Tennisnámskeið og æfingar Fjölnis og Þróttar á tennisvöllum Þróttar í Laugardal sumarið 2020

FJÖLNIR OG ÞRÓTTUR  halda tennisnámskeið og æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna í sumar. Allir velkomnir. Yfirþjálfari er: Carola Frank

Carola Frank er doktor í hreyfifræði (Movement Analysis and Motor Development) og með meistarapróf í sérkennslu í íþróttafræði. Hún keppti í Brasilíu þegar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskóla tennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Þriðjudaga og miðvikudaga frá 1.-14. júní og mánudaga og miðvikudaga frá 15. júní – 14. ágúst.

Tuesday and Wednesdays from June 1st to 14th and Mondays and Wednesdays from June 15th to August 14th  

16:30 - 17:30 - Advanced young competition players

17:30 - 18:30 - Intermmediate and advanced players

 

Mánudaga og miðvikudaga frá 1. júlí til 10. ágúst.

Mondays and Wednesdays from July 1st to August 10th.

18:30 to 19:30 6-week Beginner adult course

 

The following costs apply for Summer practices:

 

1 x week - 1 month: 13.000 kr.

2 x week - 1 month: 24.000 kr.

 

1 x week - 2 months: 24.000 kr.

2 x week - 2 months: 32.000 kr

 

1 x week - 2,5 months (until August 14th): 32.000 kr

2 x week - 2,5 months (until August 14th): 40.000 kr

Beginner Adult Course: 26.000 kr

 

Þrek einkaþjálfun/conditioning personal training practice for competition players – scheduled twice a month on an individual basis with coach Alana Elín:

Fjölnir/þróttur players: 9,000 kr for entire Summer           Other club players: 12,000 for entire Summer

NO-SHOWS in personal training conditioning are charged the actual value of the session (i.e: 6000 kr). Cancellations must be done with a minimum of 24-hour advance notice.

 

Þjálfari metur hvaða hópur hentar hverjum og einum.
Einnig er hægt að fá tennis einkaþjálfun á öðrum tímum.

Skráning og fyrirspurnir: brazilian_2001@hotmail.com eða skrifstofa Fjölnis - skrifstofa@fjolnir.is – 578-2700

 

Þeir sem sækja námskeið fá 50% afslátt af árgjaldi tennisdeildar Þróttar, sem veitir aðgang að völlum Þróttar í Laugardalnum. Upplýsingar um tennisdeild Þróttar veitir Bragi Leifur Hauksson, bragihauksson@gmail.com, s. 864-2273.

Þess verður gætt að fylgja fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sótttvarnarlæknis!


Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Vinnum saman – Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsí Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar.

Stuðningsmönnum Fjölnis stendur til boða að kaupa sérstaka áskrift af Stöð 2 Sport Ísland, á 3.990 á mánuði með bindingu til 1. desember, en með því að kaupa áskriftina ertu um leið að styrkja félagið sem telst afar kjærkomið á tímum sem þessum.

Meðal efnis sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport Ísland á því tímabili er að óbreyttu eftirfarandi:

Pepsí Max deildin (kk og kvk)
Mjólkurbikar (kk og kvk)
Þjóðadeildin
Umspil fyrir EM 2021 karla
Undankeppni EM 2022 kvenna
Olís deildin í handbolta (kk og kvk)
Domino’s deildin í körfubolta (kk og kvk)

Tryggðu þér áskrift hér


ÍBR styrkir sundfólk Fjölnis

ÍBR hefur veit Kristni Þórarinssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur styrk upp á 100.000 kr-. hvort, við óskum þeim til hamingju með þetta.

 

Kristinn Þórarinsson

Eygló Ósk Gústafsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja
Stjórn Sundeildar Fjölnis


Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Beggi hefur ákveðið í samráði við stjórn og þjálfara að leggja skóna á hilluna og mun þar af leiðandi ekki leika með Fjölnisliðinu í sumar. Ástæða þess er að neistinn og ánægjan vegna fótboltans er ekki lengur til staðar hjá honum og því getur hann ekki gefið sig af heilum hug í verkefnið.

