U18 ára landslið stúlkna mun taka þátt á heimsmeistaramóti Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) sem fer fram dagana 21.-27. janúar 2022 í Istanbul í Tyrklandi.

Á dögunum fóru fram landsliðsúrtökuæfingar og átti Fjölnir fimm stúlkur í þeim hópi. Þær Maríu Sól Kristjánsdóttur, Elísu Dís Sigfinnsdóttur, Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttur, Elínu Darko og Evu Hlynsdóttur. Þær María Sól, Elísa Dís og Eva voru valdar í landsliðshópinn sem mun halda til Istanbul í janúar. Hópinn í heild sinni má sjá hér. Þær Kolbrún og Elín verða orðnar of gamlar fyrir U18 ára landsliðið þegar að mótinu kemur og geta þær því ekki tekið þátt á mótinu.

Landslið Íslands er í Division II b á mótinu þar sem átta þjóðir taka þátt. Spilað verður í tveimur riðlum á fimm keppnisdögum. Aðrar þjóðir á mótinu eru: Bretland, Holland, Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland.

Glæsilegur hópur sem tók þátt á landsliðsæfingum
Fjölnisstelpurnar: Lily Donnini, María Sól, Elísa Dís, Kolbrún María, Elín Darko og Eva Hlynsdóttir.