Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.

Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér