Nú um helgina fóru fram annar og þriðji leikur í hertz deild kvenna í íshokkí. Reykjavík tók á móti SA í Egilshöll.

Reykjavíkurstelpurnar skörtuðu stórglæsilegum nýjum búningum, voru þeir frumsýndir með athöfn á Laugardagskvöldinu (sjá myndband).

Reykjavík vann fyrsta leik deildarinnar og komu þær einbeittar til leiks í leikjunum tveim.

Leikur 2 í deildinni byrjaði hratt en SA skoraði fyrsta markið eftir eina mínútu og 23 sek. Þær bættu svo við öðru marki þegar 11 min og 48 sek voru liðnar af leiknum. Á fyrstu mínútu annars leikhluta meiddist leikmaður 25 Í Reykjavík (Elín Darko Alexdóttir) og þurfti að kalla eftir læknisaðstoð, hún kom því ekki meira inn á svellið um helgina. Þegar 13 min og 30 sek voru liðnar af öðrum leikhluta bættist við annað mark frá SA og staðan því orðin 3-0. 36 sek eftir það skoruðu Reykjavík sitt fyrsta mark í leiknum, markið skoraði Alda Arnarsdóttir (nr. 57) með stoðsendingu frá Laura Ann Murphy (nr.13). SA bætti við 4 markinu undir lok annars leikhluta, staðan orðin SA 4- Reykjavík 1. Þegar rúmar tvær mín voru liðnar af þriða leikhluta skoraði SA 5 markið, stuttu eftir það komu Reykjavíkurstelpurnar með sitt annað mark. Markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr.5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttir (nr 83). SA bætti við tveim mörkum í viðbót áður en leiknum lauk. Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr 36) stóð í Reykjavíkurmarkinu allann leikinn og varði 34 skot af 41. Reykjavík átti 31 skot á mark SA í leiknum.

Lokastaða Reykjavík 2- SA 7

Þriðji leikurinn í deildinni fór svo fram á sunnudasmorguninn. Reykjavíkurstelpurnar komu ákveðnar inn í leikinn og ekki var hægt að sjá að leikur gærdagsins væri að hafa áhrif á þær.

SA skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum í fyrsta leikhluta. Reykjavík skoraði fyrsta mark annars leikhluta, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingu frá Lauru Ann Murphy (nr.13). SA liðið svaraði fljótt fyrir sig og kom með sitt þriðja mark minna en mínútu seinna. Þær skoruðu svo 4 mark sitt 5 min eftir það. Reykjavík skoraði sitt annað mark þegar 15 min og 36 sek voru búnar af öðrum leikhluta í powerplay, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingum frá Lauru Ann Murphy (nr.13) og Steinunni Sigurgeisdóttur (nr. 10) SA bætti við 2 mörkum í þriðja leikhluta, Reykjavík var þó ekki hætt, þriðja mark þeirra kom þegar rétt rúmar 1 og hálf min voru eftir af leiknum, markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr. 5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttur (nr.83). Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr. 36) stóð í marki Reykjavíkur allann leikinn og varði 26 af 32 skotum. Reykjavík átti 29 skot á mark SA.

Lokastaða Reykjavík 3- SA 6

Stelpurnar í Reykjavík stóðu sig með prýði og börðust frá fyrstu mínútum til leiksloka. Þær áttu mörg góð tækifæri í leikjunum tveim sem endurspeglast ekki í lokaniðurstöðum leikjanna.

Mikil uppbygging hefur verið í kvennahokkí í Reykjavík að undanförnu og margar í liðinu að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.

Miðað við ákveðni, elju og leikgleði sem lið Reykjavíkur sýndi um helgina er ljóst að framtíðin er björt og gaman verður að halda áfram að fylgjast með hörku keppni í deildinni þennann veturinn.

Greinahöfundur: Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Myndir: Kristján Valdimar Þórmarsson