Kæru forráðamenn og iðkendur,

Við gleðjumst yfir því að á morgun geta börnin okkar hafið hefðbundið íþróttastarf. Seinustu daga hafa stjórnendur félagsins í samvinnu við fulltrúa allra deilda unnið hörðum höndum að góðu skipulagi fyrir forráðamenn, iðkendur og þjálfara félagsins. Egilshöllin er sem fyrr hjarta Fjölnis og þar er langstærsti hluti starfsemi okkar. Við bendum á að íþróttasalurinn í Dalhúsum er lokaður vegna viðgerða á gólfi, þá er styrktarsalurinn einnig lokaður. Fundabókanir fara fram á vefnum okkar https://fjolnir.is/felagid-okkar/fundabokanir/.

Hér eru nokkrir mikilvægir punktar:

  • Vegna tilslakana á samkomubanni má barnastarf íþróttafélaga hefjast aftur með hefðbundnum hætti mánudaginn 4.maí.
  • Vegna fjöldatakmarkana hjá fullorðnum er mikilvægt að ef það þarf að fylgja barni á æfingar að aðeins eitt foreldri mæti með barnið á æfingasvæðið. Óheimilt er að vera inn á æfingasvæði meðan á æfingu stendur. Athugið að foreldrum iðkenda sunddeildar er óheimilt að fylgja börnunum í klefana og ofan í laugina. Sundsambandið er í viðræðum við Reykjavíkurborg um þetta mál.
  • Það er mikilvægt að huga að almennu hreinlæti, iðkendur skulu þvo hendur með sápu og spritta áður en æfing hefst.
  • Við sem erum 16 ára og eldri þurfum ennþá að halda tveggja metra fjarlægð og huga að almennu hreinlæti.
  • Við reynum að koma sem minnst við öll áhöld (bæði þjálfarar og foreldrar).
  • Klefar eru lokaðir fyrst um sinn. Við brýnum fyrir iðkendum að vera klædd í æfingafatnað undir öðrum fatnað. Við brýnum fyrir þjálfurum að skipuleggja svæði á æfingasvæði fyrir útifatnað og skó.
  • Frístundafylgdin fer ekki af stað. Við bíðum eftir frekari upplýsingum frá Strætó. Við vonumst eftir því að geta hafið fylgdina á ný sem allra fyrst.
  • Upplýsingar um inn- og útgang í Egilshöll er að finna á meðfylgjandi skýringarmynd.
  • Við bendum forráðamönnum og iðkendum á að hafa samband við þjálfara og yfirþjálfara fyrir nánari upplýsingar varðandi æfingar og keppni.

Ef það eru einhverjar spurningar þá hikið þið ekki við að hafa samband við okkur. Þetta er allt mjög nýtt fyrir okkur öllum. Við erum #FélagiðOkkar! Stöndum þétt saman.