Spennandi Miðgarðsmót í skák

Bikarmót í áhaldafimleikum
Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi og var keppt í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum kvk og kk. Keppendur stóðu sig mjög vel, sýndu flottar æfingar og skemmtu sér vel á mótinu. Strákarnir sem kepptu í frjálsum æfingum áttu gott mót en þeir lentu í 3. sæti. Stúlkurnar áttu einnig gott mót og bættu sig margar frá því á síðast móti.
Sundmót Fjölnis 2020
Sundmót Fjölnis 2020
Iðkendur úr yngri flokkum áttu gott mót um helgina. Sundmenn syntu vel útfærð sund og uppskáru með frábærum bætingum. Aðrir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig með stakri prýði. Krakkarnir sýndu góðan liðsanda, aðstoðuðu og hvöttu liðsfélaga sína og voru félaginu til sóma. Eftir mótið eru lágmörk á Aldursflokkameistarmót Íslands innan seilingar fyrir nokkra sundmenn og því spennandi tímar framundan hjá yngri sundmönnum félagsins.
Góður árangur á MÍ
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.
Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.
Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.
Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar
Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:
04.03.2020 kl. 20:00 – Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)
Dagskrá framhaldsaðalfundar skal vera:
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
17. grein
Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.
Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar
Ný stjórn sunddeildar
Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Stjórnina skipa:
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Regína Ómarsdottir, varaformaður
Irma Sigurðadóttir, gjaldkeri
Kristján R. Halldórsson, ritari
Helga Ágúsdóttir, meðstjórnandi
Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi
Þórður Ásþórsson, meðstjórnandi
Ný stjórn vill þakka Jóhannesi H. Steingrímssyni fráfarandi formanni fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram á vettvangi sundsins.
Með kveðju,
Ingibjörg Kristinsdóttir
Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020
Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.

Nýr formaður knattspyrnudeildar
21/02/2020Knattspyrna,Félagið okkar
Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.
Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.
Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.
Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021
Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.
Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.
#FélagiðOkkar
Ókeypis dómaranámskeið
Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.
Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.
Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér