Íslenska kvennalandsliðið á BJK CUP í tennis
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu að keppa á BJK CUP – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni Europe / Africa group III. Mótið stendur yfir dagana 4-9 júlí. Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:
Anna Soffía Grönholm
Hera Björk Brynjarsdóttir
Eva Diljá Arnþórsdóttir
Bryndís María Armesto Nuevo
Eygló Dís Ármannsdóttir
Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að Fjölnir á þrjár af þeim stelpum sem taka þátt fyrir Íslands hönd; Heru Björk, Bryndísi Maríu og Eygló Dís en þetta er í fyrsta sinn sem Eygló og Bryndís eru valdar til að keppa fyrir hönd Íslands með A landsliði.
Fyrsti leikur íslenska liðsins var í gær, miðvikudaginn 6. júlí gegn Seychelles. Íslenska liðið spilaði glimrandi tennis og vann Seychelles 3-0 í viðureignum.
Hera Björk Brynjarsdótir spilaði nr. 2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Cylvie Delpech og tryggði sér öruggan sigur, 6-1 6-0
Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíleikinn fyrir hönd Íslands og áttu frábæran leik þar sem þær töpuðu ekki einni einustu lotu og unnu 6-0 6-0.
Frábær byrjun á mótinu hjá stelpunum og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu!
Áfram Ísland! Áfram Fjölnir!