Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.