Skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 10. september í Rimaskóla kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Skákæfingar Fjölnis eru ókeypis fyrir alla áhugasama grunnskólakrakka í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Ætlast er til að þátttakendur kunni að tefla, þ.e. undirstöðuatriðin í skák. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts og boðið upp á veitingar í skákhléi. Í lok hverrar æfingar fer fram verðlaunaathöfn og dregið er í happadrætti. Á skákæfingum Fjölnis er krökkunum skipt upp í 2 – 3 hópa eftir getu, aldri eða jafnvel kyni. Umsjón með skákæfingum Fjölnis á fimmtudögum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölni og honum til aðstoðar eru efnilegir skákmenn úr hópi skákdeildarinnar. Séð verður til þess að nóg af spritti sé til staðar og skákkrakkarnir minntir á að spritta sig og eða þvo sér um hendur. skak@fjolnir.is. Skráið ykkur á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis og missið ekki af neinu.

Skák er skemmtileg.

Í vetur stendur til að bjóða skákkrökkunum upp á skákbúðir yfir tvo daga og eina nótt og miðað við fyrri reynslu eru skákbúðir Fjölnis mikið og skemmtilegt ævintýri auk þess sem hæfustu skákkennarar landsins sjá um skákkennslu. Skellum okkur í skákbúðir þegar tækifæri gefst og losnar um COVID takmarkanir.