Nú á dögunum var haldið Reykjarvíkurmeistaramót í tennis og tennisleikarar Fjölnis stóðu sig með prýði.

  • Eva Diljá Arnþórsdóttir varð Reykjarvíkurmeistari í meistaraflokk einliða sem og  U18 einliða, ásamt því að sigra í U16 tvíliðaleik ásamt Eygló Dís Ármannsdóttur
  • Eygló Dís Ármannsdóttir sigraði einnig í flokkum U14 og U16 í einliðaleik.
  • Saule Zukauskaite hafnaði í öðru sæti í meistaraflokk, þriðja sæti í U16 og 3-4. sæti í U14.
  • Björn August Björnsson Schmitz varð Reykjarvíkurmeistari í  flokki U10 í einliðaleik, og lenti í öðru sæti í flokki U12.
  • Sigríður Sigurðardóttir var Reykjarvíkurmeistari í flokk 30 ára og eldri.
  • Hrafn Hauksson lenti í 3. sæti í flokk 50 ára og eldri.

Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur!