Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020

Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.


Nýr formaður knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn í Egilshöll mánudaginn 17. febrúar sl.

Kolbeinn Kristinsson er nýr formaður knattspyrnudeildar og þá var jafnframt mynduð ný stjórn.

Níu einstaklingar auk Kolbeins voru í framboði til stjórnar; Kári Arnórsson, Geir Kristinsson, Marinó Þór Jakobsson, Steindór Birgisson, Hjörleifur Þórðarson, Jóhann Rafn Hilmarsson, Ívar Björnsson, Jósep Grímsson og Trausti Harðarson.

Þessir aðilar skipa því stjórn knattspyrnudeildar 2020-2021

Við viljum nota tækifærið og hvetja alla Grafarvogsbúa og Fjölnisfólk til að sýna félaginu áhuga í orði og verki. Allt frá iðkun barna sinna upp í afreksstarfið í meistaraflokkunum auk annarra almennra viðburða á vegum félagsins.

Þá vill félagið þakka fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir sín störf og þá sérstaklega þeim Árna Hermannssyni og Kristjáni Einarssyni fyrir ómetanlega og óeigingjarna vinnu undanfarin áratug eða svo í þágu félagsins.

#FélagiðOkkar


Ókeypis dómaranámskeið

Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.

Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér


Ráðning nýs aðstoðarþjálfara

Það gleður okkur að tilkynna um ráðningu Andra Freys Magnússonar sem aðstoðarþjálfara Alexanders. Andri mun sjá um barnastarfið hjá okkur, Alexander er og verður áfram yfirþjálfari og er Andri því góð viðbót við þjálfarateymið hjá íshokkídeildinni.

Jenni Varaformaður og Andri innsigla ráðninguna með handabandi


Skákmeistari Reykjavíkur 2020 er Fjölnismaður

Sigurbjörn J. Björnsson Skákdeild Fjölnis sigraði glæsilega á hinu árlega Skákþingi Reykjavíkur með ótrúlegri frammistöðu. Sigurbjörn vann allar sínar 9 skákir en svo afgerandi sigur hefur ekki unnist síðan árið 1993. Sigurbjörn teflir með A sveit Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga og er þar „reynsluboltinn“ í annars ungri og stórefnilegri skáksveit sem endað hefur í verðlaunasæti í 1. deild á sl. þemur árum. Fjölnismenn óska Sigurbirni til hamingju með titilinn og sigurinn.


Fimleikar fyrir stráka

Fimleikasambandið stendur að ótrúlega flottu verkefni um þessar mundir og vilja gefa öllum strákum sem eru fæddir á árunum 2005-2011 sem hafa áhuga tækifæri á að kynnast fimleikum sér að kostnaðarlausu.

Næsta æfing verður haldin 22. febrúar í Íþróttamiðstöð Gróttu kl. 13:30-16:30. Ekki þarf að skrá sig á æfinguna, heldur er nóg að mæta og taka þátt.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook og instagram Hér 

Mælum með því að áhugasamir horfi á þetta kynningarmyndband um verkefnið.
https://www.youtube.com/watch…

https://www.youtube.com/watch?v=-agW0r3JG7Y&feature=youtu.be&fbclid=IwAR2Xk1U_tcQV4uu7FfIWIX9Xo3C4Dlu3oTFAXFVworOGJBI1Ws-HNtf8n1w


Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis fer fram mánudaginn 9.mars kl. 18:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Aðalfundir deilda félagsins

Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:

10.02.2020 kl. 18:00 - Listskautadeild (Egilshöll)

10.02.2020 kl. 21:00 - Frjálsíþróttadeild (Egilshöll)

12.02.2020 kl. 20:00 - Íshokkídeild (Egilshöll)

13.02.2020 kl. 19:30 - Tennisdeild (Tennishöllin)

17.02.2020 kl. 18:00 - Knattspyrnudeild (Egilshöll)

18.02.2020 kl. 18:00 - Skákdeild (Egilshöll)

19.02.2020 kl. 18:00 - Fimleikadeild (Egilshöll)

19.02.2020 kl. 20:00 - Karatedeild (Egilshöll)

20.02.2020 kl. 18:00 - Sunddeild (Egilshöll)

20.02.2020 kl. 20:00 - Handknattleiksdeild (Egilshöll)

25.02.2020 kl. 20:00 - Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Fjölmennt á TORG - skákmóti Fjölnis

Sterkt og fjölmennt TORG – skákmót Fjölnis 2020

Það er ekki á hverjum degi sem 2/3 þátttakenda á skákmóti ljúka keppni með verðlaunum eða happadrættisvinningi. Þetta gerðist þó á fjölmennu og skemmtilegu TORG skákmóti Fjölnis í Rimaskóla fyrsta dag febrúar mánaðar.
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti skákmaður Íslands og fyrrum nemandi Rimaskóla var heiðursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn fyrir Söru Sólveigu Lis. Sara er ein fjögurra stúlkna í Íslandsmeistarasveit Rimaskóla á Íslandsmóti grunnskóla 6. – 10. bekkjar.
Á TORG skákmótinu fjölmenntu yngri og eldri skákkrakkar á grunnskólaaldri, þar af um helmingur úr Grafarvogi. Tefldar voru sex umferðir og barist um hvern vinning sem skipti máli í hnífjafnri baráttu um sigra og veglega vinninga.
Það var að venju margt spennandi og skemmtileg á TORG skákmótinu 2020, fríar veitingar frá Hagkaupum, Ekrunni og Emmess. Glæsilegir vinningar frá Hagkaup, Emmess, CoCO´s, Pizzan, Bókabúðinni Grafarvogi og Blómabúðinni Grafarvogi, alls 40 talsins.
Fjölniskrakkar sem urðu meðal efstu á mótinu má nefna stúlkurnar Emilíu Emblu, Maríu Lenu og Nikolu sem allar tefldu með Íslandsmeistarasveit Rimaskóla á Íslandsmeistaramóti stúlkna í 3. – 5. bekk í janúar sl., bekkjarbræðurna Aðalbjörn Þór og Aron Örn í Rimaskóla, Eirík Emil í Húsaskóla og áðurnefnda Söru Sólveigu Lis í Rimaskóla.
Skákstjórn var í höndum Helga Árnasonar formanns skákdeildar Fjölnis og Páls Sigurðssonar skákdómara.
Þátttakendur voru 64, jöfn tala við reitina á skákborðinu, sem er skemmtileg tilviljun. Foreldrar fjölmenntu að venju og fylgdust af ánægju með sínum ungu „skákmeisturum“ og létu fara vel um sig í félagsmiðstöðinni á staðnum.
Skákdeild Fjölnis þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu vinningana og veitingarnar á þessu 16. TORG skákmóti Fjölnis.
Myndatextar:
IMG 5380:  Heiðursgestur TORG mótsins, Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari, leikur fyrsta leik mótsins fyrir Söru Sólveigu Lis
IMG 5397:  Þessir efnilegu skákkrakkar hlutu eignarbikara TORG skákmótsins 2020. Einar Dagur í yngri flokk, Árni Ólafsson sigurvegari mótsins og Soffía Arndís sem náði bestum árangri stúlkna
IMG 5389: Skákfærnina er að finna meðal nemenda allt frá 1. bekk. Þessir efnilegu skákkrakkar á myndinni eru ótrúlega færir í skáklistinni þrátt fyrir ungan aldur og koma til með að tefla af krafti bæði innanlands og erlendis næstu árin