Undir lok árs útnefndum við karatefólk ársins 2018.

Karatemaður ársins: Baldur Sverrisson

Baldur hefur í gegnum langan feril í deildinni unnið ötullega og verið öðrum góð fyrirmynd. Það hefur svo sýnt sig í að hann er í dag vinsæll þjálfari yngri iðkenda og stuðningsmaður þeirra á mótum þar sem hann tekur jafnan að sér liðsstjórahlutverkið. En Baldur lauk fyrr á árinu 1. stigs þjálfararéttindum ÍSÍ eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari um árabil.
Baldur er einn Afreksiðkenda deildarinnar og hefur sýnt góðan árangur sem keppnismaður í greininni. Enda kemur hann að jafnaði heim með verðlaun þegar hann tekur þátt. Þannig náði hann 2. sæti í Kata á Reykjavík International Games, 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata. Og á Grand Prix mótaröðinni (3 mót) náði hann samanlagt 2. sæti í Kata og samanlagt 3. Sæti í Kumite.
Metnaður og Virðing eru þau gildi sem Baldur hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Á myndinni er Baldur ásamt Jóni Karli Ólafssyni formanni
Fjölnis.