Nú er nýtt fimleikaár farið af stað af fullum krafti og nú þegar búin að vera haldin tvö þrepamót.
Í lok janúar var keppt í 5.þrepi stúlkna  á þrepamóti 1, mótið var haldið Björk.
17 stúlkur frá Fjölni kepptu á mótinu og stóðu stóðu sig vel og voru flottir fullrúar félagsins.

Þrepamót 2 var svo haldið núna síðustu helgi samhliða RIG (Reykjavík International Games) mótið fór fram í Laugardalshöllinni og öll umgjörð í kringum mótið með besta móti.
Á þrepamótinu voru flottir strákar sem kepptu fyrir hönd Fjölnis í 5. og 4.þrepi og stúlkur í 4.þrepi.

Síðast en ekki síst átti Fjölnir svo þrjá fulltrúa á RIG og voru þau öll að keppa á sínu fyrsta stórmóti og erum við ótrúlega stolt af þeim og þeirra árangri.

Fimleikadeild Fjölnis mun svo halda Þrepamót 3 helgina 8.-10.febrúar. Á mótinu verður keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.