Vinningshafar í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis
31/05/2022ListskautarHappdrætti
Hér koma númerin sem unnu í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis.
Við þökkum öllum fyrir stuðninginn. Vinningana þarf að vitja fyrir 30 júní með því að senda mail á listskautar@fjolnir.is

Körfuboltabúðir Fjölnis, 7.júní - 10.júní
Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 7.júní - 10.júní með einum af okkar allra bestu mönnum fyrr og síðar, Ægi Þór Steinarssyni.
Skráning fer fram á fjolnir.felog.is
Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is
ANNIINA SANKOH MEÐ Í SUMAR
Finnski framherjinn, Anniina Sankoh, hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna fyrir baráttuna sem framundan er í Lengjudeildinni. Anniina, sem er 25 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún hefur leikið síðustu ár við góðan orðstír en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Hún á einnig landsleiki með U17 landsliði Finnlands. Anniina er tæknilega mjög góð og getur leyst allar fremstu stöður vallarins en hún hefur raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum upp á síðkastið. Við væntum því mikils af samstarfinu og bjóðum Anniina hjartanlega velkomna í Voginn fagra.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
SOFIA MANNER MEÐ Í SUMAR
Finnski markvörðurinn, Sofia Manner, hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2022 í baráttunni sem er framundan í Lengjudeild kvenna. Sofia, sem er 24 ára, kemur til okkar frá Lynn University í Flórída-fylki þar sem hún útskrifaðist nú fyrr í vor. Áður var hún á mála hjá Honka í efstu deildinni í Finnlandi en hún er uppalin hjá HJK í Helsinki. Sofia er hávaxin og öflugur markvörður sem lék á árum áður með U17 ára landsliði Finnlands. Knattspyrnudeild Fjölnis býður Sofia hjartanlega velkomna í Voginn og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen
MOMOLA ADESANMI MEÐ Í SUMAR
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samið við bandaríska varnarmanninn Momola Adesanmi, eða Mo eins og hún er kölluð, út tímabilið 2022. Mo, sem er 23 ára, kemur til okkar frá hinum virta háskóla University of Missouri þar sem hún útskrifaðist fyrr á árinu. Hún er þekkt fyrir hraða sinn og styrk og mun nýtast liðinu mjög vel í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar.
Knattspyrnudeild Fjölnis væntir mikils af samstarfinu og býður Mo hjartanlega velkomna í Grafarvoginn.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ
Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.
Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.
Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.
Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀
Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛
#FélagiðOkkar




Alda Ólafsdóttir með í sumar
Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2022. Alda, sem er fædd árið 1996, kemur til okkar að láni frá Aftueldingu þar sem hún hefur leikið síðustu ár. Áður var hún á mála hjá FH. Á síðasta tímabili var Alda frá vegna barneigna en sneri aftur á völlinn með Fjölni í vor.
Alda hefur leikið 126 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Þar að auki á hún sex yngri landsleiki, tvo með U18 og fjóra með U17. Það er mikið fagnaðrefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Fjölnishlaupið 2022
Æfingabúðir Listskautadeildar
Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022
Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!
Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.
Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.
Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!
The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.
The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.