Kæra Fjölnisfólk,

Núna á laugardaginn ætlum við að láta hendur standa frammúr ermum og gera svæðið okkar í Dalhúsum fínt og klárt fyrir sumarið – við byrjum kl. 10.

1) Gott er að taka með sér þessi helstu verkfæri t.d. skóflur, tuskur, strákústa, arfasköfu og plokkara. Það verða svartir ruslapokar á staðnum.

2) FJÖLNISFLÖSKUR – til að slá tvær flugur í einu höggi þá býðst félagið til að taka við flöskum og dósum frá Grafarvogsbúum og fara með í endurvinnsluna. Við hvetjum fólk til að tæma bílskúrinn og geymsluna hjá sér og koma með flöskurnar í Dalhús á laugardaginn og styrkja þannig félagið.

Fyrir harðduglega sjálfboðaliða verður svo boðið upp á grillaðar pulsur og gos upp úr kl. 12:30 🌭🥤

Munum einnig vitanlega virða 2 metra regluna eins og kostur er.

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn svo hægt sé að áætla fjölda:

Vorhreingerning í Dalhúsum

Hlökkum til að sjá ykkur! 😊

#FélagiðOkkar