Vinningaskrá happdrættis
Vinningaskrá happdrættis þorrablóts Grafarvogs 2020 má finna í meðfylgjandi skjali og myndum
Samstarfssamningur Fjölnis og Byko
Fjölnir og BYKO gera með sér samstarfssamning þar sem tilgangurinn er að styðja við barna- og unglingastarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis og styðja þannig samfélag yngri iðkenda með ábyrgum hætti. BYKO vill með samningi þessum ýta undir og styðja við hreyfingu barna og afreksstarf félagins. Það er Fjölni mikið gleðiefni að hefja samstarf með öflugu og traustu fyrirtæki á næstu árum. Við hvetjum okkar félagsmenn að skipta við öll þau frábæru fyrirtæki sem styðja við öflugt íþrótta- og lýðheilsustarf fyrir allan aldur.
Á myndinni eru Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.
#FélagiðOkkar

6 gull á MÍ 15-22
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25. og 26. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu. Samtals fengu þessi keppendur 6 gull, 3 silfur og 3 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:
Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 200 m hlaupi 20-22 ára pilta á tímanum 23,13 sek. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi á tímanum 51,03 sek.
Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi 18-19 ára á tímanum 2:06,03. Einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi á tímanum 4:36,77.
Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2:41,74. Hún fékk svo silfur í 300 m hlaupi á tímanum 44,12 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd. Hún bætti líka sinn persónulega árangur í 60 m hlaupi og kúluvarpi.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki 20-22 ára stúlkna með stökk yfir 1,65 m.
Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,98 m. Hún fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,63 m.
Elísa Sverrisdóttir fékk silfur í 200 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 26,54 sek. Er það hennar besti árangur í vegalengdinni. Hún keppti einnig í 60 m hlaupi og bætti árangur sinn líka þar.
Guðný Lára Bjarnadóttir fékk brons í 400 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 64,85 sek. Hún keppti líka í 200 m hlaupi og bætti sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd.
Kolfinna Ósk Haraldsdóttir fékk brons í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,77 m.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Góður árangur karatedeildar á RIG
27/01/2020Karate
Um helgina lauk keppni í Karate á Reykjavik International Games (RIG), Fjölnisfólki gekk vel og náðist góður árangur.
Eftirfarandi unnu til verðlauna:
Kata Cadet kvenna
Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur
Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, brons
Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons
Kata 13 ára pilta
Kjartan Bjarnason, silfur
Kumite, Senior kvenna +61kg
Rán Ægisdóttir, silfur
Kumite, Cadet kvenna +47kg
Eydís Magnea Friðriksdóttir, brons
Við óskum okkar fólki til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum mótsstjórn fyrir góða framkvæmd.
Ofurhetjumót Gróttu
Ofurhetjumót Gróttu fór fram núna um helgina og voru iðkendur frá 6 félögum að keppa í 4.,5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans. Nokkrir flottir strákar frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var þetta þeirra fyrsta mót. Þeir stóðu sig allir vel og sýndu flottar æfingar og stóð Víkingur Þór Jörgensson uppi sem sigurvegari í 6.þrepi drengja.
Til hamingju með mótið strákar.
Góður árangur Eygló Dísar og Saule á síðustu tennismótum ársins
Tennisspilararnir frá Fjölni Eygló Dís Ármannsdóttir og Saule Zukauskaite stóðu sig vel á stórmóti TSÍ sem haldið var í nóvember, og eins Jólabikarmóti Tennishallarinnar, haldið í desember.
Á stórmóti TSÍ lenti Eygló Dís í 1. sæti í einliðaleik U14, og Saule í 1. sæti í einliðaleik U12 og 2. sæti einliða U14.
Á jólabikarmótinu lenti Saule í 1. sæti einliða U12, 1. sæti tviliða U14 og 1. sæti einliða U-14. Eygló Dís lenti í 1. sæti í einliðaleik U16 og 2. sæti í einliðaleik U14.
Við óskum þessum flottu stúlkum innilega til hamingju með árangurinn!
Frábær árangur skautastúlkna Fjölnis á Reykjavíkurleikunum
Reykjavíkurleikarnir hófust á föstudaginn en þá kepptu Fjölnisstúlkur í flokkum Chicks, Cubs, Intermediate Novice og Advanced Novice. Þetta er eina mót ársins hér á landi þar sem þær keppa við iðkendur frá öðrum löndum og er þetta mjög góð reynsla fyrir þær.
Ungu stúlkurnar okkar í Chicks og Cubs hófu mótið og stóðu sig mjög vel. Sumar eru farnir að reyna við tvöföld stökk og eru að bæta erfiðleikastigum á pírúettana sína. Það hafa verið stöðugar framfarir hjá þessum ungu stúlkum í vetur.
