Körfuboltabúðir 27. júní - 1. júlí

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 27. júní - 1. júlí með Aroni Guðmundi.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is


Frítt tveggja daga hópfimleikanámskeið í ágúst

Fimleikadeild Fjönis ætlar að bjóða uppá frítt tveggja daga námskeið í hópfimleikum í ágúst fyrir stelpur og stráka.

Fjölnir hefur náð ótrúlega flottum árangri í hópfimleikum síðustu og þykir okkur því mikilvægt að halda uppbyggingunni áfram og ná til þeirra sem hafa áhuga á að máta sig í íþróttinni.

Námskeiðið verður haldið í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll

Fyrir stráka fædda 2011-2014

  • Mánudag 15.ágúst kl 12:00-13:30
  • Þriðjudag 16.ágúst kl 12:00-13:30

Fyrir stelpur fæddar 2014

  • Miðvikudag 17.ágúst kl 12:00-13:30
  • Fimmtudag 18.ágúst kl 12:00-13:30

Við viljum halda vel utan um hópinn og því er mikilvægt að allir áhugasamir skrái sig HÉR 

 

Við hlökkum við þess að kynnast nýjum upprennandi fimleikastjörnum.

Ef það koma upp spurningar eða ef þetta vekur athygli annara sem hafa áhuga en falla ekki undir þessa aldurshópa endilega sendið okkur fyrirspurn á fimleikar@fjolnir.is

 


Íslandsmót í áhaldafimleikum

Sigurður Ari Íslandsmeistari unglinga 2022

 

Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum. Mótið fór fram í glæsilegri umgjörð í Versölum hjá Gerplu. Sigurður Ari Stefánsson og Davíð Goði Jóhannsson voru skráðir til leiks frá Fjölni en einnig átti Lilja Katrín Gunnarsdóttir að keppa en hún varð frá að hverfa vegna meiðsla. Á Íslandsmóti er keppt tvo daga í röð. Fyrri daginn fer fram keppni í fjölþraut og seinni daginn keppni á einstökum áhöldum. Á mótinu var keppt um 7 tilta í unglingaflokki karla og er skemmt frá því að segja að strákarnir okkar tóku þá alla með sér heim. Sigurður Ari sigraði með yfirburðum í fjölþraut auk þess að vinna 5 áhöld en Davíð Goði sigraði í æfingum á hringjum. Við erum einstaklega stolt af strákunum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

.


Nýr verkefnastjóri hópfimleika

Viktor Elí ráðinn verkefnastjóri hópfimleika.

Viktor Elí Sturluson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hópfimleika hjá fimleikadeild Fjölnis. Viktor Elí er ungur að árum en hefur mikla reynslu úr fimleikaheiminum. Viktor sem kemur úr Mosfellsbæ en hefur lengi æft hópfimleika og er hann meðal annars í landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022 sem fram fer í Lúxemborg. Viktor hefur reynslu af þjálfun á öllum flokkum í hópfimleikum en nú síðast var hann m.a þjálfari meistaraflokks Gróttu í hópfimleikum. Við óskum Viktori Elí til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins.


Mót síðustu þrjár helgar

Það hefur verið viðburðaríkt hjá fimleikadeild Fjölnis síðustu helgar en iðkendur deildarinnar hafa tekið þátt á ýmsum mótum, bæði í áhalda - og hópfimleikum.

7. - 8. maí 

Helgina 7. - 8. maí fór fram Þrepamót 3 sem haldið var í Fjölni og voru það bæði stelpur og strákar sem kepptu í 5. og 4. þrepi ásamt keppendum í Special Olympics flokki. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað allir keppendur skemmtu sér vel og stóðu sig með prýði.

 

21. - 22. maí 

Helgina 21. - 22. maí fór fram Mínervumót sem haldið var í Björk í Hafnarfirði og var Fjölnir með keppendur í 5. þrepi, 5. þrepi létt, 4. þrepi og landsreglum. 5. þrep keppti sem ein liðsheild á meðan 4. þrep og stúlkurnar í landsreglum kepptu í einstaklingskeppni. Allar stóðu þær sig frábærlega og geta svo sannarlega verið ánægðar með sig. 

Sömu helgi fór fram Vormót í hópfimleikum þar sem Fjölnir var með lið í 4. flokki (A og B deild) og 5 flokki (A deild). Liðin öll stóðu sig frábærlega vel og var gaman að sjá hvað skein af þeim á keppnisgólfinu.  

 

28. - 29. maí 

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í hópfimleikum sem haldið var í Ásgarði, Garðabæ. Öll lið Fjölnis voru félaginu til sóma og stóðu sig virkilega vel.
2. flokkur - 2. sæti
KK eldri - 3. sæti
flokkur - 3. sæti 

Einnig fór fram Bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum síðustu helgi en það mót var haldið í íþróttahúsi Gerplu og var stúkan full af stuðningsmönnum sem hvatti keppendur áfram.
Fjölnir átti karla lið sem hafnaði í 4. sæti.
Lilja Katrín keppti sem gestur á mótinu þar sem Fjölnir var ekki með lið í kvennaflokki, hún sýndi nýjar æfingar á mótinu og stóð sig afar vel. 

 

Við viljum óska öllum okkar keppendum til hamingju með frábæran árangur á síðustu mótum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af keppendum frá síðustu mótum.

 


Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild

Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild

Björn Breiðfjörð Valdimarsson (Bjössi) hefur verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara karlaflokka hjá knattspyrnudeild Fjölnis og hefur nú þegar hafið störf. Bjössi er með A þjálfaragráðu UEFA og hefur góða reynslu af þjálfun, meðal annars sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu, og hefur þjálfað hjá Fjölni við góðan orðstír frá því á haustmánuðum 2021. Bjössi mun áfram sinna þjálfun flokka hjá félaginu eins og verið hefur.

Þetta er góður liðsstyrkur fyrir félagið enda mikið álag framundan í leikjum og mótum nú þegar sólin er farin að skína og spennandi sumar framundan hjá öllum flokkum.

Fjölniskveðja

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis


Vinningshafar í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis

Hér koma númerin sem unnu í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis.Við þökkum öllum fyrir stuðninginn. Vinningana þarf að vitja fyrir 30 júní með því að senda mail á listskautar@fjolnir.is


Körfuboltabúðir Fjölnis, 7.júní - 10.júní

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 7.júní - 10.júní með einum af okkar allra bestu mönnum fyrr og síðar, Ægi Þór Steinarssyni.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is


ANNIINA SANKOH MEÐ Í SUMAR

Finnski framherjinn, Anniina Sankoh, hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna fyrir baráttuna sem framundan er í Lengjudeildinni. Anniina, sem er 25 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún hefur leikið síðustu ár við góðan orðstír en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Hún á einnig landsleiki með U17 landsliði Finnlands. Anniina er tæknilega mjög góð og getur leyst allar fremstu stöður vallarins en hún hefur raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum upp á síðkastið. Við væntum því mikils af samstarfinu og bjóðum Anniina hjartanlega velkomna í Voginn fagra.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


SOFIA MANNER MEÐ Í SUMAR

Finnski markvörðurinn, Sofia Manner, hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2022 í baráttunni sem er framundan í Lengjudeild kvenna. Sofia, sem er 24 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún útskrifaðist nú fyrr í vor. Áður var hún á mála hjá Honka í efstu deildinni í Finnlandi en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Sofia er hávaxin og öflugur markvörður sem lék á árum áður með U17 ára landsliði Finnlands. Knattspyrnudeild Fjölnis býður Sofia hjartanlega velkomna í Voginn og væntir mikils af samstarfinu.

 

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen