Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2020

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við Frjálsíþróttadeild og Sunddeild félagsins ætla að halda  „Fjölnisjaxlinn 2020“ og skora á alla íþróttaiðkendur félagsins að skrá sig til leiks!
– Takmarkaður þátttökufjöldi –

Einstaklingsáskorun og Liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)

Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir unglinga og fullorðna, hentar vel 15 ára og eldri – sund 400 metrar, hjól 10 km, hlaup 3 km.
Fjölnisjaxlinn – fjölskyldur og iðkendur, einstaklingar og lið, fyrir krakka og fullorðna, hentar vel 14 ára og yngri og sem skemmtun fyrir fullorðna – sund 200 metrar, hjól 3 km, hlaup 1 km.

Laugardaginn 26. september kl. 10:00. Fjölskyldur og iðkendur 14 ára og yngri verða ræst af stað milli kl. 10:00 og 10:30 (einstaklings og liða) og 15 ára og eldri verður ræst milli kl. 11:00-12:00 (einstaklings og liða). Mæting er 15 mínútur áður, en nákvæmur upphafstími verður gefin út þegar nær dregur.

Skráning á heimasíðu Fjölnis eða meðfylgjandi link: https://fjolnir.felog.is/verslun.

Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 20. september n.k.

Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (3.000 kr. fyrir 14 ára og yngri, 4.500 kr. fyrir 15 ára og eldri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og krakka/unglinga 7.500 kr. fyrir liðið í heild.

Þátttakendur fá keppnisbol og hressingu að keppni lokinni. Allir sem klára keppni fá þátttöku-medalíu með viðurkenningunni að hafa klárað „Fjölnisjaxlinn 2020“

(Vegna Covid áskilur félagið sér rétt til að halda eftir hluta af skráningargjaldi ef viðburð þarf að fella niður vegna óvæntra breytinga til að koma móts við kostnað sem til fellur við skipulag).

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni!

Smelltu HÉR til að skrá þig í Fjölnisjaxlinn.

#FélagiðOkkar