Hressir fótboltakrakkar á morgunæfingu

Í mars stendur iðkendum í 3. og 4. flokki karla og kvenna hjá @fjolnir_fc til boða að mæta á morgunæfingar inni í Egilshöll. Frábært þjálfarateymi tekur á móti iðkendum með fjölbreyttum æfingum og léttri morgunhressingu í lok æfinga. 4. flokkur reið á vaðið í vikunni og mættu rétt rúmlega 50 hressir og metnaðarfullir iðkendur sem létu ljós sitt skína.

#FélagiðOkkar


Aðalfundur Fjölnis 2021

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.

Við verðum einnig með beint streymi frá fundinum. Smelltu HÉR til að fylgjast með streyminu.

Athugið að þeir sem horfa á streymið eru ekki beinir þátttakendur fundarins og hafa því ekki tillögu- eða atkvæðisrétt.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Tillaga að lagabreytingu hefur verið móttekin, sjá HÉR.

Lög Fjölnis er að finna hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi

Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.


Sigur hjá meistaraflokki kvk í gærkvöldi

Fjölnir tók á móti SR í Egilshöll í Hertz deild kvenna í gærkvöld.

Bæði lið komu ákveðin til leiks og byrjaði leikurinn jafn.

Fyrsta mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Laura Murphy (13) þegar 7 mín og 10 sek voru liðnar af leiknum.

Baráttan hélt áfram og eftir 17 min og 16 sek jafnaði SR.

Staðan Fjölnir 1 – 1 SR eftir fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta lék Fjölnir á alls oddi og bættu stelpurnar 7 mörkum við fyrra mark.

Mörkin skoruðu:

Harpa Kjartansdóttir (12)

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Krístínu Ingadóttur (17)

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Grétu Jónsteinsdóttur (8)

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Maríönu Birgisdóttur (99)

Sigrún Árnadóttir (7)

Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Hörpu Kjartansdóttur (12)

Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Elínu Alexdóttur (25)

Staðan eftir annann leikhluta Fjölnir 8 - 1 SR

Leikhlutinn einkenndist af skemmtilegu samspili og mikilli samstöðu í liði Fjölnis.

Í þriðja leikhluta hélt Fjölnir áfram að herja á mark SR og bættu tveim mörkum við, þau mörk skoruðu:

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu fráGrétu Jónsteinsdóttur (8)

Maríana Birgisdóttir (99)

Stelpurnar voru hvergi hættar að berjast fyrir fleiri mörkum, þegar aðeins tæpar tvær mín voru eftir af leiknum Skoraði þó SR lokamarkið.

Fjölnir gekk því af velli með 10-2 sigur og geta verið sáttar eftir góðann leik sem einkenndist af leikgleði og samvinnu.

 

 

Ásta Hrönn Ingvarsdóttir og Kristján V. Þórmarsson
Myndir Gunnari Jónatanssyni.


Fjölnir og Tryggja

Ungmennafélagið Fjölnir og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr. Fjölnir hvetur því félagsmenn að kynna sér þetta  en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum.

  1. Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging – 1990 kr. á mánuði.
  2. Styrkur til íþróttafélags.
  3. Ekkert heilsufarsmat.
  4. Gildir út um allan heim.
  5. Dagpeningar til foreldra við umönnun.
  6. Hæstu bætur við örorku.
  7. Tryggingin gildir:
    1. við æfingar
    2. í keppni
    3. í frítíma
    4. í leik og starfi

Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu: https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport.

“Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi”

Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórðarson stefanth@tryggja.is.


GK mótið í hópfimleikum 2021

Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.

Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.

Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:

2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s

Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA

 


Öðruvísi en skemmtilegt mótahald

Helgina 13 – 14. febrúar var mikið um að vera hjá Fimleikadeild Fjölnis en þá helgi voru haldin tvö Fimleikasambandsmót. Bikarmót unglinga var haldið í Vallarskóla á Selfossi og Þrepamót í 1. – 3. þrepi fór fram íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Fjölnir átti fjöldann allann af keppendum á báðum mótum og var árangurinn glæsilegur. Þó að mótahald sé hafið þá eru engir áhorfendur leyfðir í bili og setur það óneitanlega stóran svip á stemminguna í húsunum en okkar keppendur létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu. Okkar þjálfara hafa hins vegar lagt mikið á sig til að koma videóum af keppendum til foreldra sem verða að láta sér það duga á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru.

 

Á Bikarmóti unglinga átti Fjölnir keppendur í 3. og 4. flokki.
Í 3. flokki átti Fjönir eitt lið í keppni og endaði það í þriðja sæti.
Í 4. flokki var telft fram tveimur liðum og endaði lið 1 í þriðja sæti og lið 2 endaði í því nítjánda.

Á Þrepamóti í 1. – 3. þrep var árangur Fjölnisstúlkna einnig glæsilegur en þar átti Fjölnir keppendur í 3. og 1. þrepi.
Þær stúlkur sem náðu sínum þrepum voru Júlía Ísold Sigmarsdóttir og Lúcía Sóley Óskarsdóttir í 3. þrepi og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í 1. þrepi.

 

Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með þeirra árangur um helgin og bíðum spennt eftir næstu mótum.

 

Áfram Fjölnir


Sundfólk Reykjavíkur 2020

Sundfólk Reykjavíkur 2020 útnefnt af Sundráði Reykjavíkur
Sundkona Reykjavíkur:
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Fjölni (Jacky Pellerin tók við verðlaunum fyrir hana)
Sundkarl Reykjavíkur:
Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Sundkona Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sundkarl Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Kristján Helgi Jóhannsson, Fjölni

Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina

Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess    keppa á  

Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.  

Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.