Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum
01/11/2021Fimleikar,Félagið okkar

Starfskraftur óskast í knattspyrnudeild
Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum leiðtoga í yfirþjálfarastarf til að bætast í hóp knattspyrnudeildar. Viðkomandi heyrir undir Barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur fólk óháð kyni að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
- Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
- Skipulagning á æfingatöflum í samstarfi við núverandi yfirþjálfara
- Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
- Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara
- Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
- Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
- Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka
- Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði
Menntunar- og hæfnikröfur
- UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði eða þarf að vera í ferli
- KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráða
- Reynsla af þjálfun nauðsynleg
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Brennandi áhugi á knattspyrnu
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veita Sævar Reykjalín, formaður BUR, í síma 858-8173 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is og Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari, í síma 696-3846 eða á netfangið addi@fjolnir.is
Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is
Gunnar Már lætur af störfum sem yfirþjálfari
Gunnar Már Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka karla í knattspyrnu frá og með 20. október 2021.
Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari 4. flokks karla.
Gunni Már betur þekktur sem „Herra Fjölnir“ hefur verið viðloðinn félagið sem iðkandi eða starfsmaður í tæp 30 ár. Það verður því ónetjanlega mikil eftirsjá af honum. Hann er svo sannarlega Fjölnismaður í húð og hár.
Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
#FélagiðOkkar

Gummi Kalli framlengir!
Gummi Kalli framlengir!
Það er knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda er um að ræða einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og verður það vafalaust áfram. Gummi Kalli, sem er einn allra leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur spilað 278 leiki fyrir Fjölni og skorað í þeim 42 mörk, er að vonum ánægður með framlenginguna: “Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn við Fjölni. Mjög spennandi tímabil framundan með nýjum þjálfara sem verður skemmtilegt að vinna með. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim fjölmörgu ungu og spræku strákum sem í Fjölni eru þróa sinn leik á næstu árum.”
#FélagiðOkkar

Kristalsmót
Kristalsmótið verður haldið laugardaginn 16. október næstkomandi á Skautasvellinu í Egilshöll milli kl. 08:00-13:00.
Grímuskylda er á Kristalsmótið, grímuna má taka niður eftir að sest er í sæti.
Fjölnir verður með sjoppusölu á mótinu með veitingar og varning.
Mótstilkynninguna má finna hér
Facebook viðburð mótsins má finna hér
Skráning áhorfenda fer fram hér
Úrslit móts
Þáttökuverðlaun voru veitt í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri og 10 ára og yngri
6 ára og yngri í keppnisröð
Elisabeth Rós G. Ægisdóttir
|
Fjölnir | |
Freyja Sif Stefánsdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
8 ára og yngri í keppnisröð
Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
10 ára og yngri í keppnisröð
Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Karen Milena Pétursdóttir
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Elysse Marie Alburo Mamalias
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Ylva Sól Agnarsdóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Una Lind Otterstedt
|
Fjölnir | |
Herdís Björk Bjarnadóttir
|
Skautafélag Akureyrar
|
|
Svétlana Sergeevna Kurkova
|
Skautafélag Reykjavíkur
|
|
Arna Dís Gísladóttir
|
Fjölnir | |
Sóley Björt Heimisdóttir
|
Fjölnir | |
Perla Gabriela Ægisdóttir
|
Fjölnir |
12 ára og yngri drengir
1. sæti | Baldur Tumi Einarsson | Skautafélag Reykjavíkur |
12 ára og yngri stúlkur
1. sæti | Ágústa Fríður Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
2. sæti | Sara Laure Idmont Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
3. sæti | Þórdís Anna Sigtryggsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
4. sæti | Sonia Laura Krasko | Skautafélag Reykjavíkur | |
5. sæti | Líva Lapa | Fjölnir | |
6. sæti | Rakel Rós Jónasdóttir | Fjölnir | |
7. sæti | Árdís Eva Björnsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
8. sæti | Katla Líf Logadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
9. sæti | Edil Mari Campos Tulagan | Fjölnir | |
10. sæti | Katla Eir Björnsdóttir | Skautafélag Akureyrar | |
WD | Selma Kristín S. Blandon | Fjölnir | |
WD | Snæfríður Arna Pétursdóttir |
Skautafélag Reykjavíkur
|
14 ára og yngri stúlkur
1. sæti | Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir | Fjölnir | |
2. sæti | Sunna Dís Hallgrímsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
3. sæti | Hildur Emma Stefánsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
4. sæti | Selma Ósk Sigurðardóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
5. sæti | Tanya Ósk Þórisdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
6. sæti | Ása Melkorka Daðadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
7. sæti | Sóley Kristín Hjaltadóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
8. sæti | Ingunn Eyja Skúladóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
9. sæti | Hanna Falksdóttir Kruger | Skautafélag Reykjavíkur | |
10. sæti | Sólveig Birta Snævarsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
11. sæti | Ásta Hlín Arnarsdóttir | Skautafélag Akureyrar | |
12. sæti | Helga Kristín Eiríksdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
WD | Júlía Lóa Unnarsdóttir Einarsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur |
15 ára og eldri karlar
1. sæti | Halldór Hrafn Reynisson | Skautafélag Reykjavíkur |
15 ára og eldri konur
1. sæti | Herdís Anna Ólafsdóttir | Skautafélag Reykjavíkur | |
2. sæti | Ísabella María Jónsd. Hjartar | Skautafélag Reykjavíkur |
Special Olympics flokkar frá Íþróttafélaginu Ösp
1. sæti | Þórdís Erlingsdóttir | Unified Par |
Wendy Elaine Richards | ||
1. sæti | Gabríella Kamí Árnadóttir | Par |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | ||
1. sæti | Fatimata Kobre | 12-15 ára stúlkur |
1. sæti | Védís Harðardóttir | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Bjarki Rúnar Steinarsson | 22 ára og eldri karlar |
1. sæti | Snædís Egilsdóttir | 22 ára og eldri konur |
1. sæti | Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | 11 ára og yngri stúlkur |
1. sæti | Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Þórdís Erlingsdóttir | 22 ára og eldri konur |
1. sæti | Nína Margrét Ingimarsdóttir | 16-21 árs dömur |
2. sæti | Gabríella Kamí Árnadóttir | 16-21 árs dömur |
1. sæti | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur |
Dagskrá

