Laugardaginn 30. október fór fram Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum. Mótið fór fram með nokkuð breyttu sniði en vanalega. En mótið fór fram í gegnum fjarfundarbúnað þar sem hver þjóð mætti til leiks á sínum heimavelli. Þar framkvæmdu keppendur sínar æfingar sem svo voru dæmdar á rauntíma af dómurum sem sátu og dæmdu af skjáum.
 
Ísland sendi til keppni lið í stúlkna- og drengjaflokki. Í drengjaflokkunum átti Fjölnir tvo fulltrúa, þá Davíð Goða Jóhannsson og Sigurð Ara Stefánsson. Drengjaliðið stóð sig frábærlega og hafnaði í 2. sæti á mótinu. Einnig gerði Sigurður Ari sér lítið fyrir og hreppti bronsverðlaun á bæði stökki og gólfi og endaði 8. sæti í fjölþraut.
 
Við erum svakalega stolt af okkar frábæru drengjum og óskum þeim og Zoltan þjálfara þeirra innilega til hamingju með árangurinn.