Rakel, Tanja og Lena kepptu allar í Intermediate Novice. Tönju hefur gengið vel í allan vetur en á þessu móti voru smá erfiðleikar með tvöföldu stökkin og endaði hún í 6. sæti á mótinu. Rakel bætti sitt persónulega stigamet og var í 5. sæti. Lena var með 26.87 stig sem skilaði henni 3. sæti í flokknum. Aldeilis frábær árangur hjá þeim stelpum.
Júlía Sylvía var í 8. sæti eftir stutta prógrammið á föstudeginum. Á laugardeginum skautaði hún mjög vel og bætti persónulegt met í langa prógramminu og endaði í 6. sæti í flokknum Advanced Novice.
Á laugardeginum kepptu Junior stelpur svo í stutta prógramminu. Hildur var fyrst af Fjölnisstelpunum, skautaði vel og bætti sitt persónulega stigamet í stutta prógramminu. Herdís var næst, lenti öllum stökkunum og var mjög nálægt sínum besta árangri í vetur. Helga átti líka fínan dag og lenti hún flottri stökksamsetningu strax í byrjun prógrammsins. Þær kepptu síðan í frjálsa prógramminu á sunnudeginum. Hildur lenti í smá erfiðleikum með nokkur stökk í frjálsa prógramminu en samanlögð stig henni þau næsthæstu í vetur. Helga átti annan fínan dag og hóf prógrammið sitt á tvöföldum axel og flottri tvöfaldri stökksamsetningu. Herdís var síðust þeirra og átti hún frábæran dag þar sem hún bætti persónulegt stigamet í frjálsu prógrammi og samanlögð stig hennar voru 95.79. Með þessum árangri náði hún viðmiðum afrekshóps og keppir því á Norðurlandamótinu eftir 2 vikur. Til hamingju með frábæran árangur á Reykjavíkurleikunum 2020!
Þrjú ungmenni frá Fjölni í úrvalshóp FRÍ
FRÍ hefur birt nýjan úrvalshóp ungmenna og að þessu sinni eru þrír Fjölnisiðkendur í hópnum. FRÍ skilgreinir ákveðin lágmörk sem þarf að ná til að komast í hópinn. Þau sem eru í hópnum eru:
Kjartan Óli Ágústsson 18 ára fyrir góðan árangur í 800 m hlaupi.
Sara Gunnlaugsdóttir 15 ára fyrir góðan árangur í 400 m hlaupi.
Katrín Tinna Pétursdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki og langstökki.
Greinilega efnilegt íþróttafólk þarna á ferðinni en fleiri hafa tækifæri fram á vorið til að ná lágmörkunum og komast inn í hópinn.
Listinn í heild sinni er hér.
Lágmörkin má finna hér.
Stórmót ÍR 2020
Stórmót ÍR var haldið helgina 18. til 19. janúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni átti Fjölnir 22 keppendur á mótinu á aldrinum 13 til 25 ára. Stóðu þeir sig mjög vel og komu alls 14 medalíur í hús; 5 gull, 4 silfur og 5 brons. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:
Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,73 sem er persónuleg bæting hjá honum og einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:19,74.
Katrín Tinna Pétursdóttir vann silfur í hástökki stúlkna 16-17 ára með stökk yfir 1,71 m sem er persónuleg bæting hjá henni og einnig vann hún silfur í langstökki með stökk uppá 5,10 m. Hún vann svo brons í 60 m hlaupi á tímanum 8,47 sek.
Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 400 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 62,89 sek og hún vann brons í 200 m hlaupi á tímanum 28,14 sek.
Guðný Lára Bjarnadóttir vann silfur í 400 m hlaupi stúlkna 16-17 ára á tímanum 64,95 og brons í 200 m hlaupi á tímanum 29,17 sek sem er persónuleg bæting hjá henni.
Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 400m hlaupi karla á tímanum 51,51 sek.
Sólon Blumenstein sigraði í 800 m hlaupi 14 ára pilta á tímanum 2:30,47.
Birkir Einar Gunnlaugsson vann silfur í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:21,83.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann brons í hástökki kvenna með stökk yfir 1,56 m.
Pétur Óli Ágústson vann brons í 60 m hlaupi 13 ára pilta á tímanum 8,76 sek.
Þetta er mjög góður árangur og þess má geta að aðrir keppendur voru margir að bæta sinn persónulega árangur.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Vídeó o.fl. frá mótinu eru á facebook síðu frjálsíþróttadeildar ÍR.
Örugg og einföld viðskipti í vefsölu Fjölnis
Fjölnir Pei er ný greiðslulausn sem veitir þér 14 daga greiðslufrest og færi á að dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Öruggari leið til að versla á netinu.
Sæktu appið hér og fáðu frekari upplýsingar https://pei.is/#.