Laugardaginn 30. október höldum við æfingabúðir með Sensei Steven Morris sem kemur til okkar frá Skotlandi fyrir ALLA karateiðkendur hjá Fjölni og Aftureldingu.

Æfingabúðirnar fara fram að Varmá í Mosfellsbæ.

Dagskráin er sem hér segir:

  • 10:00- 11:00 Æfingarbúðir og gráðun gult belti og neðar
  • 11:00-11:15 Viðurkenningar fyrir gráðun
  • 12:00-13:30 Æfingabúðir og gráðun hjá framhaldsiðkendum (appelsínugult belti og ofar)
  • 13:30-14:00 Viðurkenningar fyrir gráðun
  • 14:00-16:00 Staðfesting gráðunar hjá Dan gráðuhöfum.

Það er skyldumæting fyrir alla iðkendur.

Mætingalistum með tímasetningum verður deilt í vikunni.