Fjölnismessa næstkomandi sunnudag
Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!
Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.
Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.
Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.
Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista. Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.
Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.
Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.
Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.