Benjamin Naggiar hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari framhaldshópa listhlaupadeildar Fjölnis. Benjamin er 27 ára og kemur frá Ítalíu. Hann hefur þjálfað skautara á öllum getustigum, allt frá byrjendum að þeim sem eru að keppa á alþjóðlegum mótum. Sjálfur æfði hann og keppti í parakeppni í listhlaupi á skautum og náði á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Síðar æfði hann og keppti í ísdansi. Benjamin hefur þjálfað skautara í Kína, Svíþjóð, Ítalíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á Íslandi. Við bjóðum Benjamin velkominn til starfa hjá okkur.