Haustmót í hópfimleikum

Haustmóti í hópfimleikum lauk um helgina en liðum er svo raðað upp í deildir eftir árangri á þessu fyrsta móti vetrarins . Mótinu var skipt í tvo hluta og keppt á tveimur helgum, 16.-17.nóvember og 23.nóvember.

Haustmót 1 var haldið í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og þar var keppt í 4.flokk og 3.flokk og höfnuðu lið Fjölnis í 4.sæti í báðum flokkum.

Haustmót 2 fór fram á Selfossi laugardaginn var og þar kepptu lið frá Fjölni í 2.flokk, KK-eldri og Meistaraflokk B. Langur en skemmtilegur dagur að baki og margir iðkendur að keppa með ný stökk frá síðasta tímabili. Meistaraflokkurinn okkar frumsýndi nýjan dans sem stelpurnar í hópnum sömdu sjálfar.

Glæsilegur árangur hjá okkar iðkendum, innilega til hamingju öll.

Úrslit
4.flokkur – 4.sæti

3.flokkur – 4.sæti

2.flokkur – 4.sæti

KK-eldri – 2.sæti

Meistaraflokkur B – 1.sæti

 

Öll úrslit frá mótinu má skoða HÉR


Sjáðu Andreu og kvennalandslið Íslands gegn Færeyjum

Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Færeyjum í tveimur vináttuleikjum um helgina á Ásvöllum (Schenker-höllin).

Frítt verður á leikina í boði KFC! Mætum í bláu, fyllum Ásvelli og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

Áfram Íslands!


Fjölnir og Hagkaup

Fjölnir og Hagkaup gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna og unglingastarf knattspyrnudeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. Hagkaup vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna. Það er Fjölni mikið gleðiefni að halda áfram að vinna með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.

#FélagiðOkkar

Meiri þægindi – Meira ferskt – Meira úrval


Vetrarmót ÍSS

Helgina 1. - 3. nóvember var Vetrarmótið haldið á skautasvellinu í Egilshöllinni. Alls tóku 43 keppendur í 7 keppnisflokkum á mótinu, þar af átti Fjölnir 15 keppendur í 5 keppnisflokkum.

Keppendur stóðu sig vel en hæst bar að Aldís Kara Bergsdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í flokki Junior. Eftir Vetrarmótið er Fjölnir í öðru sæti í Bikarmótaröð ÍSS með 50 stig en SA er með 58 stig og SR með 48 stig.

Veittar voru þátttökuviðurkenningar fyrir keppnisflokka Chicks og Cubs. Úrslit í öðrum flokkum voru: 

Basic Novice: 

  1. Berglind Inga Benediktsdóttir - SA 25.27 stig
  2. Sædís Heba Guðmundsdóttir - SA 24.11 stig 
  3. Sunna María Yngvadóttir - SR 23.74 stig 

Intermediate Novice: 

  1. Lena Rut Ásgeirsdóttir - Fjölnir 26.64 stig 
  2. Tanja Rut Guðmundsdóttir - Fjölnir 24.91 stig 
  3. Rakel Sara Kristinsdóttir - Fjölnir 21.28 stig 

Intermediate Ladies: 

  1. Þórunn Lovísa Löve - SR 33.88 stig 
  2. Edda Steinþórsdóttir - SR 25.70 stig 
  3. Anna Björk Benjamínsdóttir - SR 23.97 stig 

Advanced Novice: 

  1. Júlía Rós Viðarsdó2tir - SA 79.18 stig 
  2. Rebekka Rós Ómarsdóttir - SR 74.10 stig 
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir - Fjölnir 70.13 stig 

Junior: 

  1. Aldís Kara Bergsdóttir - SA 127.69 stig 
  2. Marta María Jóhannsdóttir - SA 109.56 stig 
  3. Viktoría Lind Björnsdóttir - SR 96.52 stig 

Haustmót í stökkfimi

Haustmóti í stökkfimi fór fram í Keflavík fyrstu helgina í nóvember.
Tveir hópar úr Fjölni skráðu sig til leiks og mynduðu þau 4 lið sem voru öll skráð í B deild eldri.  Verðlaun voru veitt fyrir hvert áhald og var glæsilegur árangur hjá okkar liðum og reynsla í bankann hjá iðkendum. Viljum við óska iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið.

 

Verðlaunasæti Fjölnisliða í B deild eldri

Fjölnir 3

2.sæti Gólf

1.sæti Dýna

1.sæti Trampolín

 

Fjölnir 4

5.sæti Dýna

2.-3. sæti Trampolín

 

Öll úrslit má skoða hér


Frábær mæting á dómaranámskeiðið

Dómaranámskeiðið var haldið miðvikudagskvöldið 23. október sl. í Dalhúsum og frítt inn fyrir allt Fjölnisfólk. Námskeiðið gekk vel en alls voru 18 sem mættu, og var fólk af öllum aldri komið til að bæta körfuboltaþekkingu sína.

Kennari námskeiðsins var Jón Bender, formaður Dómaranefndar, og honum til aðstoðar var Halldór Geir Jensson dómari. Þeir félagar fóru yfir helstu reglur og í gegnum löglega varnarstöðu, staðsetningar á velli, hvernig á að flauta í flautuna og merkjagjöf.

Þátttakendur hafa nú lokið grunnstiginu í dómgæslu og eru því með réttindi til að dæma hjá grunnskólaaldri. Þeir sem vilja halda áfram og taka annað stigið fá réttindi til að dæma alla leiki nema tvær efstu deildir karla og kvenna.

Virkilega vel gert hjá Fjölni að ná svona góðri mætingu, og voru þátttakendur mjög sáttir eftir námskeiðið sem og leiðbeinendur. Það er jákvætt fyrir okkar vaxandi starf að fólk sýni þennan áhuga á fræðslu í íþróttinni, en það er henni sem og starfinu okkar, til uppdráttar.

Áfram Fjölnir!


Þrepamót 4. - 5. þrep

Helgina 2. og 3. nóvember fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi kk og kvk. Mótið fór fram í Ármanni og var Fjölnishópurinn stór og glæsilegur sem tók þátt í mótinu. Keppt var eftir nýju fyrirkomulagi Fimleikasambandsins þar sem eingöngu er keppt  til þess að ná þrepi. Þeir keppendur sem náðu þrepi fengu viðurkenningu og færast því upp þrep. Keppendur frá Fjölni stóðu sig mjög vel á mótinu og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram á næstu mótum.

Keppendur sem náðu þrepi:

5.þrep
Helga Sólrún Bjarkadóttir
Sigrún Erla Baldursdóttir

4.þrep
Alexandra Sól Bolladóttir

Hægt er að skoða úrslit frá mótinu hér


Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.

Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins

 

Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri

3.þrep KVK 12 ára og eldri

3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir

1.þrep KK

1.sæti-  Sigurður Ari Stefánsson

Unglingaflokkur KK

2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson

3.sæti - Elio Mar Rebora

 

 

HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu


Fundabókanir á einum stað

Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem voru bókaðir í gegnum arnor@fjolnir.is eru komnir í dagatalið.

Undir „fundabókanir“ á heimasíðunni er nú auðvelt að bóka fundi í Egilshöll.

  1. Smella á dagatalið
  2. Skrifa í titil t.d. „fundur“, „stjórnarfundur“, „videofundur“ etc.
  3. Velja dagsetningu og tíma
  4. Velja fundarherbergi, „Vogurinn“ eða „Miðjan“
  5. Skrifa hver pantar „nafn deildar – ábyrgðaraðili“
  6. Smella á save

Einnig er hægt að deila fundarboðinu í gegnum ýmsa miðla.

Allar frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.


Kvennaleikir helgarinnar

Nú um helgina fóru fram annar og þriðji leikur í hertz deild kvenna í íshokkí. Reykjavík tók á móti SA í Egilshöll.

Reykjavíkurstelpurnar skörtuðu stórglæsilegum nýjum búningum, voru þeir frumsýndir með athöfn á Laugardagskvöldinu (sjá myndband).

Reykjavík vann fyrsta leik deildarinnar og komu þær einbeittar til leiks í leikjunum tveim.

Leikur 2 í deildinni byrjaði hratt en SA skoraði fyrsta markið eftir eina mínútu og 23 sek. Þær bættu svo við öðru marki þegar 11 min og 48 sek voru liðnar af leiknum. Á fyrstu mínútu annars leikhluta meiddist leikmaður 25 Í Reykjavík (Elín Darko Alexdóttir) og þurfti að kalla eftir læknisaðstoð, hún kom því ekki meira inn á svellið um helgina. Þegar 13 min og 30 sek voru liðnar af öðrum leikhluta bættist við annað mark frá SA og staðan því orðin 3-0. 36 sek eftir það skoruðu Reykjavík sitt fyrsta mark í leiknum, markið skoraði Alda Arnarsdóttir (nr. 57) með stoðsendingu frá Laura Ann Murphy (nr.13). SA bætti við 4 markinu undir lok annars leikhluta, staðan orðin SA 4- Reykjavík 1. Þegar rúmar tvær mín voru liðnar af þriða leikhluta skoraði SA 5 markið, stuttu eftir það komu Reykjavíkurstelpurnar með sitt annað mark. Markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr.5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttir (nr 83). SA bætti við tveim mörkum í viðbót áður en leiknum lauk. Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr 36) stóð í Reykjavíkurmarkinu allann leikinn og varði 34 skot af 41. Reykjavík átti 31 skot á mark SA í leiknum.

Lokastaða Reykjavík 2- SA 7

Þriðji leikurinn í deildinni fór svo fram á sunnudasmorguninn. Reykjavíkurstelpurnar komu ákveðnar inn í leikinn og ekki var hægt að sjá að leikur gærdagsins væri að hafa áhrif á þær.

SA skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum í fyrsta leikhluta. Reykjavík skoraði fyrsta mark annars leikhluta, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingu frá Lauru Ann Murphy (nr.13). SA liðið svaraði fljótt fyrir sig og kom með sitt þriðja mark minna en mínútu seinna. Þær skoruðu svo 4 mark sitt 5 min eftir það. Reykjavík skoraði sitt annað mark þegar 15 min og 36 sek voru búnar af öðrum leikhluta í powerplay, markið skoraði Védís Valdemarsdóttir (nr.83) með stoðsendingum frá Lauru Ann Murphy (nr.13) og Steinunni Sigurgeisdóttur (nr. 10) SA bætti við 2 mörkum í þriðja leikhluta, Reykjavík var þó ekki hætt, þriðja mark þeirra kom þegar rétt rúmar 1 og hálf min voru eftir af leiknum, markið skoraði Sigrún Agatha Árnadóttir (nr. 5) með stoðsendingu frá Védísi Valdemarsdóttur (nr.83). Fanney Stefánsdóttir Aspar (nr. 36) stóð í marki Reykjavíkur allann leikinn og varði 26 af 32 skotum. Reykjavík átti 29 skot á mark SA.

Lokastaða Reykjavík 3- SA 6

Stelpurnar í Reykjavík stóðu sig með prýði og börðust frá fyrstu mínútum til leiksloka. Þær áttu mörg góð tækifæri í leikjunum tveim sem endurspeglast ekki í lokaniðurstöðum leikjanna.

Mikil uppbygging hefur verið í kvennahokkí í Reykjavík að undanförnu og margar í liðinu að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.

Miðað við ákveðni, elju og leikgleði sem lið Reykjavíkur sýndi um helgina er ljóst að framtíðin er björt og gaman verður að halda áfram að fylgjast með hörku keppni í deildinni þennann veturinn.

Greinahöfundur: Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Myndir: Kristján Valdimar Þórmarsson