„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu. Vegna anna og ástríðu við sálfræðina, fyrirlestrana og námskeiðanna sé ég mig því miður ekki geta gefið Fjölni mitt allra besta. Það væri því óheiðarlegt við sjálfan mig og Fjölni í heild sinni að halda áfram. Ég vil þakka Fjölni fyrir að móta mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt það sem klúbburinn hefur gert fyrir mig. Ég er stoltur Fjölnismaður og verð það um ókomna tíð. Þið sjáið mig grjótharðan á pöllunum í sumar. Takk fyrir mig.“

Þetta eru auðvitað óvænt tíðindi en Beggi á að baki 166 leiki fyrir Fjölni og hefur verið fyrirliði liðsins. Knattspyrnudeildin þakkar Begga fyrir allt sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa leikmannahópinn fyrir komandi átök en framundan er spennandi tímabil í Pepsi Max deildinni.

#FélagiðOkkar

Undirritað,

-Knattspyrnudeild Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson


Vorhreingerning í Dalhúsum

Kæra Fjölnisfólk,

Núna á laugardaginn ætlum við að láta hendur standa frammúr ermum og gera svæðið okkar í Dalhúsum fínt og klárt fyrir sumarið – við byrjum kl. 10.

1) Gott er að taka með sér þessi helstu verkfæri t.d. skóflur, tuskur, strákústa, arfasköfu og plokkara. Það verða svartir ruslapokar á staðnum.

2) FJÖLNISFLÖSKUR – til að slá tvær flugur í einu höggi þá býðst félagið til að taka við flöskum og dósum frá Grafarvogsbúum og fara með í endurvinnsluna. Við hvetjum fólk til að tæma bílskúrinn og geymsluna hjá sér og koma með flöskurnar í Dalhús á laugardaginn og styrkja þannig félagið.

Fyrir harðduglega sjálfboðaliða verður svo boðið upp á grillaðar pulsur og gos upp úr kl. 12:30 🌭🥤

Munum einnig vitanlega virða 2 metra regluna eins og kostur er.

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn svo hægt sé að áætla fjölda:

Vorhreingerning í Dalhúsum

Hlökkum til að sjá ykkur! 😊

#FélagiðOkkar


Nýr yfirþjálfari keppnishópa

Í byrjun ágúst mun Lorelei Murphy taka við stöðu yfirþjálfara keppnisflokkanna okkar. Lorelei kemur frá Kanada. Hún hefur langa og víðtæka reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað skautara á öllum aldri og öllum getustigum. Hún hefur þjálfað skautara í Kanada, Svíþjóð, Danmörku, Nýja Sjálandi, Írlandi, Hong Kong og Singapore. Lorelei er nokkrum iðkendum okkar kunn en hún hefur þjálfað hjá listhlaupadeildinni áður, bæði var hún hjá okkur veturinn 2009/2010 en einnig hefur hún komið hingað sem gestaþjálfari, síðast vorið 2018. Við bjóðum Lorelei velkomna til starfa hjá okkur.


Æfingar hefjast að nýju í handboltanum

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast aftur í dag eftir langt hlé. Tímataflan fyrir maí-mánuð er örlítið breytt þeirri sem var í vetur.

Við hvetjum alla krakka til að mæta, þjálfararnir taka vel á móti þeim.

Áfram Fjölnir!


Anna Karen Jónsdóttir kemur frá Noregi

Anna Karen Jónsdóttir kemur til félagsins frá Noregi

Meistaraflokksráð kvenna í Fjölni/Fylki heldur áfram að styrkja liðið. Anna Karen Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún kemur frá norska liðinu Fjellhammer IL.

Anna Karen er gríðarlega öflug skytta sem kemur til með að styrkja liðið í vörn og sókn. Hún er er hluti af mjög sterkum 2001 árgangi í Fjellhammer IL sem hefur spilað í Lerøy landskeppninni fyrir U18 ára ásamt því að spila með varaliði meistaraflokks.

Þetta hafði hún að segja við undirskrift: „Ég ákvað að stökkva á tækifærið að koma til Íslands af því að það var spennandi. Fjölnir/Fylkir er áhugavert lið og mér leist strax vel á þjálfarateymið og umgjörðina í kringum liðið“.

Við bjóðum Önnu Karen hjartanlega velkomna í #FélagiðOkkar og hlökkum til að sjá þig á vellinum.


Oddný Björg Stefánsdóttir kemur til félagsins

Oddný Björg Stefánsdóttir skrifar undir samning við félagið

Meistaraflokksráð Fjölnis/Fylkis situr ekki auðum höndum. Oddný Björg Stefánsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún er tvítugur markmaður sem kemur frá ÍR. Oddný er öflugur leikmaður og mikil styrking fyrir liðið. Hún á að baki leiki fyrir ÍR og HK.

Það eru bjartir tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna í handbolta. Á dögunum skrifaði deildin undir samstarfssamning við Fylki um sameiginlegan meistaraflokk kvenna. Þar segir meðal annars að „markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum“.

Frekari frétta af leikmannamálum er að vænta á næstunni.

#FélagiðOkkar


Upplýsingar til forráðamanna og iðkenda

Kæru forráðamenn og iðkendur,

Við gleðjumst yfir því að á morgun geta börnin okkar hafið hefðbundið íþróttastarf. Seinustu daga hafa stjórnendur félagsins í samvinnu við fulltrúa allra deilda unnið hörðum höndum að góðu skipulagi fyrir forráðamenn, iðkendur og þjálfara félagsins. Egilshöllin er sem fyrr hjarta Fjölnis og þar er langstærsti hluti starfsemi okkar. Við bendum á að íþróttasalurinn í Dalhúsum er lokaður vegna viðgerða á gólfi, þá er styrktarsalurinn einnig lokaður. Fundabókanir fara fram á vefnum okkar https://fjolnir.is/felagid-okkar/fundabokanir/.

Hér eru nokkrir mikilvægir punktar:

  • Vegna tilslakana á samkomubanni má barnastarf íþróttafélaga hefjast aftur með hefðbundnum hætti mánudaginn 4.maí.
  • Vegna fjöldatakmarkana hjá fullorðnum er mikilvægt að ef það þarf að fylgja barni á æfingar að aðeins eitt foreldri mæti með barnið á æfingasvæðið. Óheimilt er að vera inn á æfingasvæði meðan á æfingu stendur. Athugið að foreldrum iðkenda sunddeildar er óheimilt að fylgja börnunum í klefana og ofan í laugina. Sundsambandið er í viðræðum við Reykjavíkurborg um þetta mál.
  • Það er mikilvægt að huga að almennu hreinlæti, iðkendur skulu þvo hendur með sápu og spritta áður en æfing hefst.
  • Við sem erum 16 ára og eldri þurfum ennþá að halda tveggja metra fjarlægð og huga að almennu hreinlæti.
  • Við reynum að koma sem minnst við öll áhöld (bæði þjálfarar og foreldrar).
  • Klefar eru lokaðir fyrst um sinn. Við brýnum fyrir iðkendum að vera klædd í æfingafatnað undir öðrum fatnað. Við brýnum fyrir þjálfurum að skipuleggja svæði á æfingasvæði fyrir útifatnað og skó.
  • Frístundafylgdin fer ekki af stað. Við bíðum eftir frekari upplýsingum frá Strætó. Við vonumst eftir því að geta hafið fylgdina á ný sem allra fyrst.
  • Upplýsingar um inn- og útgang í Egilshöll er að finna á meðfylgjandi skýringarmynd.
  • Við bendum forráðamönnum og iðkendum á að hafa samband við þjálfara og yfirþjálfara fyrir nánari upplýsingar varðandi æfingar og keppni.

Ef það eru einhverjar spurningar þá hikið þið ekki við að hafa samband við okkur. Þetta er allt mjög nýtt fyrir okkur öllum. Við erum #FélagiðOkkar! Stöndum þétt saman.