BJK Cup blásið af vegna veðurs – Ísland í 7-8 sæti.

Íslenska kvennalandsliðið fékk ekki að spila lokaumferðina í BJK Cup í Makedóníu í dag. Þær áttu að spila gegn Albaníu um 7. sætið en vegna veðurs var öllum leikjum aflýst. Þar sem flest lið áttu pantað flug heim sunnudaginn 10. júlí og engin innanhúsaðstaða í boði á keppnisstað var þetta það eina í stöðunni.

Íslenska liðið endar því í 7.-8. sæti mótsins af 14 liðum sem tóku þátt. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá íslenska liðinu og munu þær án efa hækka um nokkur sæti á ITF alþjóðalistanum.

En þrjár af þeim sem tóku þátt fyrir Íslandshönd, þær Hera Björk, Bryndís María og Eygló Dís, eru Fjölniskonur!

Til hamingju stelpur!

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis krýnt Íslandsmeistarar TSÍ

Kvennalið Tennisdeildar Fjölnis var krýnt Íslandsmeistarar TSÍ í liðakeppni meistaraflokksins í tennis síðastliðinn mánudag!

Fjölnir vann 2-1 sigur á móti Tennisklúbbur Víkings í úrslitaleik meistaraflokk kvenna: TVÍLIÐALEIK –  Irka Cacicedo Jaroszynski og Saule Zukauskaite (Fjölnir) unnu Kristín Hannesdóttir og Garima Kalugade (Víking), 9-2.   EINLIÐALEIK:  Garima vann Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir) 6-2, 6-4;  Bryndís Rósa Armesto Nuevo (Fjölnir) vann Kristín 6-0,6-2.  HMR kvennalið – Anna Katarína Thoroddsen, Hildur Eva Mills og Riya Kalugade kláraði í 3. sæti.

Í úrslitaleik meistaraflokks karla vann HMR 3-0 sigur á móti Víking:   TVÍLIÐALEIK – Rafn Kumar Bonifacius og Sigurbjartur Sturla Atlason (HMR) vann Raj K. Bonifacius og Rúrik Vatnarsson (Víking), 9-4;  EINLIÐALEIK:  Rafn vann Raj 6-2, 6-2;  Sigurbjartur vann Rúrik 2-6, 6-3, 10-5. Fjölnis karlalið – Harry Williams, Ólafur Helgi Jónsson, Óskar Knudsen, Sindri Snær Svanbergsson & Sturla Óskarsson hampaði 3.sætið.

Hin liðakeppnis úrslit voru eftirfarandi:

U14 Börn

  1. Fjölnir
  2. HMR A
  3. HMR 1

30+ Karlar

  1. Víking
  2. HMR
  3. Fjölnir

30+ Kvenna

  1. Fjölnir
  2. Víking
  3. HMR

50+ Karlar

  1. Víking
  2. Fjölnir

Hægt er að lesa nánar og sjá myndir frá mótinu inni á https://tsi.is/2022/07/tennisdeild-fjolnis-og-hmr-kryndir-islandsmeistarar-tsi-i-lidakeppni-i-dag/