Ný aðstaða Fjölnis í austurenda Egilshallar hefur fengið nafnið Fjölnishellirinn.

Eins og áður hefur komið fram þá gafst félagsmönnum tækifæri á að senda inn tillögur þar sem þrjár voru valdar. Í framhaldi af því var efnt til kosninga um nafnið.

115 atkvæði bárust sem skiptust á eftirfarandi hátt: Lengjan (20), Fjölnishellirinn (73) og Austrið (22).

Við óskum öllum félagsmönnum til hamingju með nýtt og flott nafn á nýju aðstöðunni okkar í Egilshöll.

 

Fyrir hverja er Fjölnishellirinn?

Nýja aðstaðan okkar mun sérstaklega breyta umhverfi frjálsíþróttadeildar til hins betra, sem hefur þurft að sækja æfingar í Laugardalinn undanfarin ár. Nú gefst deildinni tækifæri á að vaxa enn frekar. Á sama tíma mun aðstaðan nýtast öllum deildum félagsins sem hafa áhuga að halda úti styrktar- og þrekæfingum.

 

#FélagiðOkkar