Smáþjóðaleikarnir í karate um helgina

Um helgina verða Smáþjóðaleikarnir í Karate þar sem 340 iðkendur mæta til leiks. Næstum 100 íslenskum iðkendum gefst færi á að keppa og eigum við Fjölnisfólk 4 þátttakendur. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að koma og styðja við bakið á okkar fólki.

https://www.visir.is/g/2019190919399?fbclid=IwAR00zGjfzOB1ETwQ_eqXAtwloeAEy3JnURw4F-_qW5H5eNfwmn0BpviiY0Y


Toppslagur á EXTRA vellinum

TOPPSLAGUR Á EXTRA VELLINUM!

Á laugardaginn getur #FélagiðOkkar tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni.

Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í baráttunni💪🏻


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Dagur Ragnarsson valinn í landsliðshópinn

Skákmaðurinn efnilegi, Dagur Ragnarsson (2388)  Fjölni fær eldskírn sína með landsliði Íslands á komandi Evrópumóti landsliða í skák sem fram fer í Batuni í Georgíu nú í október. Dagur er einn fjölmargra afreksnemenda Rimaskóla í gengum árin en áður höfðu þau Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti skákmaður Íslands, Hrund Hauksdóttir og  Nansý Davíðsdóttir fv. nemendur Rimaskóla teflt með landsliði Íslands. Dagur Ragnarsson hefur verið afar virkur við skákborðið undanfarin tvö ár og siglt hratt upp ELO stigalistann. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann sigraði á aljóðlega skákmótinu í Västerås í Sviþjóð ásamt stórmeistaranum Yuri Solodovini (2554) og síðar á Reykjavík Open 2019 þegar hann sigraði m.a. stórmeistarann Matthien Cornette. Frammistaða og árangur Dags og nú val í landsliðið er enn ein skrautfjöðrin í skákstarfi Fjölnis í Grafarvogi.  (HÁ)


Skákæfingar Fjölnis hefjast 26. september

Hinar vinsælu skákæfingar Skákdeildar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 26. september. Æfingarnar eru ókeypis og fara fram í Rimaskóla þar sem gengið er inn um íþróttahús skólans. Skákæfingarnar hefjast kl. 16:30 og standa yfir til kl. 18:00. Allir áhugasamir skákkrakkar í Grafarvogi eru hvattir til að mæta, æfa sig í skáklistinni og njóta skemmtilegra æfinga sem enda á verðlaunahátíð. Boðið er upp á veitingar í skákhléi. Skákdeildin vill taka fram að skákæfingarnar eru fyrir þá grunnskólanemendur sem hafa náð tökum á skákíþróttinni og geta teflt sér til ánægju. Skákkennsla er í boði í flestum grunnskólum Grafarvogs og þar fá börnin kennslu í grunnatriðum skákarinnar. Umsjón með skákæfingum í vetur hefur sem fyrr Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis (skak@fjolnir.is). Honum til aðstoðar verða ungir skáksnillingar sem æft hafa með Fjölni í langan tíma. Skák er skemmtileg verður áfram kjörorð Skákdeildar Fjölnis.


Tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar

Í gær lauk Reykjavíkurmóti karla í meistaraflokki og á sama tíma flottu undirbúningstímabili karla og kvennaliðana okkar.

Stelpurnar höfðu tryggt sér sigur á Reykjavíkurmótinu og strákarnir fylgdu því glæsilega eftir með góðum sigri á Víkingi. Þess má geta að Fjölnir U tók þátt í tveimur leikjum og fengu því góða æfingu fyrir Grill 66 deildina.

Við óskum meistaraflokkunum okkar innilega til hamingju með þennan árangur og hvetjum Fjölnisfólk til að fjölmenna á leiki í Olís deild karla, Grill 66 deild karla og kvenna.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar


Upplýsingar fyrir byrjendur

Sæl ágætu aðstandendur,
Í ljósi þess að nú fara æfingar að hefjast er rétt að upplýsa aðeins nánar um tilhögunina hjá byrjendunum.

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september klukkan 17 fyrir 6-8 ára og 17:45 fyrir 9-14 ára byrjendur. Hjá Fjörkálfunum sem fá fylgd í Strætó frá frístundaheimilunum eru æfingarnar milli 14:40 og 15:30. Starfsfólk frístundaheimila mun sjá til þess að krakkarnir komist í strætó þar sem tekið verður á móti þeim (munið að þau  þurfa að hafa strætómiða). Krakkarnir verða svo komnir aftur á frístundaheimilin fyrir kl 16.
Síðustu æfingar annarinnar eru svo mánudaginn 9. desember.

Æfingarnar fara fram í sal Karatedeildarinnar í kjallara Egilshallar. Í anddyri hallarinnar eru merkingar á veggjunum sem eiga að leiða á réttan stað.

Í fyrstu tímunum er í góðu lagi að mæta í léttum íþróttaklæðnaði og berfætt(ur). En fljótlega þarf að verða sér út um karategalla. Þá er hægt að kaupa karategalla í sal hjá þjálfara og millifæra greiðslur á reikning deildarinnar.


Fjölnisfólkið stóð sig vel í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24. ágúst í ágætu hlaupaveðri. Margir hlauparar frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur íslenska konan í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 37:19.

Í hálfu maraþoni var Rósa Friðriksdóttir fyrsta íslenska konan í aldursflokknum 60-69 ára á tímanum 1:52:26. Lilja Ágústa Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir urðu fyrstu konur í mark í aldursflokknum 70-79 ára á tímanum 2:09:04. Aldeilis glæsilegur árangur hjá þessum konum sem láta aldurinn ekki stoppa sig!

Öll úrslit úr hlaupinu eru hér.

Á myndinni er Arndís Ýr.


Höfum opnað fyrir skráningar

Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/

NÝTT: Við bjóðum nú upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.

Hvenær myndir þú æfa?

Byrjendanámskeið eru á mánudögum og miðvikudögum en þeir sem áður hafa verið skráðir í námskeið og farið í einhverja gráðun eru á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Fyrstu æfingar byrja 3. september.

Iðkendur geta að sjálfsögðu nýtt frístundastyrk.

Drífum skráninguna af núna! https://fjolnir.felog.is/


Fjölnir í Craft

Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.

Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.

Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.

Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.

Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.

Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Mynd: Þorgils G