Keppnisröð
SO flokkar kl. 08:00-09:10
Nr. | Upphitunarhópur 1 | Flokkur | Level | |
1 | Þórdís Erlingsdóttir | Unified Par | 1 | |
Wendy Elaine Richards | ||||
2 | Gabríella Kamí Árnadóttir | Par | 1 | |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | ||||
3 | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur | 4 | Short program |
Upphitunarhópur 2 | ||||
1 | Fatimata Kobre | 12-15 ára stúlkur | 1 | |
2 | Védís Harðardóttir | 16-21 árs dömur | 1 | |
3 | Bjarki Rúnar Steinarsson | 22 ára og eldri karlar | 1 | |
4 | Snædís Egilsdóttir | 22 ára og eldri konur | 1 | |
Upphitunarhópur 3 | ||||
1 | Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | 11 ára og yngri stúlkur | 2 | |
2 | Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | 16-21 árs dömur | 2 | |
3 | Þórdís Erlingsdóttir | 22 ára og eldri konur | 2 | |
4 | Nína Margrét Ingimarsdóttir | 16-21 árs dömur | 3 | |
5 | Gabríella Kamí Árnadóttir | 16-21 árs dömur | 3 | |
Upphitunarhópur 4 | ||||
1 | Sóldís Sara Haraldsdóttir | 12-15 ára stúlkur | 4 | Free program |
Keppni í Félagalínu
Upphitunarhópur 1 – 12 ára og yngri kl. 09:10-09:35
12 ára og yngri drengir
1 Baldur Tumi Einarsson – SR
12 ára og yngri stúlkur
1 Ágústa Fríður Skúladóttir – SR
2 Edil Mari Campos Tulagan – Fjölnir
3 Selma Kristín S. Blandon – Fjölnir
4 Katla Líf Logadóttir – SR
5 Sonia Laura Krasko – SR
6 Sara Laure Idmont Skúladóttir – SR
Upphitunarhópur 2 – 12 ára og yngri kl. 09:35-10:00
12 ára og yngri stúlkur
7 Katla Eir Björnsdóttir – SA
8 Þórdís Anna Sigtryggsdóttir – SR
9 Snæfríður Arna Pétursdóttir – SR
10 Rakel Rós Jónasdóttir – Fjölnir
11 Árdís Eva Björnsdóttir – SR
12 Líva Lapa – Fjölnir
Heflun og hlé
Upphitunarhópur 1 – 14 ára og yngri kl. 10:20-10:55
14 ára og yngri stúlkur
1 Hildur Emma Stefánsdóttir – SR
2 Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir – Fjölnir
3 Tanya Ósk Þórisdóttir – SR
4 Júlía Lóa Unnarsd. Einarsdóttir – SR
5 Sunna Dís Hallgrímsdóttir – SR
6 Ása Melkorka Daðadóttir – SR
7 Ingunn Eyja Skúladóttir – SR
Upphitunarhópur 2 – 14 ára og yngri kl. 10:55-11:30
14 ára og yngri stúlkur
8 Sólveig Birta Snævarsdóttir – SR
9 Hanna Falksdóttir Kruger – SR
10 Selma Ósk Sigurðardóttir – SR
11 Sóley Kristín Hjaltadóttir – SR
12 Helga Kristín Eiríksdóttir – SR
13 Ásta Hlín Arnarsdóttir – SA
Upphitunarhópur 1 – 15 ára og eldri kl. 11:30-11:45
15 ára og eldri karlar
1 Halldór Hrafn Reynisson – SR
15 ára og eldri konur
1 Herdís Anna Ólafsdóttir – SR
2 Ísabella María Jónsd. Hjartar – SR
Heflun og hlé
Upphitunarhópur 1 – 6 ára og yngri & 8 ára og yngri kl. 12:05-12:20
6 ára og yngri stúlkur
1 Elisabeth Rós G. Ægisdóttir – Fjölnir
2 Freyja Sif Stefánsdóttir – SR
