Sara Montoro leikmaður meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu hefur verið valin til að taka þátt í landsliðsúrtaksæfingum U19 kvenna sem koma saman til æfinga 27-29. Nóvember í Skessunni í Hafnarfirði. Í hópnum eru 25 leikmenn. Leikmenn úr þessum æfingahópi verða svo valdir til að taka þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð seinna í þessum mánuði. Sara er uppalin Fjölniskona sem hefur spilað 67 KSÍ leiki og skorað 43 mörk. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefni.

 

ÁFRAM FJÖLNIR!

 

#FélagiðOkkar