Dusan Ivkovic tekur við meistaraflokki kvenna.

Það er knattspyrnudeildinni sönn ánægja að tilkynna Dusan Ivkovic sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks kvenna en hann tekur við af Helenu Ólafsdóttur sem lét af störfum nýverið.

Dusan er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til innan félagsins og innviða þess en hann þjálfaði síðast árið 2018 hjá Fjölni. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu og býr yfir alþjóðlegri þjálfarareynslu en áður en kom að Covid þá var hann m.a. þjálfari í knattspyrnuakademíu í Peking í Kína.

Axel Örn Sæmundsson og Arnór Ásgeirsson verða vitanlega áfram í teyminu og munu sinna sínum hlutverkum áfram af festu sem aðstoðarþjálfari og styrkarþjálfari liðsins.

Knattspyrnudeildin fagnar þessari ráðningu og hlakkar til samstarfsins og getur jafnframt ekki beðið eftir því að keppnistímabilið hefjist.

#FélagiðOkkar

Frá vinstri: Arnór Ásgeirsson, Dusan Ivkovic og Axel Örn Sæmundsson.