Í ljósi nýustu frétta falla allar sund æfingar niður á morgun 16.03.2020
Komið sæl
Á miðnætti í kvöld tekur gildi samkomubann á öllu landinu. Næstu 4 vikurnar mun það standa og er mikilvægt að við sem aðrir gerum okkar til þess að vel takist til. Vegna þessa munu allar æfingar á vegum deildarinnar falla niður á morgun mánudag 16. mars.
Okkur finnst rétt að gefa þeim sem skipuleggja skóla- og íþróttastarf tækifæri til að vinna að úrlausn með hag okkar allra í forgrunni. Við munum setja hér inn frekari upplýsingar um leið og þær eru tilbúnar, auk þess sem tölvupóstur og upplýsingar munu fara á heimasíðu deildarinnar.
Hugum hvert að öðru, gleymum ekki að vera til og njótum samvista með okkar nánustu.
Með kveðju,
fh.stjórnar
Ingibjörg Kristinsdóttir
formaður
Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fór fram í gær að viðstöddum um 40 manns í Miðjunni, félagsrýminu okkar í Egilshöll.
Fundarsköp voru að venju hefðbundin undir dyggri stjórn Gunnars Jónatans fundarstjóra.
Stjórn Fjölnis kjörin á aðalfundi 9.mars 2020
Nafn | Hlutverk | Netfang | Kjörtímabil |
---|---|---|---|
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir | Formaður | formadur@fjolnir.is | 2026 |
Álfheiður Sif Jónasdóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Gunnar Bjarnason | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Gunnar Ingi Jóhannsson | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2027 |
Gunnar Jónatansson | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2027 |
Inga Björk Guðmundsdóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Tinna Arnardóttir | Meðstjórnandi | adalstjorn@fjolnir.is | 2027 |
Bjarni Sigurðsson | 1. varamaður | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Guðlaug Björk Karlsdóttir | 2. varamaður | adalstjorn@fjolnir.is | 2026 |
Heiðranir félagsins
Silfurmerki:
186. Valgerður Sigurðardóttir, aðalstjórn
185. Jósep Grímsson, aðalstjórn
184. Kolbeinn Kristinsson, knattspyrna
183. Geir Kristinsson, knattspyrna
Gullmerki:
33. Árni Hermannsson
Heiðursfélagi:
4. Jón Þorbjörnsson
Allar tillögur að lagabreytingum félagsins voru samþykktar:
Við þökkum öllum sem mættu, áfram Fjölnir, áfram #FélagiðOkkar
Tillögur að lagabreytingum
Tillögur að lagabreytingum á aðalfundi Fjölnis 9.mars 2020
Sjá hér: Tillögur að lagabreytingum
Spennandi Miðgarðsmót í skák

Bikarmót í áhaldafimleikum
Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi og var keppt í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum kvk og kk. Keppendur stóðu sig mjög vel, sýndu flottar æfingar og skemmtu sér vel á mótinu. Strákarnir sem kepptu í frjálsum æfingum áttu gott mót en þeir lentu í 3. sæti. Stúlkurnar áttu einnig gott mót og bættu sig margar frá því á síðast móti.
Sundmót Fjölnis 2020
Sundmót Fjölnis 2020
Iðkendur úr yngri flokkum áttu gott mót um helgina. Sundmenn syntu vel útfærð sund og uppskáru með frábærum bætingum. Aðrir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig með stakri prýði. Krakkarnir sýndu góðan liðsanda, aðstoðuðu og hvöttu liðsfélaga sína og voru félaginu til sóma. Eftir mótið eru lágmörk á Aldursflokkameistarmót Íslands innan seilingar fyrir nokkra sundmenn og því spennandi tímar framundan hjá yngri sundmönnum félagsins.
Góður árangur á MÍ
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.
Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.
Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.
Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
04.03.2020 kl. 20:00 – Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá framhaldsaðalfundar skal vera:
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Ný stjórn sunddeildar
Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Stjórnina skipa:
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Regína Ómarsdottir, varaformaður
Irma Sigurðadóttir, gjaldkeri
Kristján R. Halldórsson, ritari
Helga Ágúsdóttir, meðstjórnandi
Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi
Þórður Ásþórsson, meðstjórnandi
Ný stjórn vill þakka Jóhannesi H. Steingrímssyni fráfarandi formanni fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram á vettvangi sundsins.
Með kveðju,
Ingibjörg Kristinsdóttir