Upphitun. Fjölnir - Breiðablik
Pepsi Max deild karla
15. umferð
Fjölnir – Breiðablik
Laugardaginn 5. september kl. 13:00 á Extra vellinum
Aðeins fer einn leikur fram í Pepsi Max deild karla um helgina. Fjórir af sex leikjum 15. umferðar fóru fram síðustu helgi. Leik Fjölnis og Breiðabliks var frestað vegna sóttkvíar sem lið Breiðbliks fór í eftir leik gegn Rosenborg í Evrópudeildinni. Raunar hefðu Blikar geta farið fram á að leikurinn við Fjölni færi fram á öðrum tíma vegna þátttöku tveggja leikmanna liðsins í U-21 árs landsliðsverkefni. Leikmennirnir sem um ræðir eru Róbert Orri Þorkelsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur lýst því yfir að hann telji Brynjólf besta leikmann deildarinnar. Blikar mæta því ekki með sitt sterkasta lið í Grafarvog á laugardag.
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 3-1 sigri Blika. Fjölnir tapaði síðasta leik sínum í deildinni 2-0 gegn Fylki. Síðasta leik Breiðabliks í deildarkeppni lauk með 0-1 sigri á Gróttu. Fjölnir situr áfram á botni deildarinnar með fjögur stig, sjö stigum frá KA sem situr í næsta örugga sæti. Með sigri á laugardag kemst Fjölnir úr botnsæti deildarinnar. Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með tuttugu stig en hefur leikið leik færra en mörg lið deildarinnar.
Grétar Snær Gunnarsson mun snúa til baka úr leikbanni á laugardag. Jón Gísli Ström er aftur á móti kominn í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hinn danski Nicklas Halse sem samdi við Fjölni á dögunum verður ekki með Fjölni á laugardag vegna sóttkvíar.
Áhorfendabanni hefur verið aflétt en fjöldatakmörkun áhorfenda miðast við 100 einstaklinga fædda fyrir árið 2005. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Frábær árangur hjá frjálsíþróttakrökkunum í Fjölni
Frjálsíþróttastarfið í sumar hefur verið með nokkuð öðru sniði vegna Covid-19. Þó hafa verið haldin ýmis mót og iðkendur frá Fjölni staðið sig mjög vel. Einn Íslandsmeistaratitill er í höfn, en boðhlaupssveit Fjölnis sigraði í 4x400 m boðhlaupi á MÍ á tímanum 3:28,95. Í sveitinni voru Bjarni Anton Theódórsson, Einar Már Óskarsson, Daði Arnarson og Kjartan Óli Ágústsson. Á Íslandsmeistaramótinu unnust einnig 4 silfur og 2 brons.
Á unglingameistaramótinu náðist frábær árangur en þar uppskáru unglingarnir 5 gull, 8 silfur og 7 brons. Þau sem sigruðu sínar greinar voru Daði Arnarson í 800m hlaupi 20-22 ára, Kjartan Óli Ágústsson í 800m hlaupi 18-19 ára, Sara Gunnlaugsdóttir 600m hlaup og 80m grind í flokki 15 ára og Helga Þóra Sigurjónsdóttir í hástökki 20-22 ára.
Íslandsmeistaramót í fjölþrautum var haldið í Kaplakrika í ágúst og þar sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir í sjöþraut stúlkna í 16-17 ára flokki með 2960 stig.
Nú er vetrarstarfið að fara í gang og æfingar í öllum flokkum hefjast 1. september. Æfingatöflur deildarinnar eru á heimasíðu Fjölnis. Vegna mikillar aðsóknar er búið að skipta upp yngsta hópnum þ.a. 1.-2. bekkur æfir saman og 3.-4. bekkur æfir saman. Rétt er að vekja athygli á að einnig býður deildin uppá æfingar fyrir fullorðna þrisvar í viku. Æfingar deildarinnar fara ýmist fram í nýja frjálsíþróttasalnum í Egilshöll eða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þjálfarar deildarinnar er þaulvant frjálsíþróttafólk og sumir að auki í íþróttafræðinámi. Skráning í flokkana er á heimasíðu Fjölnis. Öllum er velkomið að prófa að mæta á æfingar.
Hlaupahópur deildarinnar hleypur saman 4 sinnum í viku og eru meðlimir á ýmsum getustigum. Í september hefst nýtt byrjendanámskeið hjá hópnum sem stendur yfir í 6 vikur og þátttakendur hlaupa svo með hópnum frítt fram að áramótum. Skráning á námskeiðið og í hlaupahópinn er á heimasíðu Fjölnis.
Æfingatöflur eru eftirfarandi:
6-7 ára (árg. 2013-2014) 1.-2. bekkur
Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Laugardagar í Egilshöll kl 10:00-11:00
Æfingagjöld haust 2020(sept. – des.): 1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr
8-9 ára (árg. 2011-2012) 3.-4. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Miðvikudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Föstudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Æfingagjöld haust 2020 (sept. – des.):1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr
10-14 ára (árg. 2007-2010) 5.-8. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Miðvikudaga í Egilshöll Kl 15:15-16:15
Föstudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30
Æfingagjöld haust (sept.- des.): 1-2 æfingar á viku: 25.000 kr 3-4 æfingar á viku: 39.000 kr
15 ára og eldri (2006 og fyrr)
Mánudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 17:30-10:30
Miðvikudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Laugardaga í Laugardalshöll kl 11-13
Æfingastaðsetningar geta verið öðruvísi í september.
Fullorðnir:
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Laugardaga í Laugardalshöll kl 10-12
Hlaupahópurinn hleypur saman 4 sinnum í viku.
Upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld og skráning er á fjolnir.is.
Eitthvað fyrir alla!
Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 í Rimaskóla
Skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 10. september í Rimaskóla kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Skákæfingar Fjölnis eru ókeypis fyrir alla áhugasama grunnskólakrakka í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Ætlast er til að þátttakendur kunni að tefla, þ.e. undirstöðuatriðin í skák. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts og boðið upp á veitingar í skákhléi. Í lok hverrar æfingar fer fram verðlaunaathöfn og dregið er í happadrætti. Á skákæfingum Fjölnis er krökkunum skipt upp í 2 – 3 hópa eftir getu, aldri eða jafnvel kyni. Umsjón með skákæfingum Fjölnis á fimmtudögum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölni og honum til aðstoðar eru efnilegir skákmenn úr hópi skákdeildarinnar. Séð verður til þess að nóg af spritti sé til staðar og skákkrakkarnir minntir á að spritta sig og eða þvo sér um hendur. skak@fjolnir.is. Skráið ykkur á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og missið ekki af neinu.
Skák er skemmtileg.
Í vetur stendur til að bjóða skákkrökkunum upp á skákbúðir yfir tvo daga og eina nótt og miðað við fyrri reynslu eru skákbúðir Fjölnis mikið og skemmtilegt ævintýri auk þess sem hæfustu skákkennarar landsins sjá um skákkennslu. Skellum okkur í skákbúðir þegar tækifæri gefst og losnar um COVID takmarkanir.
Fjölnir semur við Egil og Elvar


Fjölnir framlengir við þrjá leikmenn
Orri Þórhallsson (2001), Valdimar Ingi Jónsson (1998) og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (2002) hafa allir framlengt samninga sína við Fjölni fyrr á þessu tímabili.
Orri er kraftmikill miðjumaður sem hefur leikið stórt hlutverk á yfirstandandi leiktíð og hefur samtals spilað 29 leiki og skorað 5 mörk fyrir Fjölni.
Vilhjálmur er einn okkar allra efnilegasti varnarmaður sem hefur verið að koma virkilega sterkur inn í liðið undanfarið en hann hefur spilað 6 leiki fyrir Fjölni sem og 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Valdimar Ingi er framsækinn bakvörður með mikið þol og afburða hlaupagetu sem hefur spilað næstum 100 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið en þeir eru allir uppaldnir Fjölnismenn. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum!
Áfram Fjölnir
#FélagiðOkkar
Upphitun. Fylkir - Fjölnir
Pepsi Max deild karla
14. umferð
Fylkir – Fjölnir
Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 19:15 í Árbæ
Á þriðjudag mætast Fjölnir og Fylkir í Pepsi Max deild karla. Bæði lið gerðu 1-1 janftefli í síðustu umferð. Fjölnir við Víking og Fylkir við Stjörnuna. Staðan á milli umferða breyttist lítið í botnbaráttunni. KA, sem situr í næsta örugga sæti fyrir ofan Fjölni, gerði einnig jafntefli og áfram er fjögurra stiga munur á milli liðanna. HK og Grótta töpuðu sínum leikjum. Úrslit síðustu umferðar þýða að með sigri Fjölnis í næstu umferð fer liðið úr botnsæti deildarinnar, a.m.k. um stundarsakir. Grótta leikur við HK á miðvikudag.
Hallvarður Óskar Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki í jafnteflinu við Víking. Hallvarður er loksins farinn að geta spilað heila leiki eftir baráttu við meiðsli. Grétar Snær Gunnarsson tekur út eins leiks bann á þriðjudag vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Örvar Eggertsson var ekki með í síðasta leik en búast má við því að hann komi aftur í liðið gegn Fylki. Sóknarmaðurinn Viktor Andri Hafþórsson leysti Örvar af í stöðu vængbakvarðar gegn Víkingi. Valdimar Ingi Jónsson sem einnig hefur leikið sem vængbakvörður í sumar er enn meiddur. Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli í háfleik í síðasta leik. Í hans stað kom Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson. Þetta var fyrsti leikur Vilhjálms í efstu deild þar sem hann fær að spreyta sig af einhverju ráði. Vilhjálmur hafði áður komið inná sem varamaður í uppbótartíma í 1. umferð. Guðmundur Karl Guðmundsson lék sinn 250. leik á ferlinum gegn Víkingi, þar af eru 228 leikir fyrir Fjölni.
Fjölnir situr í tólfta sæti deildarinnar og Fylkir í því sjötta. Fylkir hefur unnið fimm leiki og tapað jafn mörgum, eina jafntefli Fylkis í sumar kom í síðustu umferð. Öll stig Fjölnis í sumar hafa komið með jafnteflum. Fjölnir og Fylkir hafa mæst þrettán sinnum í efstu deild. Fimm viðureignum hefur lokið með jafntefli og hafa liðin unnið sitt hvorar fjórar viðureignirnar. Fylkir hafði betur í leik liðanna í 4. umferð, 1-2. Nánar var vikið að fyrri viðureignum liðanna í pistli fyrir fyrri leik félaganna í sumar.
Áfram verður leikið án áhorfenda en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar sem um útileik er að ræða hafa miðakaup engan styrk til Fjölnis í för með sér. Fyrir þau sem vilja styrkja félagið er bent á reikningsnúmer knattspyrnudeildar hér að neðan. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Knattspyrnudeild Fjölnis
0114-05-060968
Kt. 6312887589
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Handboltaæfingar hefjast

Til upplýsingar
14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 (tekið af vef isi.is).
Stærsta breytingin sem snýr að íþróttahreyfingunni er 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar (tekið af vef isi.is).
Almenna reglan er sú að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum hjá iðkendum fædd árið 2004 og fyrr, þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknis. Á íþróttaviðburðum yngri iðkenda gildir 100 manna fjöldatakmörkun og 2 metra fjarlægð.
Samantekt og áherslupunktar:
- Virðum 2 metra regluna á íþróttasvæðinu okkar, þetta á við um öll rými s.s. búningsklefa, íþróttsali og fundarými.
- Hugum að einstaklingsbundnum sóttvörnum og smitvörnum. Handþvottur og spritt og notkun gríma ef það er ómögulegt að viðhalda 2 metra fjarlægð.
- Forðumst blöndun flokka og hópa.
- Forðumst margmenni að óþörfu og höldum áfram að vera skynsöm.
- Höldum í bjartsýni og jákvæðni, það er gott að brosa.
Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19
Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
Minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra, dags. 11. ágúst
Reglur HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19
Reglur annarra sérsambanda sem hafa fengið samþykki ÍSÍ og sóttvarnarlæknis
Upphitun. Fjölnir - Víkingur R
Pepsi Max deild karla
13. umferð
Fjölnir – Víkingur R.
Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 18:00 á Extra vellinum.
Næstkomandi fimmtudag mætast Fjölnir og Víkingur í 13. umferð Pepsi Max deildar karla. Eins og kom fram í síðasta pistli hefur leikjum Fjölnis gegn ÍA og Stjörnunni í 9. og 10. umferð verið frestað um óákveðinn tíma. Í síðustu umferð lutu Fjölnir og Víkingur í lægra haldi gegn fyrir hvoru Kópavogsliðinu. Fjölnir tapaði 3-1 gegn HK og Víkingur 2-4 gegn Breiðabliki.
Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik Víkings og verður því í leikbanni á fimmtudag. Grétar Snær Gunnarsson fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í tapinu gegn HK. Leikbann Grétars vegna uppsafnaðra gulra spjalda tekur ekki gildi fyrr en eftir leikinn gegn Víkingi. Ingibergur Kort Sigurðsson gæti komið aftur inn í lið Fjölnis eftir að hafa verið í leikbanni gegn HK. Daninn Christian Sivebæk er farinn aftur til Danmerkur eftir að hafa meiðst stuttu eftir komuna til Íslands. Torfi Tímoteus Gunnarsson og Valdimar Ingi Jónsson hafa báðir verið að glíma við meiðsli.
Viktor Andri Hafþórsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í tapinu gegn HK á nitján ára afmælisdegi sínum. Fjölnir situr enn á botni deildarinnar með þrjú stig eftir tíu leiki. Fimm stig eru á milli Fjölnis og KA sem situr í næsta örugga sæti. Með sigri jafnar Fjölnir Gróttu að stigum. Víkingur er í áttunda sæti með þrettán stig. Fjölnir og Víkingur mætast nú í annað sinn í sumar. Leik liðanna í fyrstu umferð lauk 1-1. Félögin hafa mæst ellefu sinnum í efstu deild. Fjölnir hefur unnið sex viðureignir, Víkingur þrjár og tvær hafa endað með jafntefli. Nánar var fjallað um fyrri viðureignir liðanna í upphitunarpistli 1. umferðar.
Áfram verður leikið án áhorenda. Stuðningsmenn geta samt sem áður keypt miða á leikinn og styrkt félagið. Einnig er hægt að styrkja með millifærslu (reikningsupplýsingar neðanmáls). Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áfram Fjölnir!
#FélagiðOkkar
Grétar Atli Davíðsson
Knattspyrnudeild Fjölnis
0114-05-060968
Kt. 6312887589
Leikmannahópur Fjölnis
1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)
4 – Sigurpáll Melberg Pálsson
5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson
6 – Grétar Snær Gunnarsson
7 – Ingibergur Kort Sigurðsson
8 – Arnór Breki Ásþórsson
9 – Jón Gísli Ström
10 – Viktor Andri Hafþórsson
11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson
12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)
14 – Lúkas Logi Heimisson
16 – Orri Þórhallsson
17 – Valdimar Ingi Jónsson
19 – Daníel Smári Sigurðsson
20 – Péter Zachán
23 – Örvar Eggertsson
25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)
28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði
29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði
31 – Jóhann Árni Gunnarsson
32 – Kristófer Óskar Óskarsson
42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson