Kvennahokkí veisla um helgina

Um helgina verður sannkölluð kvennahokkí veisla. En stelpurnar í Reykjavík taka á móti stelpunum í SA í svo kölluðum double-header. Fyrri leikurinn verður á laugardaginn kl. 18.50 og seinni á sunnudaginn kl. 9.30

pssst heyrst hefur að nýjar treyjur verði afhjúpaðar fyrir Reykjavíkurliðið


Úrslit Kristalsmóts 2019

Síðasta laugardag var Kristalsmótið haldið á skautasvellinu í Egilshöllinni. Alls tóku 52 keppendur þátt í 12 keppnisflokkum á mótinu. Veitt voru þátttökuviðurkenningar fyrir hópa 8 og 10 ára og yngri. Úrslit í öðrum flokkum voru: 

12 ára og yngri: 

  1. Ágústa Ólafsdóttir - SR 
  2. Íris María Ragnarsdóttir - Fjölni 
  3. Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir - SA 

 

15 ára og yngri: 

  1. Thelma Rós Gísladóttir - SR 
  2. Bryndís Bjarkadóttir - SR 
  3. Emilía Dögg Stefánsdóttir Steed - SR 

 

17 ára og yngri: 

  1. Vigdís Björg Einarsdóttir - Fjölni 
  2. Ylfa Rán Hjaltadóttir - Fjölni 

 

Level 1 11 ára og yngri: 

  1. Hulda Björk Geirdal Helgadóttir - Öspin 

 

Level 1 16-21 árs: 

  1. Gunnhildur Brynja Bergsdóttir - Öspin 
  2. Anika Rós Árnadóttir - Öspin 

 

Level 2 16-21 árs: 

  1. Nína Margrét Ingimarsdóttir - Öspin
  2. Gabríela Kamí Árnadóttir - Öspin 

 

Level 2 12-15 ára: 

  1. Sóldís Sara Haraldsdóttir - Öspin 

 

Level 2 22 ára og eldri: 

  1. Þórdís Erlingsdóttir - Öspin 

 

Par Level 1: 

  1. Gabríella Kami Árnadóttir og Nína Margrét Ingimarsdóttir - Öspin 

 

2


Fjölnismessa næstkomandi sunnudag

Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!

Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.

Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.

Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista.  Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.

 

Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.

Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.


Frítt dómaranámskeið 23. október

Jón Bender mun halda dómaranámskeið fyrir Fjölnisfólk í Dalhúsum 23. október kl. 19:30 – öllum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er opið öllum foreldrum og áhugafólki um körfubolta í Fjölni, sem og iðkendum sem eru í 9. flokki eða ofar.

Jón Bender er körfuboltafólki kunnugur en hann hefur dæmt körfubolta í fjöldamörg ár og situr núna sem formaður Dómaranefndar, og hefur gert undanfarin ár. Það er því um hágæða körfuknattleiksvitneskju að ræða hérna.

Við hvetjum alla foreldra sem vilja kynna sér leikinn frekar að kíkja upp í Dalhús, sem og alla iðkendur (9. flokk og eldri) sem vilja gera aðeins meira til að bæta sig í íþróttinni.

Það eru ekki mörg frí námskeið, af þessum mælikvarða, sem hægt er að sækja til að efla sig og bæta við sig þekkingu. Þetta er námskeið sem allir ættu að skrifa á dagatalið sitt.

Viðburðinn má finna á Facebook hérna.


Dagskrá og keppnisröð Kristalsmóts

Kristalsmótið verður haldið á skautasvellinu í Egilshöll laugardaginn 19. október frá kl. 7:20-13:40.

Hér má sjá dagskrá og keppnisröð mótsins.


Sjálfboðaliðinn

Hvað er körfuboltalið án leikmanna?
Frekar augljóst svarið; það væri náttúrulega ekkert lið. Kjánaleg spurning í raun.

En hvað er körfuboltadeild án sjálfboðaliða?
Það er aftur á móti spurning sem ekkert alltof margir gera sér grein fyrir vægi svarsins. Ef ekki væri fyrir fólkið sem gefur deildinni þessa nokkra auka klukkutíma á viku, sem annars færu í Netflix, símann eða annan dauðan tíma, þá væri lítið sem ekkert starf á lífi.

Það er þessu fólki að þakka að áhorfandinn fái sem bestu upplifunina á leikjum, þeim að þakka að bestu leikmenn landsins sæki í að koma til liðs við klúbbinn vegna hve allt gengur smurt, þeim að þakka að foreldrar vilja halda barninu sínu í íþróttinni því það er alltaf fundin lausn á málunum.

Þetta fólk er í raun mikilvægustu hlekkirnir í fjölbreyttu starfi körfuboltadeildarinnar og biðja aldrei um viðurkenningu eða laun fyrir starfið sitt. Þau passa að við fáum strax myndir á netið frá leik dagsins, sjá til þess að það sé heitt á könnunni á hverjum viðburði sem áhorfandinn mætir á, sjá til þess að allt skipulag á fjölliðamótum gangi smurlaust fyrir sig, sjá til þess að aðstandendur lengra frá geti horft á leikina beint í gegnum netið, sem sjá til þess að ráða bestu þjálfarana fyrir börnin okkar.

Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðann þá væri ekkert körfuboltastarf, og þá eigum við ekkert lið í Domino’s deildinni eða blómlegt yngri flokka starf sem hægt er að státa sig af.

Tveir klukkutímar á viku hljóma kannski ekki eins og langur tími fyrir venjulega manneskju, en fyrir körfuboltadeildina eru það dýrmætir tveir tímar uppá að allir sem koma að starfinu, eða viðburðinum, beint eða óbeint, njóta góðs af. Við eigum öll til að mikla fyrir okkur verkefni sem eru fyrir framan okkur. Byrja að mæta í ræktina eftir pásu, taka til í geymslunni, mála pallinn, eða byrja heimildarvinnu fyrir ritgerðina, en lykillinn er eins og í öllu að rífa sig bara af stað.

Hér með er þá áskorun, á þig sem lest þetta, að taka bara af skarið og verða hluti af mikilvægasta hlekknum í körfuboltadeildinni. Svo skemmir ekki fyrir hvað þetta er góður félagsskapur.

Sendu tölvupóst, eða hafðu samband í gegnum Facebook síðu okkar. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Áfram Fjölnir – alltaf, allstaðar.


Þorrablót Grafavogs

Tryggðu þér miða strax í dag áður en það verður uppselt.

Borðapantanir á thorrablot@fjolnir.is.

Þú mátt melda þig og deila viðburðinum okkar „Þorrablót Grafarvogs“

#FélagiðOkkar

*Borðaskipan síðast uppfærð kl. 19:30 þann 11.október


Starfskraftur óskast í fimleikadeild

Fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir deildina. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg en krefjandi verkefni fimleikadeildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur deildarinnar
• Starfsmannahald
• Umsjón með fjármálum deildarinnar
• Áætlanagerð
• Stefnumótun og uppbygging deildarinnar
• Skipulagning viðburða á vegum deildarinnar

Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Reynsla af starfsmannahaldi
• Frumkvæði, skipulag og metnaður í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Þekking á íþróttastarfi

Frekari upplýsingar um starfið:
• Starfshlutfall 70% með endurskoðun eftir 3 mánuði
• Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
• Í fimleikadeildinni eru um 750 iðkendur og 45 þjálfarar
• Yfirmaður er framkvæmdastjóri Fjölnis

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið: stjorn.fimleikar.fjolnir@gmail.com
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.

#FélagiðOkkar


Starfskraftur óskast í Dalhús

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir metnaðarfullri konu í þjónustustarf í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.
Um er að ræða 100% starf.
Vinnutími er frá kl. 08:00 – 17:00 á virkum dögum.

Yfirmaður er rekstrarstjóri Dalhúsa
Æskilegt er að viðkomandi geti leyst af á kvöldvöktum.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Almenna gæslu í íþróttahúsinu
  • Þrif í íþróttamannvirkinu samkvæmt verklýsingu
  • Móttöku og samskipti við iðkendur/nemendur í samvinnu við þjálfara og kennara
  • Þvottur á íþróttafatnaði samkvæmt verklýsingu
  • Önnur verkefni í samráði við rekstrarstjóra Dalhúsa

Hæfniskröfur

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni og sveigjanleiki

Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað árið 1988 og er í dag stærsta íþróttafélag landsins með um 4.000 iðkendur í 13 mismunandi deildum, þ.e. fimleikar, frjálsar, handbolti, karate, knattspyrna, körfubolti, skák, sund, tennis, hokkí, listskautar, skokkhópur og almenningsdeild.

Aðalstarfsstöð Fjölnis er í Egilshöll.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.fjolnir.is 

Starfsumsókn á Alfreð: https://alfred.is/starf/starfsmadur-i-ithrottamidstoedina-i-dalhusum

Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri í s. 852-3010
Umsóknarfrestur er til 20.október 2019

#FélagiðOkkar