Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson til liðs við tennisdeild Fjölnis

Eva Diljá Arnþórsdóttir og Björn Björnsson hafa gengið til liðs við tennisdeild Fjölnis. Bæði eru þau efnilegir spilarar sem æfa með afrekshópi unglinga  hjá TSÍ

Eva Diljá er fædd árið 2004 og hefur náð mjög góðum árangri síðustu ár. Þar ber helst að nefna: Tenniskona Kópavogs 2019, þrefaldur Íslandsmeistari innanhúss 2019 í U16 tvíliða, U16 og U18 einliða, 3. sætí meistarflokk, Íslandsmeistari utanhúss 2019 í U16. Einnig byrjaði hún að æfa með kvennalandsliðinu nú á þessu ári.

Björn August Björnsson Schmitz er fæddur árið 2010. Hann lenti í 2. sæti á Stórmóti TSÍ 2019 í U10 og 2. sæti í U12 á Íslandsmóti utanhúss 2019.

Fjölnir fagnar þessum liðsauka og býður þau velkomin til félagsins.