Helena Ólafsdóttir lætur af störfum
Helena Ólafsdóttir lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Helena Ólafsdóttir og stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Helenu um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Vegna annarra verkefna, þar á meðal sem stjórnandi Pepsi marka kvenna á Stöð2Sport, sér Helena ekki fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar.
Helena hefur tilkynnt liðinu um ákvörðun sína en hún er tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.
Stjórn knattspyrnudeildar og meistaraflokksráð kvenna hefur nú þegar hafist handa við að leita að eftirmanni hennar. Stjórn hefur falið Axel Erni Sæmundssyni aðstoðarþjálfara að stýra liðinu tímabundið.
Helenu eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Virðingafyllst,
Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis
#FélagiðOkkar

Æfingar eldri flokka hefjast að nýju
Æfingar eldri flokka hefjast að nýju með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 25. maí.
- Búið er að opna fyrir notkun á klefum.
- Styrktarsalurinn í Dalhúsum fer í notkun um leið og tímatafla verður staðfest.
Laus sumarstörf í Dalhúsum
UPPFÆRT!
Búið er að ráða í allar stöður. Við þökkum umsækjendum kærlega fyrir.
#FélagiðOkkar
Þrjár stelpur semja við Fjölni/Fylki
Þrjár stelpur fæddar 2003 hafa samið við Fjölni/Fylki í handbolta.
Þær koma allar frá ÍR.
Aníta Rut Sigurðardóttir – skytta
Elín Kristjánsdóttir – miðja
Margrét Þórhallsdóttir – horn
Þær urðu deildameistarar í efstu deild fyrir ári síðan og komust í úrslit í bikarkeppni yngri flokka.
#FélagiðOkkar
Vorhátíð handknattleiksdeildar
Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.
Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:
8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30
6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30
4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30
Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.
Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.
Æfingar falla niður á fimmtudaginn
Allar æfingar falla niður í Egilshöll á uppstigningardegi næstkomandi fimmtudag.
#FélagiðOkkar
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020
19/05/2020Sundsund,Sumarnámskeið,2020,sundnámskeið
Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020
Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.
Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:
Tímabil | Dagafjöldi | Verð | |
Námskeið 1 | 8. júní – 19. júní | 9 | 7.740 kr. |
Námskeið 2 | 22. júní – 3. júlí | 10 | 8.600 kr. |
Námskeið 3 | 6. júlí – 17. júlí | 10 | 8.600 kr. |
Námskeið 4 | 27. júlí – 7. ágúst | 9 | 7.740 kr. |
Námskeið 5 | 10. ágúst – 21. ágúst | 10 | 8.600 kr. |
Tími: Hópur:
8:15– 8:55 Frístund** 9:00-9:40 4-10 ára 9:45-10:25 4-10 ára* 10:40-11:20 4-10 ára 11:25-12:05 7-10 ára 12:10-12:50 4-10 ára
|
Vekjum athygli á að:
Tíminn 11:25-12:05 er ætlaður börnum á aldrinum 7-10 ára og er þá synt í útilaug ef nægur fjöldi næst. Hægt að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.
|
*Leiksskólinn Sunnufold mun vera með iðkendur í þessum tímum á fyrsta námskeiðinu
**Frístundarheimilin Tígrisbær og Kastali verða með iðkendur á fyrstu tveimur og síðasta námskeiðinu, sjá nánar á http://sumar.fristund.is
Skráningar er á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is eða á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700
Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.
Meistarar vetrarins krýndir á lokaskákæfingu Fjölnis
