Sunddeild Fjölnis óskar eftir einstaklingi til að sjá um sundskóla sund-deildarinnar næsta vetur. Sundskólinn er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og er staðsettur í innilaug Grafarvogslaugar. Kennt er seinnipart dags alla virka daga og hefst kennsla í lok ágúst/byrjun september.

Leitað er eftir einstaklingi 20 ára og eldri og æskilegt er að viðkomandi sé með menntun á sviði þjálfunar auk þess að hafa reynslu af þjálfun barna. 

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og senda skal umsóknir til stjórnar deildarinnar á netfangið sund@fjolnir.is. Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020.