Elvý Rut framlengir til 2024

Elvý Rut Búadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Elvý, sem er fædd árið 1997, mun hefja sitt tíunda tímabil í meistaraflokki á komandi tímabili. Hún hefur samtals leikið 125 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis. Elvý er sterkur varnarmaður sem býr yfir mikilli yfirvegun og getur leyst allar stöður í vörninni. Hún fer vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hún hefur leikið í hjarta varnarinnar í sigrum á bæði Fram og Gróttu. Árið 2020 var Elvý valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar