanir“ á heimasíðunni er nú auðvelt að bóka fundi í Egilshöll.

  1. Smella á dagatalið
  2. Skrifa í titil t.d. „fundur“, „stjórnarfundur“, „videofundur“ etc.
  3. Velja dagsetningu og tíma
  4. Velja fundarherbergi, „Vogurinn“ eða „Miðjan“
  5. Skrifa hver pantar „nafn deildar – ábyrgðaraðili“
  6. Smella á save

Einnig er hægt að deila fundarboðinu í gegnum ýmsa miðla.

Allar frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.


Kvennaleikir helgarinnar

Nú um helgina fóru fram annar og þriðji leikur í hertz deild kvenna í íshokkí. Reykjavík tók á móti SA í Egilshöll.

Reykjavíkurstelpurnar skörtuðu stórglæsilegum nýjum búningum, voru þeir frumsýndir með athöfn á Laugardagskvöldinu (sjá myndband).

Reykjavík vann fyrsta leik deildarinnar og komu þær einbeittar til leiks í leikjunum tveim.

Leikur 2 í deildinni byrjaði hratt en SA skoraði fyrsta markið eftir eina mínútu og 23 sek. Þær bættu svo við öðru marki þegar 11 min og 48 sek voru liðnar af leiknum. Á fyrstu mínútu annars leikhluta meiddist leikmaður 25 Í Reykjavík (Elín Darko Alexdóttir) og þurfti að kalla eftir læknisaðstoð, hún kom því ekki meira inn á svellið um helgina. Þegar 13 min og 30 sek voru liðnar af öðrum leikhluta bættist við annað mark frá SA og staðan því orðin 3-0. 36 sek eftir það skoruðu Reykjavík sitt fyrsta mark í leiknum, markið skoraði Alda Arnarsdóttir (nr. 57) með stoðsendingu frá Laura Ann Murphy (nr.13). SA bætti við 4 markinu undir lok annars leikhluta, staðan orðin SA 4- Reykjavík 1. Þegar rúmar tvær mín voru liðnar af þriða leikhluta skoraði SA 5 markið, stuttu eftir það komu Reykjavíkurstelpurnar með sitt annað mark. Markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr.5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttir (nr 83). SA bætti við tveim mörkum í viðbót áður en leiknum lauk. Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr 36) stóð í Reykjavíkurmarkinu allann leikinn og varði 34 skot af 41. Reykjavík átti 31 skot á mark SA í leiknum.

Lokastaða Reykjavík 2- SA 7

Þriðji leikurinn í deildinni fór svo fram á sunnudasmorguninn. Reykjavíkurstelpurnar komu ákveðnar inn í leikinn og ekki var hægt að sjá að leikur gærdagsins væri að hafa áhrif á þær.

SA skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum í fyrsta leikhluta. Reykjavík skoraði fyrsta mark annars leikhluta, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingu frá Lauru Ann Murphy (nr.13). SA liðið svaraði fljótt fyrir sig og kom með sitt þriðja mark minna en mínútu seinna. Þær skoruðu svo 4 mark sitt 5 min eftir það. Reykjavík skoraði sitt annað mark þegar 15 min og 36 sek voru búnar af öðrum leikhluta í powerplay, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingum frá Lauru Ann Murphy (nr.13) og Steinunni Sigurgeisdóttur (nr. 10) SA bætti við 2 mörkum í þriðja leikhluta, Reykjavík var þó ekki hætt, þriðja mark þeirra kom þegar rétt rúmar 1 og hálf min voru eftir af leiknum, markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr. 5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttur (nr.83). Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr. 36) stóð í marki Reykjavíkur allann leikinn og varði 26 af 32 skotum. Reykjavík átti 29 skot á mark SA.

Lokastaða Reykjavík 3- SA 6

Stelpurnar í Reykjavík stóðu sig með prýði og börðust frá fyrstu mínútum til leiksloka. Þær áttu mörg góð tækifæri í leikjunum tveim sem endurspeglast ekki í lokaniðurstöðum leikjanna.

Mikil uppbygging hefur verið í kvennahokkí í Reykjavík að undanförnu og margar í liðinu að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.

Miðað við ákveðni, elju og leikgleði sem lið Reykjavíkur sýndi um helgina er ljóst að framtíðin er björt og gaman verður að halda áfram að fylgjast með hörku keppni í deildinni þennann veturinn.

Greinahöfundur: Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Myndir: Kristján Valdimar Þórmarsson


Kvennahokkí veisla um helgina

Um helgina verður sannkölluð kvennahokkí veisla. En stelpurnar í Reykjavík taka á móti stelpunum í SA í svo kölluðum double-header. Fyrri leikurinn verður á laugardaginn kl. 18.50 og seinni á sunnudaginn kl. 9.30

pssst heyrst hefur að nýjar treyjur verði afhjúpaðar fyrir Reykjavíkurliðið


Úrslit Kristalsmóts 2019

Síðasta laugardag var Kristalsmótið haldið á skautasvellinu í Egilshöllinni. Alls tóku 52 keppendur þátt í 12 keppnisflokkum á mótinu. Veitt voru þátttökuviðurkenningar fyrir hópa 8 og 10 ára og yngri. Úrslit í öðrum flokkum voru: 

12 ára og yngri: 

  1. Ágústa Ólafsdóttir - SR 
  2. Íris María Ragnarsdóttir - Fjölni 
  3. Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir - SA 

 

15 ára og yngri: 

  1. Thelma Rós Gísladóttir - SR 
  2. Bryndís Bjarkadóttir - SR 
  3. Emilía Dögg Stefánsdóttir Steed - SR 

 

17 ára og yngri: 

  1. Vigdís Björg Einarsdóttir - Fjölni 
  2. Ylfa Rán Hjaltadóttir - Fjölni 

 

Level 1 11 ára og yngri: 

  1. Hulda Björk Geirdal Helgadóttir - Öspin 

 

Level 1 16-21 árs: 

  1. Gunnhildur Brynja Bergsdóttir - Öspin 
  2. Anika Rós Árnadóttir - Öspin 

 

Level 2 16-21 árs: 

  1. Nína Margrét Ingimarsdóttir - Öspin
  2. Gabríela Kamí Árnadóttir - Öspin 

 

Level 2 12-15 ára: 

  1. Sóldís Sara Haraldsdóttir - Öspin 

 

Level 2 22 ára og eldri: 

  1. Þórdís Erlingsdóttir - Öspin 

 

Par Level 1: 

  1. Gabríella Kami Árnadóttir og Nína Margrét Ingimarsdóttir - Öspin 

 

2


Fjölnismessa næstkomandi sunnudag

Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!

Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.

Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.

Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista.  Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.

 

Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.

Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.


Frítt dómaranámskeið 23. október

Jón Bender mun halda dómaranámskeið fyrir Fjölnisfólk í Dalhúsum 23. október kl. 19:30 – öllum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er opið öllum foreldrum og áhugafólki um körfubolta í Fjölni, sem og iðkendum sem eru í 9. flokki eða ofar.

Jón Bender er körfuboltafólki kunnugur en hann hefur dæmt körfubolta í fjöldamörg ár og situr núna sem formaður Dómaranefndar, og hefur gert undanfarin ár. Það er því um hágæða körfuknattleiksvitneskju að ræða hérna.

Við hvetjum alla foreldra sem vilja kynna sér leikinn frekar að kíkja upp í Dalhús, sem og alla iðkendur (9. flokk og eldri) sem vilja gera aðeins meira til að bæta sig í íþróttinni.

Það eru ekki mörg frí námskeið, af þessum mælikvarða, sem hægt er að sækja til að efla sig og bæta við sig þekkingu. Þetta er námskeið sem allir ættu að skrifa á dagatalið sitt.

Viðburðinn má finna á Facebook hérna.


Dagskrá og keppnisröð Kristalsmóts

Kristalsmótið verður haldið á skautasvellinu í Egilshöll laugardaginn 19. október frá kl. 7:20-13:40.

Hér má sjá dagskrá og keppnisröð mótsins.


Sjálfboðaliðinn

Hvað er körfuboltalið án leikmanna?
Frekar augljóst svarið; það væri náttúrulega ekkert lið. Kjánaleg spurning í raun.

En hvað er körfuboltadeild án sjálfboðaliða?
Það er aftur á móti spurning sem ekkert alltof margir gera sér grein fyrir vægi svarsins. Ef ekki væri fyrir fólkið sem gefur deildinni þessa nokkra auka klukkutíma á viku, sem annars færu í Netflix, símann eða annan dauðan tíma, þá væri lítið sem ekkert starf á lífi.

Það er þessu fólki að þakka að áhorfandinn fái sem bestu upplifunina á leikjum, þeim að þakka að bestu leikmenn landsins sæki í að koma til liðs við klúbbinn vegna hve allt gengur smurt, þeim að þakka að foreldrar vilja halda barninu sínu í íþróttinni því það er alltaf fundin lausn á málunum.

Þetta fólk er í raun mikilvægustu hlekkirnir í fjölbreyttu starfi körfuboltadeildarinnar og biðja aldrei um viðurkenningu eða laun fyrir starfið sitt. Þau passa að við fáum strax myndir á netið frá leik dagsins, sjá til þess að það sé heitt á könnunni á hverjum viðburði sem áhorfandinn mætir á, sjá til þess að allt skipulag á fjölliðamótum gangi smurlaust fyrir sig, sjá til þess að aðstandendur lengra frá geti horft á leikina beint í gegnum netið, sem sjá til þess að ráða bestu þjálfarana fyrir börnin okkar.

Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðann þá væri ekkert körfuboltastarf, og þá eigum við ekkert lið í Domino’s deildinni eða blómlegt yngri flokka starf sem hægt er að státa sig af.

Tveir klukkutímar á viku hljóma kannski ekki eins og langur tími fyrir venjulega manneskju, en fyrir körfuboltadeildina eru það dýrmætir tveir tímar uppá að allir sem koma að starfinu, eða viðburðinum, beint eða óbeint, njóta góðs af. Við eigum öll til að mikla fyrir okkur verkefni sem eru fyrir framan okkur. Byrja að mæta í ræktina eftir pásu, taka til í geymslunni, mála pallinn, eða byrja heimildarvinnu fyrir ritgerðina, en lykillinn er eins og í öllu að rífa sig bara af stað.

Hér með er þá áskorun, á þig sem lest þetta, að taka bara af skarið og verða hluti af mikilvægasta hlekknum í körfuboltadeildinni. Svo skemmir ekki fyrir hvað þetta er góður félagsskapur.

Sendu tölvupóst, eða hafðu samband í gegnum Facebook síðu okkar. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Áfram Fjölnir – alltaf, allstaðar.