Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Beggi hefur ákveðið í samráði við stjórn og þjálfara að leggja skóna á hilluna og mun þar af leiðandi ekki leika með Fjölnisliðinu í sumar. Ástæða þess er að neistinn og ánægjan vegna fótboltans er ekki lengur til staðar hjá honum og því getur hann ekki gefið sig af heilum hug í verkefnið.

„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu. Vegna anna og ástríðu við sálfræðina, fyrirlestrana og námskeiðanna sé ég mig því miður ekki geta gefið Fjölni mitt allra besta. Það væri því óheiðarlegt við sjálfan mig og Fjölni í heild sinni að halda áfram. Ég vil þakka Fjölni fyrir að móta mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt það sem klúbburinn hefur gert fyrir mig. Ég er stoltur Fjölnismaður og verð það um ókomna tíð. Þið sjáið mig grjótharðan á pöllunum í sumar. Takk fyrir mig.“

Þetta eru auðvitað óvænt tíðindi en Beggi á að baki 166 leiki fyrir Fjölni og hefur verið fyrirliði liðsins. Knattspyrnudeildin þakkar Begga fyrir allt sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa leikmannahópinn fyrir komandi átök en framundan er spennandi tímabil í Pepsi Max deildinni.

#FélagiðOkkar

Undirritað,

-Knattspyrnudeild Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson