Vorhátíð handknattleiksdeildar

Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.

Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:

8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30

6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30

4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30

Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.


Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Allar æfingar falla niður í Egilshöll á uppstigningardegi næstkomandi fimmtudag.

#FélagiðOkkar


Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020

                         

Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

  Tímabil Dagafjöldi Verð
Námskeið 1 8. júní – 19. júní 9 7.740 kr.
Námskeið 2 22. júní – 3. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 3 6. júlí – 17. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 4 27. júlí – 7. ágúst 9 7.740 kr.
Námskeið 5 10. ágúst – 21. ágúst 10 8.600 kr.

 

Tími:                    Hópur: 

 

8:15– 8:55                    Frístund**

9:00-9:40                    4-10 ára

9:45-10:25                   4-10 ára*

10:40-11:20                  4-10 ára

11:25-12:05                  7-10 ára

12:10-12:50                  4-10 ára

 

Vekjum athygli á að:

 

Tíminn 11:25-12:05 er ætlaður börnum á aldrinum 7-10 ára og er þá synt í útilaug ef nægur fjöldi næst. Hægt að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

 

*Leiksskólinn Sunnufold mun vera með iðkendur í þessum tímum á fyrsta námskeiðinu
**Frístundarheimilin Tígrisbær og Kastali verða með iðkendur á fyrstu tveimur og síðasta námskeiðinu, sjá nánar á http://sumar.fristund.is

Skráningar er á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is eða á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.


Meistarar vetrarins krýndir á lokaskákæfingu Fjölnis

Skákæfingum Fjölnis lauk með fjölmennri skákhátíð í hátíðarsal Rimaskóla 14. maí. Tilkynnt var um val skákdeildarinnar á afreks-og æfingameistara vetrarins. Margir voru verðugir heiðursins en aðeins tveir útvaldir.
Hin efnilega Emilía Embla B. Berglindardóttir í 2. bekk Rimaskóla var kjörin afreksmeistari. Hún leiddi hina efnilegu stúlknaskáksveit skólans sem sigraði í opnum flokki bæði á jólamóti ÍTR og TR og Reykjavíkurmóti grunnskóla 2020 í flokki 1. – 3. bekkjar, afrek sem engin stúlknasveit hefur fyrr né síðar náð að landa. Emilía Embla varð líka Íslandsmeistari grunnskóla í stúlknaflokki með sveit Rimaskóla 3. – 5. bekkur. Framtíðarskákkona Íslands.
Arnar Gauti Helgason í 6. bekk Rimaskóla var valinn æfingameistari vetrarins. Hann var ásamt fjölmörgum Fjölniskrökkum með 100% mætingu og Reykjavíkurmeistari í flokki 4. – 7. bekkjar 2020 ásamt félögum sínum í Rimaskóla.
 Í tilefni af skemmtilegu skákári var öllum 50 þátttakendum æfingarinnar boðið upp á Domínó´s pítsur þar sem allir fengu nægju sína.
Allar skákæfingar Fjölnis í vetur hafa verið mjög vel sóttar næstum jafnt af strákum og stelpum. Krakkarnir eru á öllum grunnskólaaldri og fást við verðug en skemmtileg viðfangsefni á hverri æfingu.
Skákæfingarnar hefjast að nýju um miðjan september.


Tennisnámskeið og æfingar Fjölnis og Þróttar á tennisvöllum Þróttar í Laugardal sumarið 2020

FJÖLNIR OG ÞRÓTTUR  halda tennisnámskeið og æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna í sumar. Allir velkomnir. Yfirþjálfari er: Carola Frank

Carola Frank er doktor í hreyfifræði (Movement Analysis and Motor Development) og með meistarapróf í sérkennslu í íþróttafræði. Hún keppti í Brasilíu þegar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskóla tennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Þriðjudaga og miðvikudaga frá 1.-14. júní og mánudaga og miðvikudaga frá 15. júní – 14. ágúst.

Tuesday and Wednesdays from June 1st to 14th and Mondays and Wednesdays from June 15th to August 14th  

16:30 - 17:30 - Advanced young competition players

17:30 - 18:30 - Intermmediate and advanced players

 

Mánudaga og miðvikudaga frá 1. júlí til 10. ágúst.

Mondays and Wednesdays from July 1st to August 10th.

18:30 to 19:30 6-week Beginner adult course

 

The following costs apply for Summer practices:

 

1 x week - 1 month: 13.000 kr.

2 x week - 1 month: 24.000 kr.

 

1 x week - 2 months: 24.000 kr.

2 x week - 2 months: 32.000 kr

 

1 x week - 2,5 months (until August 14th): 32.000 kr

2 x week - 2,5 months (until August 14th): 40.000 kr

Beginner Adult Course: 26.000 kr

 

Þrek einkaþjálfun/conditioning personal training practice for competition players – scheduled twice a month on an individual basis with coach Alana Elín:

Fjölnir/þróttur players: 9,000 kr for entire Summer           Other club players: 12,000 for entire Summer

NO-SHOWS in personal training conditioning are charged the actual value of the session (i.e: 6000 kr). Cancellations must be done with a minimum of 24-hour advance notice.

 

Þjálfari metur hvaða hópur hentar hverjum og einum.
Einnig er hægt að fá tennis einkaþjálfun á öðrum tímum.

Skráning og fyrirspurnir: brazilian_2001@hotmail.com eða skrifstofa Fjölnis - skrifstofa@fjolnir.is – 578-2700

 

Þeir sem sækja námskeið fá 50% afslátt af árgjaldi tennisdeildar Þróttar, sem veitir aðgang að völlum Þróttar í Laugardalnum. Upplýsingar um tennisdeild Þróttar veitir Bragi Leifur Hauksson, bragihauksson@gmail.com, s. 864-2273.

Þess verður gætt að fylgja fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sótttvarnarlæknis!


Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Vinnum saman – Fjölnir og Stöð 2 Sport Ísland

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsí Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar.

Stuðningsmönnum Fjölnis stendur til boða að kaupa sérstaka áskrift af Stöð 2 Sport Ísland, á 3.990 á mánuði með bindingu til 1. desember, en með því að kaupa áskriftina ertu um leið að styrkja félagið sem telst afar kjærkomið á tímum sem þessum.

Meðal efnis sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport Ísland á því tímabili er að óbreyttu eftirfarandi:

Pepsí Max deildin (kk og kvk)
Mjólkurbikar (kk og kvk)
Þjóðadeildin
Umspil fyrir EM 2021 karla
Undankeppni EM 2022 kvenna
Olís deildin í handbolta (kk og kvk)
Domino’s deildin í körfubolta (kk og kvk)

Tryggðu þér áskrift hér


ÍBR styrkir sundfólk Fjölnis

ÍBR hefur veit Kristni Þórarinssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur styrk upp á 100.000 kr-. hvort, við óskum þeim til hamingju með þetta.

 

Kristinn Þórarinsson

Eygló Ósk Gústafsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja
Stjórn Sundeildar Fjölnis


Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnudeildar Fjölnis og Bergsveins Ólafssonar

Beggi hefur ákveðið í samráði við stjórn og þjálfara að leggja skóna á hilluna og mun þar af leiðandi ekki leika með Fjölnisliðinu í sumar. Ástæða þess er að neistinn og ánægjan vegna fótboltans er ekki lengur til staðar hjá honum og því getur hann ekki gefið sig af heilum hug í verkefnið.

„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu. Vegna anna og ástríðu við sálfræðina, fyrirlestrana og námskeiðanna sé ég mig því miður ekki geta gefið Fjölni mitt allra besta. Það væri því óheiðarlegt við sjálfan mig og Fjölni í heild sinni að halda áfram. Ég vil þakka Fjölni fyrir að móta mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt það sem klúbburinn hefur gert fyrir mig. Ég er stoltur Fjölnismaður og verð það um ókomna tíð. Þið sjáið mig grjótharðan á pöllunum í sumar. Takk fyrir mig.“

Þetta eru auðvitað óvænt tíðindi en Beggi á að baki 166 leiki fyrir Fjölni og hefur verið fyrirliði liðsins. Knattspyrnudeildin þakkar Begga fyrir allt sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa leikmannahópinn fyrir komandi átök en framundan er spennandi tímabil í Pepsi Max deildinni.

#FélagiðOkkar

Undirritað,

-Knattspyrnudeild Fjölnis og Bergsveinn Ólafsson