Vinningaskrá happdrættis
Búið er að draga í happdrætti Októberfest Fjölnis.
Vinningaskrá má nálgast HÉR og einnig með því að smella á myndirnar.
Vinninga skal vitja í síðasta lagi 31.október 2019.
#FélagiðOkkar
Happdrætti á Októberfest
Happdrættimiðar verða til sölu í matnum á Októberfest. Einnig gefst fólki tækifæri á að kaupa happdrættismiða í gegnum netfangið arnor@fjolnir.is.
Við drögum út mánudaginn 30.september.
- Aðeins dregið úr seldum miðum
- 1.500 miðar í boði
1 miði = 1.000 kr
5 miðar = 5.000 kr
10 miðar = 8.000 kr
Vinningaskrá má nálgast HÉR
Skráning á Kristalsmótið
Kristalsmótið verður haldið á skautasvellinu í Egilshöll helgina 19. - 20. október. Skráningu á mótið lýkur þann 11. október en allar upplýsingar um mótið má finna í mótstilkynningunni.
Sambíómótið 2019
Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.
Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2008 og síðar. Á síðasta ári mættu um 700 þátttakendur frá öllu landinu ásamt fjölskyldum sínum, liðsstjórum og þjálfurum.
Mótið fer fram fyrstu helgina í nóvember líkt og síðustu ár, þ.e. helgina 2. – 3. nóvember 2019.
Mótið er frábær fjölskylduskemmtun þar sem m.a. er boðið upp á fullt af körfubolta, bíó, sund, hrekkjavökustemmingu, andlitsmálun og ruslapokabúningagerð fyrir blysför og kvöldvöku, gistingu, mat, pizzuveislu og verðlaun.
Allir þátttakendur fara heim með veglegan Spalding körfubolta.
Að venju verður ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum.
Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka.
Skráningu lýkur 19. október, og allar nánari upplýsingar má finna inná heimasíðu mótsins HÉR.

Meistaraflokkur kvenna spilar æfingaleiki
Fjölnir spilaði fyrsta æfingaleik tímabilsins á móti Breiðablik 12. september. Breiðablik spilar í Domino’s deildinni í vetur og var að spila sinn þriðja æfingaleik, svo vitað var að verkefnið yrði verðugt. Það var stress í okkar stelpum fyrir leikinn, enda liðið ennþá að slípast saman og stöllurnar Andrea og Elfa að komast aftur í gírinn eftir að hafa ekki spilað körfubolta í meira en ár. Fjölniskonur voru því miður áhorfendur á báðum endum vallarins í byrjun leiks en töluvert meiri reynsla Breiðabliks skilaði þeim í frábærri skotnýtingu, og endaði bandarískur leikmaður þeirra með 35 stig. Fjölnisstelpur áttu ágætis kafla inn á milli, og sjá mátti að þær voru allt en sáttar með lokaniðurstöðu leiksins, en alltaf má taka eitthvað úr stórum æfingaleikjum sem þessum. Því miður var engin tölfræði tekin í þessum leik.
Næsti æfingaleikur liðsins var á móti Hamri, þann 19. september og fór sá leikur mikið betur en sá fyrri. Augljóst var frá fyrstu mínútu að stelpurnar höfðu harma að hefna, og vildu sýna hvað í þeim býr. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu mjög sterkt og komust í smá forystu í upphafi leiks. Okkar konur voru þó aldrei langt undan, og eftir slæma byrjun komst Fjölnir yfir fyrir lok 1. leikhluta. Í öðrum leikhluta var sett í fluggírinn og stelpurnar komnar í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleikinn. Þegar svo 3. leikhluta lauk voru heimakonur komnar í góða 30 stiga forystu, eftir að hafa náð að loka algjörlega á Hamar með þéttum varnarleik. Hamarskonur bitu frá sér í síðasta leikhlutanum, og unnu þann leikhluta, en það var líkt og Fjölnir hefðu hætt að spila saman og nokkrir tapaðir boltar gerðu það að verkum að Hamar nýtti tækifærið. Leikurinn endaði 78-59 fyrir Fjölni. Atkvæðamestar voru Fanney með 22 stig og 4 stoðsendingar, Heiða Hlín með 19 stig og 4 fráköst og Fanndís María með 10 stig of 6 fráköst.
Næsti æfingaleikur liðsins, og jafnframt sá síðasti, er annað kvöld, 24. september, á móti Njarðvík suður með sjó.

Fjölnisjaxlinn 2019
23/09/2019Knattspyrna,Sund,Frjálsar,Félagið okkar
Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!
Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”
https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/
Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.
Myndir frá jaxlinum má sjá hér.
Frábærum sumarlestri lokið
Sumarlestrarátak Fjölnis vakti mikla lukku meðal gesta Borgarbókasafnsins í Spöng í sumar, en þetta er annað árið sem Fjölnir stendur fyrir þessu átakinu. Átakið gengur út á að minna börn og fullorðna um mikilvægi lesturs og að gleyma ekki að viðhalda lestrarfærni yfir sumartímann.
„Ég hef setið ófáa fundi sem formaður Foreldrafélags Kelduskóla með skólastjórum og kennurum þar sem fjallað hefur verið um hve mikið lestrar færnidettur niður á sumrin. Mér fannst því tilvalið að nýta starf mitt í þágu barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis til að minna á mikilvægi lesturs á sumrin“ segir Sævar Reykjalín í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis.
Fjölnisfólk úr ýmsu greinum valdi sínar uppáhaldsbækur og var þeim í framhaldi stillt upp í sérstökum standi í Borgarbókasafninu í Spöng.
„Við urðum greinilega vör við áhuga og að gestir skoðuðu útstillinguna á bókunum og það sem sagt var um Fjölnisfólkið. Sérstaklega vakti þetta athygli hjá börnum og gaman hvað þau voru ánægð að sjá þjálfarann sinn eða leikmann sem þau voru hrifin af og varð það oft tilefni til smá spjalls þeirra á milli um bækurnar, íþróttirnar, Fjölni og fleira“ segir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Spöng og Árbæ.
„Okkur starfsfólkinu þykir mjög gaman að geta tekið þátt í þessu og láta safnið þannig tengjast betur hverfinu og íbúum þess“
Fjölnir vill þakka öllum þeim sem komu að og tóku þátt í þessu átaki kærlega fyrir og það er alveg öruggt að þetta verður endurtekið á næsta ári.
#FélagiðOkkar

Smáþjóðaleikarnir í karate um helgina
13/09/2019Karate
Um helgina verða Smáþjóðaleikarnir í Karate þar sem 340 iðkendur mæta til leiks. Næstum 100 íslenskum iðkendum gefst færi á að keppa og eigum við Fjölnisfólk 4 þátttakendur. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að koma og styðja við bakið á okkar fólki.
Toppslagur á EXTRA vellinum
TOPPSLAGUR Á EXTRA VELLINUM!
Á laugardaginn getur #FélagiðOkkar tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni.
Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í baráttunni

Fjölnisjaxlinn 2019
06/09/2019Knattspyrna,Sund,Frjálsar,Félagið okkar
Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?
Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.
Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link
Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link
#FélagiðOkkar