8 ára og yngri stúlkur
1 Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir – SA
2 Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir – SR
Upphitunarhópur 1 – 10 ára og yngri kl. 12:20-12:40
10 ára og yngri stúlkur
1 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir – SA
2 Karen Milena Pétursdóttir – SR
3 Elysse Marie Alburo Mamalias – SR
4 Ylva Sól Agnarsdóttir – SA
5 Una Lind Otterstedt – Fjölnir
Upphitunarhópur 2 – 10 ára og yngri kl. 12:40-13:00
10 ára og yngri stúlkur
6 Herdís Björk Bjarnadóttir – SA
7 Svétlana Sergeevna Kurkova – SR
8 Arna Dís Gísladóttir – Fjölnir
9 Sóley Björt Heimisdóttir – Fjölnir
10 Perla Gabriela Ægisdóttir – Fjölnir
Stelpuíshokkídagurinn
Komdu að prófa hokkí á alþjóðlegum stelpudegi. Það er frítt að prófa fyrir stelpur á öllum aldri.
Hvar: Skautasvellið í Egilshöll
Hvenær: Sunnudaginn 17. október 2021, kl. 12:00-13:00
Kvennalið Fjölnis tekur vel á móti öllum.
Allur búnaður á staðnum og mælt með að mæta ca. 20 mín fyrr.
International Ice Hockey Federation (IIHF) #WGIHW

Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn
13/10/2021Knattspyrna,Félagið okkar
RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!
Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 16. október og alla laugardaga eftir það til og með 18. desember. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.
Við ætlum að vera með 10 vikna hópleik þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.
Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum
Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!
#FélagiðOkkar
Æfingabúðir og beltapróf 30. október
10/10/2021Karate
Laugardaginn 30. október höldum við æfingabúðir með Sensei Steven Morris sem kemur til okkar frá Skotlandi fyrir ALLA karateiðkendur hjá Fjölni og Aftureldingu.
Æfingabúðirnar fara fram að Varmá í Mosfellsbæ.
Dagskráin er sem hér segir:
- 10:00- 11:00 Æfingarbúðir og gráðun gult belti og neðar
- 11:00-11:15 Viðurkenningar fyrir gráðun
- 12:00-13:30 Æfingabúðir og gráðun hjá framhaldsiðkendum (appelsínugult belti og ofar)
- 13:30-14:00 Viðurkenningar fyrir gráðun
- 14:00-16:00 Staðfesting gráðunar hjá Dan gráðuhöfum.
Það er skyldumæting fyrir alla iðkendur.
Mætingalistum með tímasetningum verður deilt í vikunni.
Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.
Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.
Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.
- 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
- 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.
Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar
Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður

