Sundmót Fjölnis 2020

Iðkendur úr yngri flokkum áttu gott mót um helgina. Sundmenn syntu vel útfærð sund og uppskáru með frábærum bætingum. Aðrir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig með stakri prýði. Krakkarnir sýndu góðan liðsanda, aðstoðuðu og hvöttu liðsfélaga sína og voru félaginu til sóma. Eftir mótið eru lágmörk á Aldursflokkameistarmót Íslands innan seilingar fyrir nokkra sundmenn og því spennandi tímar framundan hjá yngri sundmönnum félagsins.