Sæll öll
Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin hjá okkur. Allir sem voru að æfa í byrjendahóp fyrir sumarið, þ.e.a.s. á mánudögum/miðvikudögum, og vilja halda áfram eiga að skrá sig nú í framhald.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
Hópur 1 – börn yngri : 5 – 7 ára
Hópur 2 – börn eldri : 8 – 11 ára
Hópur 3 – unglinga : 12 – 15 ára
Hópur 4 – fullorðnir : 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.
Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 5.september og framhald daginn eftir, þriðjudaginn 6.september.
Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir haust/vetur 2022.
Sjáumst í september 🙂
Skráning fer fram á slóðinni: https://fjolnir.felog.is/