Fimleikadeild Fjönis ætlar að bjóða uppá frítt tveggja daga námskeið í hópfimleikum í ágúst fyrir stelpur og stráka.

Fjölnir hefur náð ótrúlega flottum árangri í hópfimleikum síðustu og þykir okkur því mikilvægt að halda uppbyggingunni áfram og ná til þeirra sem hafa áhuga á að máta sig í íþróttinni.

Námskeiðið verður haldið í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll

Fyrir stráka fædda 2011-2014

  • Mánudag 15.ágúst kl 12:00-13:30
  • Þriðjudag 16.ágúst kl 12:00-13:30

Fyrir stelpur fæddar 2014

  • Miðvikudag 17.ágúst kl 12:00-13:30
  • Fimmtudag 18.ágúst kl 12:00-13:30

Við viljum halda vel utan um hópinn og því er mikilvægt að allir áhugasamir skrái sig HÉR 

 

Við hlökkum við þess að kynnast nýjum upprennandi fimleikastjörnum.

Ef það koma upp spurningar eða ef þetta vekur athygli annara sem hafa áhuga en falla ekki undir þessa aldurshópa endilega sendið okkur fyrirspurn á fimleikar@fjolnir.is