Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.

Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.

Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.

  • 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
  • 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.

Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður