Fjölnir átti 3 af 4 tennis-krökkum sem spiluðu fyrir hönd Reykjavík á International Children’s Games U15 sem fór fram í Coventry á Englandi dagana 11.-16. ágúst. Yfir 1.500 ungmenni ferðuðust til Coventry til að taka þátt í sjö íþróttum. Þátttakendur í tennis, borðtennis og klifur voru valdir í gegnum ÍBR til að taka þátt.

Tennis liðið var:

Saulè Zukauskaite -Fjölnir
Íva Jovisic – Fjölnir
Daníel Pozo – Fjölnir
Þorsteinn þorsteinnsson – Víkingur

Einnig fór tennis-þjálfarinn okkar, hún Carola Frank, út með þeim sem aðalþjálfari.

Besti árangurinn í keppninni var í tvíliða kvk þar sem Saulè og Íva unnu á móti liði frá Austurríki, 6×3/6×4 og komu sér í 8-manna úrslit. Þær töpuðu svo fyrir sterku liði frá Kóreu.

Innilega til hamingju með þennan flotta árangur!

Áfram Fjölnir!